loading/hleð
(17) Blaðsíða 13 (17) Blaðsíða 13
13 b) munnlega, með því að láta þá leggja út tvo kafla eptir danska rithöfunda, sem þeir liafi eigi lesið, annan í bundinni rreðu, en hinn í óbundinni. 3, í {)ýzku skal prófið að eins vera munnlegt; skal reyna lærisveina á tveim stöðum í þeim rit- höfundum, sem þeir liafi eigi lesið. 4, I latínu er prófið tvöfalt, n) skriflegt, og er það fólgið í hrefilega löngum stýl, og í f)ví, að snara grein úr latínu á ís- lenzku, og mega lærisveinar við hvorugt liafa orðabœkur; b) munnlegt; skal reyna lærisveina í því, sem lesið hefur verið með þeim í skólanum; verður það að minnsta kosti að vera svo mikið í óbundinni rœðu, að jafngildi bjer um bil riti Ciceros um skyldurnar, (de ofj'iciis), hundrað kapítulum af rœðum hans og ijóruin bókum í Livíusi, og f>ar að auki í skáldmælum, sem samsvarar sendibrjefum Horats, tveimur bókum af smá- kvæðum (Odœ) hans og þremur bókum af Æneasdrápu eptir Virgil; en sjeu aðrir rithöfundar lesnir, en fiessir, sem hjer eru nefndir, f)á skulu þeir vera af hinum betri og eigi allt ofljettir. Sömuleiðis skal og láta piltana leggja út og út þýða kafla eptir einhvern rithöfund, sem eigi hefurverið lesinn með þeim; mega þeir kaflar eigi vera mjög torskildir. Viðhiðmunn- lega próf skal og reyna þá hœfilega mikið í latínskum bókmenntum og fornfrœðum (O/dsngcr, Antiquiteter) llómverja, annaðhvort út úr greinum þeim í rithöfundunum, sem þeir eiga að leggja út, sje tilefni þar til þess, eða þá sjer í lagi. 5, I grísku skal að eins reyna lærisveina munnlega og það í því, sem lesið liefur verið með þeiin í skáldskap, sagnarituni, uppfrœðingarrituin eða málsnildarritum, t. a. m. eptir Herodot, Thu- kydid, Xenophon, Plato og Demosthencs, og verður það að minnsta kosti að vera svo mikið, að það í óhundinni rœöu jafngildi 1 bók eptir Herodot, tveimur bókurn af Anabasis Xenophons, og þremur bókum af Sokratis memorabilia, og í skáldmælum, 6 bókum eptir Hómer, eða fjór- um bókum eptir hann og einhverjum vel vöhlum skáldmælum, ámóta miklum og tvær bœkur eptir Hómer. $egar reynt er úr grísku, skal eins og í latinunni, spyrja um helztu atriðin úr bókmennta- sögu Grikkja og öðrum fornfrœðum þeirra. 6, 1 ebresku skal að eins reyna lærisveina í málfrreði þessarar tungu, og láta þá leggja út grein í því, sem lesið hefur verið með þeim í skólanum, en það má eigi vera minna, en 40 kapítul- ar í fyrstu bók Móísesar, og þar að auki einhver annar kafli, sem sje jafnmikill og 15 sálmar Davíðs. 7, I guðfrreði skal prófið að eins vera munnlegt; skal reyna lærisveina í því, sem lesið hefur ver- ið með þeim í skóla, svo og í biflíusögu, en hún skal þó eigi vera nein sjerstök prófgrein, og í Nýja - testamentinu á grísku; verður að lesa eitthvert liinna stœrri guðspjalla, eöa þá Markúsar - guöspjall og svo sem tvö brjef. 8, I sagnafrœði og 9, í landafrœði skal prófið að eins vera munnlegt. 10, í talnafrœði er prófið tvöfalt, bæði skriflegt, með því að láta lærisveina leysa eitthvert verk- efni, sem fyrir þá er lagt, og líka munnlegt. 11, 1 rúmmálsfrœði skal einnig reyna lærisveina bæði skriflega, með þvi að fá lærisveinum eitt- livert verkefni til að leysa, og líka munnlega, og skal þá einnig reyna þá í því, sem lesið hefur verið með þeim í stjörnufrreði og hinni stœrðálegu landafrœði.


Underviisningsplan og Examenbestemmelser for den lærde Skole i Reykevig =

Ár
1852
Tungumál
Ýmis tungumál
Blaðsíður
28


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Underviisningsplan og Examenbestemmelser for den lærde Skole i Reykevig =
http://baekur.is/bok/df979155-543a-4970-a907-b618f23b05de

Tengja á þessa síðu: (17) Blaðsíða 13
http://baekur.is/bok/df979155-543a-4970-a907-b618f23b05de/0/17

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.