loading/hle�
(7) Blaðsíða 5 (7) Blaðsíða 5
Aukin valddreifing - hverfasamtök í Reykjavík eru áhrif íbúa á stjóm borgarmála einungis tryggð í kosningum á fjögurra ára fresti. Þá hafa þeir aðeins almennar stefnuyfirlýsingar frambjóðenda að taka mið af. Að kosningum loknum eru ekki tryggð nein lágmarkstengsl milli þeirra sem með völdin fara og almennings. Borgarfulltrúar og embættismenn hafa tak- markaða möguleika á að þekkja málefni ein- stakra hverfa til hlítar, hvað þá borgarinnar allrar. Af þessum sökum hafa íbúar æ fleiri hverfa stofnað með sér samtök til að gæta hagsmuna sinna. Kvennalistinn telur knýjandi að grundvallarbreyting verði á stjóm borg- arinnar. Auka þarf áhrif íbúa á stjóm mála og færa fmmkvæði að þjónustu og framkvæmdum að verulegu leyti til borgarbúa. Einungis þannig verður tryggt að ákvarðanir byggist á þörfum íbúanna og séu í samræmi við vilja þeirra. Hverfasamtök þurfa því að fá aðild að stjórnkerfi borgarinnar. 5


Beinir tenglar

Stefnuskrá í borgarmálum 1986

Ár
1986
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32