loading/hleð
(205) Page 173 (205) Page 173
hafi þeir aldrei kennt óþæginda við umskiptin. Eitt var það meðal annars, sem olli því að ýmsir norðanmanna áttu erfitt með að sam- lagast Reykjavíkurskóla. Eigi var örgrannt um að við fengjum að heyra og finna fyrir því, að við værum meira fákunnandi og ver undir framhaldsnám búnir en bekkjarsystkini okk- ar að sunnan, og að Akureyrarskóli væri engan veginn jafnoki hins gamla mennta- skóla í Reykjavík. Um kunnáttu okkar og undirbúning er það mála sannast, að þar var sitt á hvað í námsgreinum. Sums staðar voru sunnanmenn betur í stakk búnir, en í öðrum greinum stóðum við þeim fyllilega á sporði. En svo mikið áttu flestir okkar af norðlensku stolti, að við þoldum illa að við og skóli okkar nyrðra væru settir skör lægra en þeir sunnan- menn og skóli þeirra. Menn geta verið ósam- mála um einstök atriði þess, sem hér er sagt, en enginn, sem nokkur kynni hafði af skól- anum á þessum árum getur með góðri sam- visku neitað því, að á sambandinu voru margir annmarkar, sem ekki urðu burt sniðnir með öðru en því að slíta sambandinu og setja fullkominn menntaskóla á Akureyri. í óprentuðum minningum mínum hefi ég gefið kaflanum um vist mína í Menntaskól- anum í Reykjavík heitið: Kalinn á hjarta þaðan slapp ég. Betur get ég ekki lýst áhrifum hans í fáum orðum. Og ég get sagt líkt og sr. Gunnar, að aldrei hefir mér leiðst á ævinni, nema veturinn minn í Menntaskólanum, og það var skólans sök öllu fremur. Engum manni munu þó hafa verið eins ljósir annmarkarnir á sambandi skólanna og Stefáni skólameistara. Hann fylgdist náið með ferli nemenda þeirra, er suður fóru og átti bréfaskipti við marga þeirra. Fagnaði af hjarta þegar vel gekk en varð sár og vonsvik- inn ef eitthvað fór úrskeiðis. í skólaskýrslu 1912-’13 (bls. 48) segir hann frá því að norðanmenn í Reykjavíkurskóla hafi stofnað Félag norðlenskra gagnfræðinga, og hafi það haldið uppi bréfaskiptum við skólafélagið nyrðra og tekið sér fyrir hendur að semja sögu skólans eftir 1906. „Er það ósvikinn vottur um ræktarsemi þeirra við stofnunina. í þeim jarðvegi, sem kærleikurinn vermir og ræktarsemin hlúir að, hlýtur eitt- hvað gott að þróast og bera margfaldan ávöxt“. Ekki virðist félag þetta hafa orðið langlíft eða athafnasamt því að í skólaskýrslunni 1913-’ 14 segir að farið sé að dofna yfir fé- lagsskapnum og harmar Stefán það og segir svo: „Hefði það óneitanlega verið drengi- legra, lýst meiri mannrænu og göfugum metnaði að reyna að hafa áhrif á skólalífið syðra og standa eigi að baki þeim bestu, sem fyrir voru, heldur en láta undan síga og skipa sér í flokk hinna lakari“. (Sksk. 1913-’14 52). í sömu ræðu minnist Stefán á orðróm, „að nemendum héðan hefur verið borið á brýn, að þeir væru valdir að óreglu í Menntaskól- anum og skólanum hér kennt um. Ég læt með öllu ósagt, hver hæfa er fyrir þessu. En sárnað hefur mér að heyra slíkt borið á lærisveina mína, sem ég vissi, að voru hinir mestu reglumenn, þegar þeir fóru héðan og vildu ekki vamm sitt vita“. (Sksk. 1913-’14 57). Og enn kemur hann að sama efni er hann ávarpar gagnfræðinga í skólaslitaræðu 1915 og einkum þó þá, er hugðu á suðurferð: „Ég treysti því, að þið munið eigi síður en þeir, sem héðan fóru suður í fyrra reyna að hnekkja þeim óhróðri og gjöra hann að engu, sem einstakir menn reyndu að bera út um norðanpilta syðra og sem reyndist á litlum rökum byggður þegar við honum var hreyft.