loading/hle�
(8) Blaðsíða 6 (8) Blaðsíða 6
Kvennalistinn vill: auka lýðræði og valddreifingu í borginni. að allar framkvæmdir í hverfum verði kynntar viðkomandi hverfa- samtökum strax á umræðustigi. Jafnframt verði hverfasamtökum heimilt að senda fulltrúa sinn á fundi nefnda og ráða þegar rætt er um málefni hverfisins. Fái ráð ábendingar eða athugasemdir varðandi málefni hverfa er því skylt að svara slíkum erindum með greinargerð. að hverfasamtökum verði falin framkvæmd ákveðinna verkefna í hverfum óski þau þess. að tryggð verði árleg fjárveiting til hverfasamtaka til að efla starf þeirra. að í upphafi hvers kjörtímabils verði gerður aðgengilegur upplýsinga- bæklingur um nefndir og ráð borgarinnar, verksvið þeirra, fundarstað, fundartfma, aðsetur og þá fulltrúa sem þar eiga sæti. Þá skulu vera í bæklingnum greinargóðar upplýsingar um hvernig einstaklingar og íbúasamtök geta komið málum á framfæri við borgaryfirvöld. Bækl- ingnum verði dreift til allra borgarbúa. 6


Beinir tenglar

Stefnuskrá í borgarmálum 1986

Ár
1986
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32