Leita | Ítarleit | Titlar |
Bók

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940


Höfundur:
Páll Eggert Ólason 1883-1949

Útgefandi:
Hið íslenzka bókmenntafélag, 1948

á leitum.is Textaleit

6 bindi
508 blaðsíður
Skrár
PDF (453,2 KB)
JPG (403,9 KB)
TXT (2,6 KB)

Deila

þú þarft að vera með Adobe Reader Plugin til að skoða þessa síðu.

get Adobe Reader


316
í skýrslum Harobes fær hann
sæmilegan vitnisburð, var merk-
ur maður, virðist af skjölum
ekki hafa verið vel efnum bú-
inn. Hann var skáldmæltur (sjá
Lbs.). í JS. 397, 8vo., er eftir
hann þýðing úr dönsku um J.
Fr. Struensee. Kona: Málm-
fríður Guðmundsdóttir prests
að Hofi í Álptafirði, Högnason-
ar. Dætur þeirra: Ingibjörg átti
síra Pál Guðmundsson í Valla-
nesi, Guðríður átti síra Sigfús
Guðmundsson að Ási í Fellum,
Margrét átti síra Einar Stefáns-
son að Hofi í Vopnafirði, Þuríð-
ur átti síra Björn Hallason á
Kolfreyjustað (HÞ.; SGrBf.).
Jón Þorláksson (13. dec. 1744
—21. okt. 1819). Prestur, skáld.
Foreldrar: Síra Þorlákur Guð-
mundsson, síðar sýslumaður, og
kona hans Guðrún yngri Tóm-
asdóttir í Krossadal, Jónssonar
í Sellátrum. Tekinn í Skálholts-
skóla 1760, stúdent 15. apríl
1763, með ágætum vitnisburði,
var síðan skrifari Magnúsar
amtmanns Gíslasonar og þá
Ólafs amtmanns Stefánssonar,
fekk Saurbæjarþing 18. júní
1768, vígðist 31. júlí s. á., missti
prestskap 1770 vegna barneign-
ar með Jórunni (d. 12. júlí
1834) Brynjólfsdóttur í Fagra-
dal, Bjarnasonar, og var þeim
meinað að eigast af föður henn-
ar, var þá fyrst í Hjarðarholti
hjá Þorgrími sýslumanni Sig-
urðssyni og að Ballará, síðan
hjá Bjarna landlækni Pálssyni,
fekk uppreisn 6. febr. 1772, fekk
Stað í Grunnavík í sept. 1772,
en missti prestskap aftur 1773
fyrir barneign með sömu konu.
Eftir það varð hann aðstoðar-
maður í prentverkinu í Hrapps-
ey, en bjó í Galtardal á Fells-
strönd 1777—88, fekk uppreisn
í annað sinn 11. ág. 1786, með
því skilyrði, að hann fengi ekki
prestakall í Skálholtsbyskups-
dæmi, fekk Bægisá 28. sept.
1788, tók við þá um veturinn
og hélt til æviloka. Hann var
f jölhæfur gáfumaður, hið helzta
skáld sinnar tíðar og naut mik-
illa vinsælda. Eftir hann er pr.:
Nokkur kvæði eftir Chr. B.
Tullin, 1774 (þýðing); Nokkur
Ijóðmæli 1783; Charitas in Deo
quiescens, 1784; Einfölld ...
burtfararminning eftir Þóru
Þormóðsdóttur, 1784; Tilraun
um manninn eftir A. Pope,
1798, þýðing; Kvæði (dönsk
þýðing í Minerva 1800), sálmar
í Leirárgarðasálmabók og öll-
um sálmabókum síðan; Paradís-
armissir eftir J. Milton, 1828,
þýðing; Messías eftir F. G.
Klopstock, 1834—8, þýðing; Is-
lenzk Ijóðabók í 2 bd. 1842—3;
sálmar í Bæna- og sálmakveri
1853; Lénharður og Blandína
eftir G. A. Búrger, 1905, þýðing;
Dánarminning 1919; Hænsa-
Þórisrímur (síðari hl.) og fáein
kvæði ópr. í handritum í Lbs.
Kona (1774): Margrét (f. 25.
maí 1751, d. 10. dec. 1808) Boga-
dóttir í Hrappsey Benediktsson-
ar, og slitu þau samvistir. Dótt-
ir þeirra: Guðrún átti síra Eyj-
ólf Gíslason í Miðdalaþingum.
(ísl. ljóðabók Jóns Þorl., Kh.