loading/hle�
(8) Blaðsíða 4 (8) Blaðsíða 4
4 kristilega hugsan er svo rik, aö hún innibindur í sér allt, sem huggað getur; allt, sem getur sætt oss við burtköllunina. Eða mundi nokkur þora að segja við barnið, eða vilja segja við það: vertu hjá oss leingur, oss til yndis, ánægju, gleði og uppbyggíng- ar! mundi nokkur vilja segja: vertu! þegar faðirinn í himninum segir, komdu! Og hvilikur erþá sá fað- ir, sem hér liefur kallað ? það er sá faðir, af hverj- jum allt faðerni er bæði á himni og á jörðu. 3?að er sá faðir, sem er föðurkærleikans höfundur, föð- urkærleikans skapari, sá faðir sem sjálfur elskar oss í vorum feðrum; sem sjálfur er hið elskanda afl í sinni inndælustu fegurð—í einu orði: guð er kær- leikurinn. Mundi þá sá faðir ekki elska, erföður- kærleikann plantað hefur? Nú kennir trú vor, að þessi fööurkærleiki hins himneska foðurs láti sig því betur í ljósi, sem börnin eru betri. J>ó er það ekki þannig að skilja, að það sé nokkurskonar verðskuldan frá barnsins síðu, eða aö barnið verði fyrri til, eða elski að fyrra bragði; því það er eitt af því, sem skilur nýa testamentið frá gamla testa- mentinu, eða þá kristnu trú frá gyðínga trúnni, að sú kristna trú kennir, að allur kærleiki guðs sé náð, en eingin verðskuldan, að maðurinn hafi ekkert, nema það, sem hann hefur þegið; að það sésjálfur andi guðs, sem verkar allt hið góða í manninum, og að andinn útbýti náðargáfunum eins og hann vill. Jað er því guðsverðugleikinn, en ekki mannsverð- ugleikinn, sem kallar eptir vegsemd af guði og mönnum. En hvernig var þá þetta barn á sig komið, er vér hér um tölum? hvernig hefur himnafaðirinn útbúið það ? allir í þessu húsi munu vera einnar meiníngar um, að það hafi verið sannarlegt guðs barn, í þeim háleita skilníngi, sem ritníngin kallar guðs börn. Jað bar mörg merki þess, að guð hafði


Ræður haldnar við útför skólapilts Friðriks Bjarnasonar Thorarensen.

Höfundur
Ár
1848
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
24