loading/hleð
(12) Blaðsíða 10 (12) Blaðsíða 10
10 lítum yfir ókomna tíö, framm í veginn til {ieirra, sem hér í þessu húsi munu þjóna Guöi, jiá er þeirra vegna vor ítrekuð bæn til Guös: Drottinn! pitt auga sé opið nótt off daff yfir þessu húsi; eins og þú einn kannt að gæta þess og þeirra sem vinna hér, svo gef þeim að sleppa aldrei þeim þánka úr þeirra hjört- um, að þitt hið alskygna augað sjer þá á öllum þeirra vegum, ransakar allt það, er lirærist í hjörtum þeirra — þú, sein plantaðir eyrað, heyrir hvert orð- ið, sem hér veröur framílutt! Gef þeim að minnast þessa, og þá mun allt það, sem framfer hér, verða, eins og byrjar, þínu heilaga nafni til lofs og dýrðar! En — einnig þér eigið að yðar leiti að uppbyggja þetta hús, þér, sem hér eptir munuð í því tilbiðja Drottinn himins og jarðar, og þeir, sem eptir yður munu gjöra það. J>ví uppfyllist og yðar vegna vor hjartans bæn, þegar Guö stýrir gaungu yðar híngað, gætir yöar hér, að yðar tilbeiðsla sé í anda og sann- leika, að þér flytjið það ineð yður héðan, sem styrk- ir yður í trúnni, sem nálægir yður æ meir og fram- ar sameiníngunni við Guð, sem að er yðar æðsta ákvörðun. jþá er Guðs auga opið yfir þessu húsi, þá er hans máttur kröptugur til að varðveita það eptir sinni ákvörðun, þegar hann lætur náðarverkan- ir síns anda hrifa hjörtun og vernda þau, svo að þau elski þenna stað. finni sína lystíngu í því, að vera hér svo opt, sem tækifærin bjóðast. Jvi, hvað er það, sem dregur manninn, eða á að draga hann til hinna helgu staðanna, á þeim stundum, sem helg- aðar eru dýrkun Drottins? hvað annað, en elskan til hans og til þess orðsins, sem hann gaf, sem þar er að heyra? Og sé þessi elska rótfest í hjartanu, þá verður liúsið dýrðlegra fyrir livern þann, sem geng- ur hér inn; þá eflist dýrðin Guðs heilaga nafns, sú dýrð, sem á að búa hér inni, þegar þau hjörtun,


Ræða við vígslu Stafholts kirkju

Ár
1849
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
20


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Ræða við vígslu Stafholts kirkju
http://baekur.is/bok/8cf80a8a-2f33-4e07-8478-9d89221b5199

Tengja á þessa síðu: (12) Blaðsíða 10
http://baekur.is/bok/8cf80a8a-2f33-4e07-8478-9d89221b5199/0/12

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.