loading/hleð
(28) Blaðsíða 24 (28) Blaðsíða 24
24 — Já allt hvað guð gjörir er vel gjört, ]>að viljum vjer allir, sem hjer erum viðstaddir, láta oss sagt vera. Er ekki allt, sem skeður, ætlað oss öllum til lærdóms, til viðvörunar? Hverjum til handa blómgast blómið á vellinum? hverjum til handa sveimar fiskurinn í sjónum og fuglinn í loptinu? hverjum til handa lætur hauður og haf auðlegð sina í tje? þjer, ó maður! gaf guð jörðina, en hann gaf þjer hana til þess, að hún skyldi vera þjer reynslu skóli, rcynslu stand, þú átt að vinna hjer það, sem annarsheims fái þjerað haldi komið, þú áttað starfa fyrir eilifðina. Mikið og dýrðlegt er það pund, sem guð gaf þjer; en strangur er líka sá dómur, er þín bíður, sá reikningsskapur, er guð heimtar. Og þetta er víst, hitt óvíst, nær þetta muni verða. Ó! látum oss þvi ávallt vaka og biðja, ávallt viðbúna vera, þar vjer ekkert vitum fiær kallið kemur; láturn oss, á hverjum aldri sem vjer erum, hver sem vor staða er, hver vor kjör, nota þá tíð, sein guð gefur oss; hver sem hjer ríkuglega sáir, liann getur á síðan vænt ríkuglegrar uppskeru. Og svo er það þá huggun vor allra, að allt, hvað guð gjörir, sje vel gjört, og vjer felum ossallirmeð lífi ogsálu í hansmildu föðurhönd; svo að hvort sein vjer lifum, þá lifum vjer drottni, eða vjer deyjum, þá deyjum vjer drottni,


Ræður haldnar við útför skólapilts Jóns Jónssonar.

Höfundur
Ár
1854
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
40


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Ræður haldnar við útför skólapilts Jóns Jónssonar.
http://baekur.is/bok/88cd278d-b3d7-4f1b-9fa6-5d256cbccc62

Tengja á þessa síðu: (28) Blaðsíða 24
http://baekur.is/bok/88cd278d-b3d7-4f1b-9fa6-5d256cbccc62/0/28

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.