“ (Sksk. 1914-’15 53). Ekki hvarflar að mér að bera það af norð- anmönnum, að einhverjir þeirra hafi gerst óreglusamir meira en góðu hófi gegndi, er suður kom. Drykkjuskapur var drjúgum meiri í skólanum syðra en nyrðra, og þegar leiðindin settust að, var ekki óeðlilegt, að sumum yrði gripið til hins gamla ráðs að drekka til að deyfa leiðindin. Víkur Stefán Jóhann raunar að þessu í minningum sínum. En það sýnir best hug Reykvíkinga til norð- lenska skólans, að dreift skyldi út að óregla í Menntaskólanum væri að verulegu leyti sök norðanmanna. Ekki er kunnugt, hver kom slíkum orðrómi á kreik, en ekki þætti mér ósennilegt, að hann væri upp kominn innan veggja Menntaskólans. Reynsla Stefáns skólameistara af sam- bandinu milli skólanna kemur skýrast fram í bréfi, sem hann skrifaði dr. Valtý Guð- mundssyni 24. nóv. 1916 (Lbs. 3703 4to) en þar segir svo m.a.: „Er mjög hugsi um framtíð skólans með þeirri skipan, sem á er. Sérstaklega er sambandið milli skólanna orðið mér þyrnir í augum, sem ég þó einu sinni keppti eftir, en reynslan hefur sýnt mér, að það getur ekki og má ekki haldast til frambúðar, það er aðeins spor í áttina til að fá upp fullkominn skóla fyrir Norðurland. Nýjan „Hóla- skóla“ í stað þess, sem frá okkur var tekinn, jafnfull- kominn og réttháan Reykjavíkurskóla og samhliða hon- um að öllu leyti eins og Hólaskóli var Skálholtsskóla, nema margfalt betri og heilbrigðari en skólann syðra, sem fyrir löngu er gegnsýrður orðinn af hinum allra hættulegustu og hvimleiðustu andlegu skólasjúkdómum. Hér hafa þær aldrei náð sér niðri, sóttkveikjurnar hafa ekki þrifist hér í birtunni og hreinviðrinu, sem verið hefur
(1) Front Board
(2) Front Board
(3) Front Flyleaf
(4) Front Flyleaf
(5) Front Flyleaf
(6) Front Flyleaf
(7) Front Flyleaf
(8) Front Flyleaf
(9) Page I
(10) Page II
(11) Page III
(12) Page IV
(13) Page V
(14) Page VI
(15) Page VII
(16) Page VIII
(17) Page IX
(18) Page X
(19) Page XI
(20) Page XII
(21) Page XIII
(22) Page XIV
(23) Page XV
(24) Page XVI
(25) Page XVII
(26) Page XVIII
(27) Page XIX
(28) Page XX
(29) Page XXI
(30) Page XXII
(31) Page XXIII
(32) Page XXIV
(33) Page 1
(34) Page 2
(35) Page 3
(36) Page 4
(37) Page 5
(38) Page 6
(39) Page 7
(40) Page 8
(41) Page 9
(42) Page 10
(43) Page 11
(44) Page 12
(45) Page 13
(46) Page 14
(47) Page 15
(48) Page 16
(49) Page 17
(50) Page 18
(51) Page 19
(52) Page 20
(53) Page 21
(54) Page 22
(55) Page 23
(56) Page 24
(57) Page 25
(58) Page 26
(59) Page 27
(60) Page 28
(61) Page 29
(62) Page 30
(63) Page 31
(64) Page 32
(65) Page 33
(66) Page 34
(67) Page 35
(68) Page 36
(69) Page 37
(70) Page 38
(71) Page 39
(72) Page 40
(73) Page 41
(74) Page 42
(75) Page 43
(76) Page 44
(77) Page 45
(78) Page 46
(79) Page 47
(80) Page 48
(81) Page 49
(82) Page 50
(83) Page 51
(84) Page 52
(85) Page 53
(86) Page 54
(87) Page 55
(88) Page 56
(89) Page 57
(90) Page 58
(91) Page 59
(92) Page 60
(93) Page 61
(94) Page 62
(95) Page 63
(96) Page 64
(97) Page 65
(98) Page 66
(99) Page 67
(100) Page 68
(101) Page 69
(102) Page 70
(103) Page 71
(104) Page 72
(105) Page 73
(106) Page 74
(107) Page 75
(108) Page 76
(109) Page 77
(110) Page 78
(111) Page 79
(112) Page 80
(113) Page 81
(114) Page 82
(115) Page 83
(116) Page 84
(117) Page 85
(118) Page 86
(119) Page 87
(120) Page 88
(121) Page 89
(122) Page 90
(123) Page 91
(124) Page 92
(125) Page 93
(126) Page 94
(127) Page 95
(128) Page 96
(129) Page 97
(130) Page 98
(131) Page 99
(132) Page 100
(133) Page 101
(134) Page 102
(135) Page 103
(136) Page 104
(137) Page 105
(138) Page 106
(139) Page 107
(140) Page 108
(141) Page 109
(142) Page 110
(143) Page 111
(144) Page 112
(145) Page 113
(146) Page 114
(147) Page 115
(148) Page 116
(149) Page 117
(150) Page 118
(151) Page 119
(152) Page 120
(153) Page 121
(154) Page 122
(155) Page 123
(156) Page 124
(157) Page 125
(158) Page 126
(159) Page 127
(160) Page 128
(161) Page 129
(162) Page 130
(163) Page 131
