loading/hleð
(9) Blaðsíða 5 (9) Blaðsíða 5
byrjar i gegnum margar hrellingar aii ganga inn í guðs ríki; hjer ljet hann líka mátt sinn fullkomnast í og með þjer, tii að bera með háleitum sálarkjark, stöðuglyndi og þrautgóðri von f>að, sem honum þóknaðist á þig að leggja, svo að reynsla trúarþinnar yrði dýrmætari, en raun gullsins. Já, vel oghetju- lega barðist þú í hinni síðustu ströngu og löngu or- ustu lífsins, en þú stóðst ekki heidur einn uppi; því trúar - og vonar - sjón þin liorfði stöðugt til hans, sem lofaði að vera með sinum allt til enda veraldar, til hans, sem fullkomið bana-orð bar aí konungi skelf- ingarinnar, og leiddi í Ijós lífið og ódauðlegleikann. 3>að Ieit svo út, sem kraptur eptirkomandi aldar og öíl hins eilifa lifsins hreifðu sjer með því meiri dáð í þinni þrekmiklu sálu, því þyngra sem þjáning- arnar lögðust á ytra manninn og veiktu hann, og nú gefst þjer Iíka undir — sú er ósk og von vor vina þinna — að undir taka með postulanum: „Jeg hef góðri baráttu barizt, skeiðið hlaupið, trúnni hald- ið, en nú gefur mjer endurlausnari minn, sem jeg sampíndist með, kórónu rjettlætisins"; og vjer ást- vinir þínir lofum líka og vegsömum miskunsemd- anna föður, sem hefur þjer sigurinn gefið fyrir Jes- úm Krist. Vjer þráum þig að sönnu og söknum þín, en samfögnum þó heill þinni, af því vjer elsk- um þig; afhjarta óskum vjer þjertil blessunar með umskiptin, undir eins og vjer þökkum þjer fyrir það, hvilikan sóma - og dugnaðar - mann þú vottaðir þig í voru fjelagi; fyrir það, hvað skyldurækinn, vandaður og alúðarrikur þú varst í þeirri köllun, sem þú varst kallaður i. Vjer geymum og blessum nafn þitt, sálaði vinur vor, Guðni Hallgrímsson! með þakklátri endurminningu í hjörtum vorum, hvar hún mun lifa, meðan þau bærast í brjóstuin oss. En einkum er það þó hin harmþrungna ekkja og hinn


Ræður fluttar við útför Guðna Hallgrímssonar sáttanefndarmanns og hreppstjóra.

Höfundur
Ár
1849
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Ræður fluttar við útför Guðna Hallgrímssonar sáttanefndarmanns og hreppstjóra.
http://baekur.is/bok/48223fbe-dc4a-46af-86ed-b833f0dd06ff

Tengja á þessa síðu: (9) Blaðsíða 5
http://baekur.is/bok/48223fbe-dc4a-46af-86ed-b833f0dd06ff/0/9

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.