Leita | Ítarleit | Titlar |
Bók

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940


Höfundur:
Páll Eggert Ólason 1883-1949

Útgefandi:
Hið íslenzka bókmenntafélag, 1948

á leitum.is Textaleit

6 bindi
572 blaðsíður
Skrár
PDF (460,4 KB)
JPG (407,9 KB)
TXT (2,7 KB)

Deila

þú þarft að vera með Adobe Reader Plugin til að skoða þessa síðu.

get Adobe Reader


379
dal, Jónssonar. Fædd að Silfra-
stöðum í Blönduhlíð. Fór hálfs
mánaðar gömul í f óstur að Bólu,
til afa síns og ömmu, þar sem
hún dvaldist nokkur ár, unz afi
hennar lézt, en þá fluttist hún
að Kúskerpi í sömu sveit, en
um fermingaraldur fór hún til
foreldra sinna, er þá bjuggu að
Fremri-Kotum í Norðurárdal.
Dvaldist um tveggja ára skeið
á Laxamýri, S.-Þing., hjá Sig-
urjóni Jóhannessyni. Mjög vel
skáldmælt. Gaf út minningar
sínar og Ijóðmæli, er bar heitið
„Ég vitja þín æska", Ak. 1946.
Átti við vanheilsu að stríða síð-
ari hluta ævi og dvaldist þá
löngum á sjúkrahúsi. Dó á Sauð-
árkróki. Maður hennar (27. des.
1907): Hallur Þorvaldur (f. 29.
ág. 1875, d. 1. ág. 1909) Jóns-
son síðast á Vöglum í Blönduhlíð,
Þorvaldssonar. Sonur þeirra:
Jón, hefur lengi átt heima á
Silfrastöðum. (Æviminningabók
Menningar- og minningarsjóðs
kvenna II; Skagf. æviskrár II).
Óskar (Georg) Halldórsson
(17. júní 1893-15. marz 1953).
Útgerðarm. Foreldrar: Halldór
Guðbjarnarson form. á Akranesi
og kona hans Guðný Jónsdóttir
Ottesens í Rúfeyjum, Jónssonar
Ottesens (Oddssonar). (Hún var
brautryðjandi í fræsölu (bæði
rófna og blóma) hér á landi.)
Fluttist með foreldrum sínum
til Rvíkur 1903. Búfræð-
ingur frá Hvanneyri 1910.
Dvaldist í Danmörku 1911-13
við jarðyrkjustörf og einn vetur
á lýðháskóla. Var árin 1913 og
1914viðgarðyrkjustörf á Reykj-
um í Mosfellssveit, mun hafa
fyrstur manna hér á landi rækt-
að tómata við hverahita. Var
plægingamaður hjá Búnaðar-
sambandi Kjalarnesþings vorið
1915; keypti hross til útflutn-
ings víða á Suðurlandi um sum-
arið. Hóf 1916 lifrarbræðslu í
Herdísarvík og stundaði það
starf víðar, flutti sig til með
tæki sín. Byrjaði lýsisbræðslu
á Siglufirði 1919 og keypti þar
lóð. Hóf síldarsöltun í stórum
stíl 1919 og gerðist einhver um-
svifamesti síldarútvegsmaður á
landinu og var það lengi, hafði
bækistöðvar víða um land, reisti
síðast síldarstöð á Raufarhöfn
á árunum 1950—52, gerði einn-
ig út á þorsk. Hann hafði for-
ustu í að gera grálúðu að verð-
mætri útflutningsvöru. Gerðist
ævifélagi í Fiskifélagi íslands
1925, flutti þá tillögu um að
ríkið léti reisa síldarverksmiðju,
sem það síðan ræki og keypti
síldina af útvegsmönnum, en
hafði árið áður skrifað blaða-
grein um sama efni. Hann var
kosinn í nefnd til að vinna að
framgangi málsins. Vann hann
þar merkilegt brautryðjanda-
starf. Einn nefndarmanna flutti
málið á alþingi 1927 með þeim
árangri að verksmiðjan hóf
starfsemi 1930. Óskar keypti að
heimstyrjöldinni seinni lokinni
14 stór steinker og nokkur
minni frá innrásinni í Nor-
mandí. Voru mörg þeirra notuð
við gerð hafnarmannvirkja hér
á landi, svo sem í Keflavik,