loading/hle�
(18) Blaðsíða 14 (18) Blaðsíða 14
14 I. Saknaðarstef skólapilta við lát Friðriks Bjarnasonar. 1. Flýgur óðfluga forlaga - ör hlífir ei lífi hárra né smárra; voldugra úr veldi víkur ríku, býr börnum hýrum bráðan dauða. 2. Heyrið þér meira! hraustan, traustan, úngan hvern dreingja ósvífin þrífur; gagnar ei magn guma nje fimi, hrökkva horskir rekkar, lirynur fjöld vina. 3. Hvassa ör hvessir höldum spillir alda, eyða hyggst og deyða, alla láta falla Hvessi örvar hvassar höldum spillir alda! deyðir eigi dauði djarfan lífsarfa. 4. Hvað ertu dauði? Deyjanda æ, helstunur hölda, harmatár barma, endurlausn andar, unnusti kistu, heimvon himinbarns, hljómur guðs dóma. 5. Héðan er Friðrik heim til ljóss - geima borinn úr vorum barma sinna örmum. Grátum ei látinn góðan bróður! sjá hann vér fáum hjá sólkonúngs - stóli. 6. Andinn því án enda, ofar jörðu lifir um aldir guðs alvalda á armi, hvorfinn liarmi; hlýtur laun, er heitin hjúum eru trúum, nýtur dygða nota náðum í á hæðum.


Ræður haldnar við útför skólapilts Friðriks Bjarnasonar Thorarensen.

Höfundur
Ár
1848
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
24