loading/hleð
(19) Blaðsíða 15 (19) Blaðsíða 15
15 Jjannig skal spyrja úr stcerðafrœftinni, að sjá megi, að hve miklu leyti þeir, sem eru miður lagnir á f)essa vísindagrein, og liafa eigi getað numið hina síðustu og torskildustu kafla af öllu saman, hafi náð þekkingu á liinum hlutunum og festu í f>eim, og eiga f)eir J)á að geta staðizt prófið, enda J)ótt f)eir fái lægri einkunn. 12, 1 eðlisfrœði og 13, í náttúrusögu skal reyna lærisveina að eins munnlega. 12. grein. Burtfararprófinu skal skipt í tvo hluti, og skal halda fyrri hluta þess, þegar Iærisveinar fara úr 3. bekk upp í 4. bekk, í þeim fjórum greinum, sem sagt er í 4. grein að fullkenndar eigi að vera í þessum bekk, þ. e. dönskú, þýzku, landafroeði og náttúrusögu, en siðari hlutann, þegar læri- sveinar hafa verið hinn ákveðna tiina í 4. bekk í Iiinum 9 vísindagreinuin, sem kenna á í þeiin bekk, þ. e. íslenzku, latínu, grísku, ebresku, trúarfrœði, sagnafrœði, talnafroeði, stœrðafrœði og eðlisfrœði. 13. grein. Sjerhver skólalærisveinn á heimting á, að mega ganga undir fyrri hluta burtfararprófsins, þá er hann hefur verið tvo vetur í þriðja bekk, og undir siðari hlutann, þá er hann hefur verið tvo vetur í fjórða bekk, og getur skólastjóri eigi synjað honum þess. Jeir lærisveinar, sem reyndust svo vel við inntökupróf nýsveina, að þeir þóttu að öllu leyti hoefir til, að setjast í íjórða bekk, þeir eiga söinu heimting á, að flytjast upp í 4. bekk eptir einn vetur i 3. bekk (sbr. 3. gr. 3). Fyrri hluti burtfararprófsins skal og vera fyrir þá, sem undir hann ganga, einnhluti aðalprófs læri- sveina í 3. bekk það ár; skal því eigi reyna þá pilta tvívegis í hinum sömu vísindagreinum. Virð- ist skólakennurum einhver lærisveinn eigi hoefur til, að flytjast upp í 4. hekk, eptir því, sem hon- um liefur gengið í aðalprófinu, þá situr hann kyrr í 3. bekk, og nýtur allrar sömu tilsagnar þar, og aðrir lærisveinar, sem í þeim bekk eru, og gengur þá undir fyrri hluta burtfararprófsins næsta vor. En fari hann úr skóla, og fái sjer tilsögn utanskóla, og búi sig á þann hátt undir burtfarar- prófið, þá skal svo á líta, sem hann hafi af Iokið fyrri hluta burtfararprófsins, og heldur hann þá þeim einkunnum, sem hann hefur fengið í skólanum við fyrri hluta þess, og þarf hann því að eins að ganga undir síðari liluta burtfararprófsins. Lærisveinar þeir í 4. bekk, er ætla að ganga undir síðari hluta burtfararprófsins, taka engan þátt í aðalprófi í skólanum það ár. 14. grein. Burtfararpróf skal lialda í júlimánuði svo snennna, sem verða má. Skulu kennendur skólans halda það próf; en auk þeirra skulu og tveir prófsfulltrúar vera viðstaddir; skulu yfirstjórnendur skólans nefna þá til með þeirra samþykki. Við burtfararprófið skal gæta þess, er nú skal greina. 1, Yfirstjórnendur skólans skulu láta prófsfulltrúa, eða einhverja aðra, sem um það eru foerir, stinga upp á liinum skriflegu verkefnum lianda lærisveinum, og senda síðan skólastjóra. 2, Skólastjóri skal skipa einhvern skólakennandanna, til að hafa umsjón yfir lærisveinum, meðan þeir leysa hin skriflegu verkefni; en umsjónarmaður má þó eigi vera sá kennarinn, að kennt hafi þá vísindagrein, sem verkefnið er íir. 3, Við hið munnlega próf í hverri vísindagrein, skulu tveir prófdómendur vera viðstaddir auk þess kennarans, sem reynir; skulu prófdómendur annaðhvort vera tveir af skólakennendunum, eöa þá líka einn af kennurunum og annar af prófsfulltrúum; skal annar prófdómanda taka til


Underviisningsplan og Examenbestemmelser for den lærde Skole i Reykevig =

Ár
1852
Tungumál
Ýmis tungumál
Blaðsíður
28


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Underviisningsplan og Examenbestemmelser for den lærde Skole i Reykevig =
http://baekur.is/bok/df979155-543a-4970-a907-b618f23b05de

Tengja á þessa síðu: (19) Blaðsíða 15
http://baekur.is/bok/df979155-543a-4970-a907-b618f23b05de/0/19

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.