Leita | Ítarleit | Titlar |
Bók

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940


Höfundur:
Páll Eggert Ólason 1883-1949

Útgefandi:
Hið íslenzka bókmenntafélag, 1948

á leitum.is Textaleit

6 bindi
404 blaðsíður
Skrár
PDF (464,9 KB)
JPG (404,6 KB)
TXT (2,6 KB)

Deila

þú þarft að vera með Adobe Reader Plugin til að skoða þessa síðu.

get Adobe Reader


375
ekkja Gizurar sýslumanns að
Núpi í Dýrafirði, Þorlákssonar.
Synir þeirra síra Sveins: Síra
Gizur á Álptamýri, Brynjólíur
byskup (PEÓl. Mm.; Saga ísl.
IV; HÞ.; SGrBf.).
Sveinn Skúlason (12. júní
(12. apr., Vitæ) 1824—21. maí
1888). Prestur. Foreldrar: Skúli
hreppstjóri Sveinsson að Þverá
efri í Vesturhópi og kona hans
Guðrún Björnsdóttir að Syðri
Þverá, Loptssonar. Fór 13 ára
til bróður síns (Björns stúdents
Skúlasonar), var með honum og
lærði nokkuð hjá honum, en var
síðan 2 vetur hjá Sigurði Gunn-
arssyni (síðast presti á Hall-
ormsstöðum). Tekinn í Bessa-
staðaskóla 1844, stúdent úr
Reykjavíkurskóla 1849, með 1.
einkunn (89 st.), skráður í stúd-
entatölu í háskólanum í Kh.
s. á., með 1. einkunn, tók ann-
að lærdómspróf 1850, með 2.
einkunn, lagði fyrst stund á
málfræði, en hætti við það eft-
ir 2 ár. Var 5 ár skrifari í ís-
lenzku stjórnardeildinni í Kh.
og lagði þá stund á stjórnfræði
og hagfræði. Kom til landsins
1856, var ritstjóri Norðra og
forstöðumaður prentverksins á
Akureyri 1856—62, fluttist síð-
an til Rv. og stundaði kennslu.
Var þm. N.-Þing. 1859—67.
Fekk Svalbarð 30. maí 1868,
vígðist 14. júní s. á., en fór
þangað ekki, heldur fekk Stað-
arbakka, í skiptum við síra Vig-
fús Sigurðsson, fekk Kirkjubæ
í Tungu 27. júní 1883, fluttist
þangað 1884 og hélt til æviloka.
Var skáldmæltur. Ritstörf: Ævi
Sturlu Þórðarsonar (Safn I);
þýddi: Lýsing íslands eftir Fr.
Bergsöe, Kh. 1853; Nokkurar
gamlar sögur, Rv. 1914; sá um
(auk Norðra): Jónsbók, Ak.
1858, Vatnsdælasögu, Ak. 1858,
Finnbogasögu ramma, Ak.
1860. Kona (23. ágúst 1859):
Guðný (f. 23. sept. 1828, d. 12.
nóv. 1885) Einarsdóttir, Helga-
sonar. Börn þeirra, sem upp
komust: Guðrún f. k. ögmund-
ar skólastjóra Sigurðssonar í
Flensborg, Helgi var um hríð
bankaútibússtjóri á ísafirði,
síðar fasteignasali í Rv., Mar-
grét (Vitæ ord. 1868; Alþmtal;
HÞ.; Óðinn III; SGrBf.).
Sveinn Sveinsson (1767 — í
apríl 1791). Stúdent. Foreldr-
ar: Síra Sveinn Halldórsson í
Hraungerði og kona hans Anna
Eiríksdóttir. F. í Einholti í
Hornafirði. Tekinn í Reykja-
víkurskóla eldra 1786, stúdent
2. júní 1790, með mjög góðum
vitnisburði. Var heilsutæpur og
andaðist hjá foreldrum sínum,
ókv. og bl. (HÞ.).
Sveinn Sveinsson (23. dec.
1798 — 3. febr. 1867). Bóndi.
Foreldrar: Sveinn Sveinsson í
Vestdal í Seyðisfirði og kona
hans Sesselja Árnadóttir í Nesi
í Norðfirði, Torfasonar. Bjó í
Vestdal 1824—67. Þm. (vara-
þm.) Sunnmýl. 1845—7. Kona
(24. sept. 1824): Margrét (d.
14. febr. 1863) Jónsdóttir á Há-
reksstöðum, Þorsteinssonar.
Börn þeirra: Pétur í Vestdal,
Jóhanna átti Flóvent Jóhanns-