loading/hleð
(23) Blaðsíða 21 (23) Blaðsíða 21
Kvennalistinn vill: að menningarmiðstöðvar verði starfræktar í öllum hverfum borg- arinnar. að félagsstarf verði skipulagt þannig að allir aldurshópar geti notið þess sameiginlega. að hlutur íslenskra listamanna verði sem mestur á Listahátíðum. að listkynningar og umfjöllun um listir á vegum borgarinnar verði aukin. að fleiri listamenn njóti starfslauna frá borginni. að komið verði upp aðstöðu til tónleikahalds og leiksýninga fyrir frjálsa leikhópa. að hlutur kvenna í listalífi borgarinnar verði tryggður. að Borgarbókasafnið verði eflt og fjárveitingar til bókakaupa auknar þannig að safnið geti vaxið og dafnað eðlilega. að byggingu nýs aðalsafns Borgarbókasafns verði hraðað og komið verði upp fleiri útibúum í hverfum borgarinnar. að upplýsingaþjónusta Borgarbókasafnsins um borgarmál verði kynnt og efld. að Borgarbókasafnið leggi áherslu á að afla bóka eftir konur og kynni bækur um konur og kvennarannsóknir sérstaklega. að aðstaða til frístundanáms verði bætt og að hlutur fullorðinsfræðslu og endurmenntunar verði stóraukinn. að aðstaða fólks til að stunda íþróttir og útiveru í nágrenni heimila sinna verði bætt. 21


Stefnuskrá í borgarmálum 1986

Ár
1986
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stefnuskrá í borgarmálum 1986
http://baekur.is/bok/bbfd88f5-f65e-45b2-aaee-8bbaf51cdffc

Tengja á þessa síðu: (23) Blaðsíða 21
http://baekur.is/bok/bbfd88f5-f65e-45b2-aaee-8bbaf51cdffc/0/23

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.