(164) Page 132
(165) Page 133
(166) Page 134
(167) Page 135
(168) Page 136
(169) Page 137
(170) Page 138
(171) Page 139
(172) Page 140
(173) Page 141
(174) Page 142
(175) Page 143
(176) Page 144
(177) Page 145
(178) Page 146
(179) Page 147
(180) Page 148
(181) Page 149
(182) Page 150
(183) Page 151
(184) Page 152
(185) Page 153
(186) Page 154
(187) Page 155
(188) Page 156
(189) Page 157
(190) Page 158
(191) Page 159
(192) Page 160
(193) Page 161
(194) Page 162
(195) Page 163
(196) Page 164
(197) Page 165
(198) Page 166
(199) Page 167
(200) Page 168
(201) Page 169
(202) Page 170
(203) Page 171
(204) Page 172
(205) Page 173
(206) Page 174
(207) Page 175
(208) Page 176
(209) Page 177
(210) Page 178
(211) Page 179
(212) Page 180
(213) Page 181
(214) Page 182
(215) Page 183
(216) Page 184
(217) Page 185
(218) Page 186
(219) Page 187
(220) Page 188
(221) Page 189
(222) Page 190
(223) Page 191
(224) Page 192
(225) Page 193
(226) Page 194
(227) Page 195
(228) Page 196
(229) Page 197
(230) Page 198
(231) Page 199
(232) Page 200
(233) Page 201
(234) Page 202
(235) Page 203
(236) Page 204
(237) Page 205
(238) Page 206
(239) Page 207
(240) Page 208
(241) Page 209
(242) Page 210
(243) Page 211
(244) Page 212
(245) Page 213
(246) Page 214
(247) Page 215
(248) Page 216
(249) Page 217
(250) Page 218
(251) Page 219
(252) Page 220
(253) Page 221
(254) Page 222
(255) Page 223
(256) Page 224
(257) Page 225
(258) Page 226
(259) Page 227
(260) Page 228
(261) Page 229
(262) Page 230
(263) Page 231
(264) Page 232
(265) Page 233
(266) Page 234
(267) Page 235
(268) Page 236
(269) Page 237
(270) Page 238
(271) Page 239
(272) Page 240
(273) Page 241
(274) Page 242
(275) Page 243
(276) Page 244
(277) Page 245
(278) Page 246
(279) Page 247
(280) Page 248
(281) Page 249
(282) Page 250
(283) Page 251
(284) Page 252
(285) Page 253
(286) Page 254
(287) Page 255
(288) Page 256
(289) Page 257
(290) Page 258
(291) Page 259
(292) Page 260
(293) Page 261
(294) Page 262
(295) Page 263
(296) Page 264
(297) Page 265
(298) Page 266
(299) Page 267
(300) Page 268
(301) Page 269
(302) Page 270
(303) Page 271
(304) Page 272
(305) Page 273
(306) Page 274
(307) Page 275
(308) Page 276
(309) Page 277
(310) Page 278
(311) Page 279
(312) Page 280
(313) Page 281
(314) Page 282
(315) Page 283
(316) Page 284
(317) Page 285
(318) Page 286
(319) Page 287
(320) Page 288
(321) Page 289
(322) Page 290
(323) Page 291
(324) Page 292
(325) Page 293
(326) Page 294
(327) Page 295
(328) Page 296
(329) Page 297
(330) Page 298
(331) Page 299
(332) Page 300
(333) Page 301
(334) Page 302
(335) Page 303
(336) Page 304
(337) Page 305
(338) Page 306
(339) Page 307
(340) Page 308
(341) Page 309
(342) Page 310
(343) Page 311
(344) Page 312
(345) Page 313
(346) Page 314
(347) Page 315
(348) Page 316
(349) Page 317
(350) Page 318
(351) Page 319
(352) Page 320
(353) Page 321
(354) Page 322
(355) Page 323
(356) Page 324
(357) Page 325
(358) Page 326
(359) Page 327
(360) Page 328
(361) Rear Flyleaf
(362) Rear Flyleaf
(363) Rear Flyleaf
(364) Rear Flyleaf
(365) Rear Flyleaf
(366) Rear Flyleaf
(367) Rear Board
(368) Rear Board
(369) Spine
(370) Fore Edge
(371) Scale
(372) Color Palette


Saga Menntaskólans á Akureyri 1880-1980

Year
1981
Language
Icelandic
Volumes
3
Pages
988


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Saga Menntaskólans á Akureyri 1880-1980
http://baekur.is/bok/6aa4ac41-7c68-4c20-8c93-380d02b91cff

Link to this volume: 1. b.
http://baekur.is/bok/6aa4ac41-7c68-4c20-8c93-380d02b91cff/1

Link to this page: (205) Page 173
http://baekur.is/bok/6aa4ac41-7c68-4c20-8c93-380d02b91cff/1/205

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.