loading/hleð
(20) Page 18 (20) Page 18
Æskulýðsmál Nokkurs tvískinnungs gætir oft meðal fullorðinna í garð unglinga. Þeir eru meðhöndlaðir sem böm, ekki ætlað neitt hlutverk í þjóðfélaginu og ekki treyst til að bera ábyrgð á þeirri starfssemi sem þeim er ætluð. Þeim er hins vegar gert að standa ábyrgir gerða sinna þegar til árekstra kem- ur milli þeirra og þjóðfélagsins. Mikil vinnuþrælkun og slæmur aðbúnaður að fjölskyldunni kemur ekki síst niður á unglingum. Við getum ekki litið framhjá þeirri staðreynd að fjöldi þeirra á í miklum erfiðleikum af persónulegum og félagslegum ástæðum. Vill Kvennalistinn vekja sérstaka athygli á að sívaxandi fjöldi bama og unglinga neytir vímu- efna. Það er sjálfsögð skylda samfélagsins að veita unglingum í vanda raunhæfa aðstoð. Leggja ber megináherslu á fyrirbyggjandi starf, ekki einungis skapandi tómstundastarf, heldur einnig markvissa vinnu með bömum og unglingum sem hætta er á að lendi í vanda. Með því er ekki aðeins stuðlað að farsælu lífi einstaklingsins heldur oft spöruð dýr úrræði seinna meir. Virða ber þörf unglinga fyrir að vera út af fyrir sig með félögum sínum. Engu að síður er nauðsynlegt að ijúfa einangrun unglinga sem hóps og tengja þá betur atvinnulífi og félagslífi. 18


Stefnuskrá í borgarmálum 1986

Year
1986
Language
Icelandic
Pages
32


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Stefnuskrá í borgarmálum 1986
http://baekur.is/bok/bbfd88f5-f65e-45b2-aaee-8bbaf51cdffc

Link to this page: (20) Page 18
http://baekur.is/bok/bbfd88f5-f65e-45b2-aaee-8bbaf51cdffc/0/20

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.