loading/hleð
(9) Blaðsíða 7 (9) Blaðsíða 7
Breytt stjórnkerfi Kvennalistinn vill draga úr miðstjórnarvaldi borg- arráðs og breyta borgarstjórn úr málþingi í raun- verulegan ákvörðunaraðila. Jafnframt vill Kvennalistinn auka vald og verksvið nefnda og ráða á kostnað borgarráðs. Með breyttu stjórnkerfi má auka hið beina lýðræði og borgar- ráð verður óþarft. Kvennalistinn vill: færa verksvið núverandi nefnda og ráða, annarra en þeirra sem bundin eru í lögum, undir stjórn átta nýrra ráða. Hin nýju ráð fari með framkvæmd, rekstur og fjárráð hvert á sínu sviði í umboði borgar- stjómar.Ráðin verði átta: Félagsmálaráð, fræðsluráð, heilbrigðisráð, fyrirtækjaráð, umhuerfis- málaráð, menningarmálaráð, uinnumálaráð og fjárhagsáætlunarráð. að komið verði á fót kvennaráði sem hafi það verkefni með höndum að vinna að bættri stöðu kvenna innan borgarinnar. Ráðið komi m.a. á framfæri við önnur ráð borgarinnar málum um hvað eina, sem verða má til að bæta hag kvenna. Ráðinu skulu árlega tryggðar tekjur, sem nema 1/2% af tekjum borgarsjóðs. Þessum tekjum skal ráðið verja til að styrkja verkefni á vegum þeirra kvennasamtaka í borginni, sem berjast fyrir bættum hag kvenna. Ráðið getur jafnframt látáð vinna verkefni á eigin vegum. að fulltrúar allra flokka og samtaka, sem eiga aðild að borgarstjóm, eigi sæti í nefndum og ráðum borgarinnar. Fækkun borgarfulltrúa og fækkun fulltrúa í nefndum og ráðum þjónar ekki öðrum tilgangi en þeim að færa stjóm borgarinnar á fárra manna hendur. Þetta er í beinni andstöðu við hugmyndir Kvennalistans um valddreifingu og lýðræðislega stjómun. 7


Stefnuskrá í borgarmálum 1986

Ár
1986
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stefnuskrá í borgarmálum 1986
http://baekur.is/bok/bbfd88f5-f65e-45b2-aaee-8bbaf51cdffc

Tengja á þessa síðu: (9) Blaðsíða 7
http://baekur.is/bok/bbfd88f5-f65e-45b2-aaee-8bbaf51cdffc/0/9

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.