loading/hleð
(12) Blaðsíða 8 (12) Blaðsíða 8
8 hjartað, ekki þerrað tárin af augum oss, ekki sef- að þann harm, er innra býr, heldur láta oss jafnvel enn fremur finna til þess, hve vanmáttugir vér er- um og sjálfum oss ónógir. En sú trú: alt hvað guð gjörir er vísdómsfullt og gott, hún hjálpar oss ekki einúngis til þess í auðmykt að þegja, heldur líka í trú öruggri að upphelja höfuð vor, hún send- ir birtu í þá sálu, er áður var hulin sorgardimmu, hún hughressir það hugskot, er áður var af sorg sundurkramið, hún græðir hjartans sár og breitir lik- saung í helgan einglahljóm, er veitir þeim sorg- mædda forsmekk eilífrar gleði. 3Iaður á bezta aldri er hér til hvíldar geinginn. Við byrjun þessa árs vórum vér samansafnaðir í þeimsömu híbýlum livaðan vér nú komum, fylgðum þaðan líki úngmennis til ens siðasta hvíldarstaðar; og sjá, vart mánuður er síðan liðinn og dauðinn hefur aptur brugðið þar sinu bitra sverði, og einn af þeim, sem þá heill og hraustur fylgði liki félaga sins örendu til grafar, liggur uú kaldur nár innan þessara fjala. Ó, þegar hart næturfrost lætur þau úngu blóm, sem vorilurinn framleiðt hafði úr jarð- arinnar skauti, lúta höfðum, þegar stormurinn rífur upp með rótum þáúngu eik, sem stóð í bezta blóma, þá litum vér með hrigð til þessara sorglegu at- burða. En hversu miklu fremur munum vér þó ekki gjöra það, þegar vér sjáum fagurt æsku lif skyndi- lega að útkulna, æskunnar fagra yfirlit að fölna, ljós augnanna að slokkna, og þann, sem nýlega stóð í bezta blóma, að hníga í dauðans djúp. Með sárri hrigð stöndum vér við slíks manns gröf, og varir vorar titra er þær mæla: líf mannsins er sem gras- ið, eins og blómstrið á vellinum blómgast liann; þegar vindurinn fer þar yfir, er það ei framar til, og þess staður sjest ei meir. Og er sálin þá sorg-


Ræður haldnar við útför skólapilts Friðriks Bjarnasonar Thorarensen.

Höfundur
Ár
1848
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
24


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Ræður haldnar við útför skólapilts Friðriks Bjarnasonar Thorarensen.
http://baekur.is/bok/e602684f-fdef-4a7b-a605-f4d753deedfa

Tengja á þessa síðu: (12) Blaðsíða 8
http://baekur.is/bok/e602684f-fdef-4a7b-a605-f4d753deedfa/0/12

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.