loading/hle�
(275) Blaðsíða 243 (275) Blaðsíða 243
í sambandi við sönginn mætti minnast þess, að séra Matthías, sem löngum var dag- legur gestur í skólanum færði skólanum að gjöf bæði Skólasetningarljóð og Skólakveðju. Voru þau ætíð sungin við þær athafnir í tíð Stefáns, en eftir að ljóð Davíðs Stefánssonar, Undir skólans menntamerki, kom til sögunn- ar voru þau gerð útlæg, og deildu því örlögum við morgunsönginn. Af frásögnum nemenda virðist auðráðið, að Stefán stjórnaði skólanum án þess, að nemendur fyndu til þess. Það eitt að vita af vökulli návist hans var nóg. Áminningar hans voru stuttorðar en hittu í mark, enda stundum blandnar háði. Hafa ýmsir nemendur hans fundið honum hæðnina til foráttu. Má það rétt vera. En skyldi hann ekki oft hafa hugsað líkt og Hannes Hafstein, „að það er einasta óskaráðið til útrýmingar á þrældómsarf.“ Um kennslu Stefáns þarf ekki að fara mörgum orðum hér, þar eru allir dómar, og þeir eru margir, einróma. Kennsla hans var snilld, fór þar saman skýrleiki hugsunar, brennandi áhugi, víðtæk þekking og leiftr- andi gamansemi. Stefán Jóh. Stefánsson, síð- ar forsætisráðherra, lýsir kennslustundum hans svo: „Kennsla hans var lifandi, fjörug og sérstaklega að- laðandi. Hann var í mínum augum kennari af guðs náð. Þegar hann birtist í bekknum, glæsilegur og aðsópsmikill, alltaf klæddur „diplómat" eða „jacket'1, með tinnusvart yfirvararskegg og hökutopp, snyrtilegur í framgöngu, höfðinglegur í fasi, þá var eins og gustur færi um bekk- inn, hver nemandi fór á sinn stað og beið með eftirvænt- ingu kennslustundarinnar. Svo hóf skólameistari mál sitt. Hann útskýrði með mælsku og meitluðu orðfæri, spurði og sagði frá, gat verið glettinn, stundum jafnvel háðskur, svo að sumum fannst um of. En það var ekki hægt annað en taka eftir í tímum hans. Hann hélt nemendum hug- föngnum I kennslustundum sínum". (Minningar I„ 70-71). Um stjórnsemi hans segir á sama stað: „Þó að skólameistari væri stjórnsamur og að sumu leyti strangur, þá skorti hann hvorki umburðarlyndi né skilning á högum nemenda. Þess vegna dáðum við hann og litum upp til hans“. Hulda Á. Stefánsdóttir getur föður síns og skipta hans við skólann á eftirfarandi hátt: „Faðir minn var oft veikur, og stundum sárþjáður, var mér það mikil raun, því að mér þótti ákaflega vænt um hann. Fannst hann sérstakur persónuleiki og enginn jafnast á við hann í mínum augum. Hann var áhuga- maður um allt, er varðaði hag lands og þjóðar. Skólinn var honum afar hjartfólginn, skólinn átti hann, ef svo mætti segja. Stundum hefir heyrst, að nemendum hafi þótt hann um of sentimental, sbr. ummæli Jóns Eyþórs- sonar í minningum sínum um skólann. En var það furða? Hann gekk aldrei heill til skógar um langt árabil. En áhugi hans fyrir frelsi og farsæld síns lands var brenn- andi, og verkefnin blöstu hvarvetna við. Þegar mest reið á, var oft kippt undan honum fótunum, þá hafði hann ekki viðþol. Og horfa svo fram á deyfðina, athafnaleysið, fátæktina og kröggur allar, var honum óbærilegt. Vorið 1915 skrifaði hann til allra hreppsnefnda á landinu og varaði þá við fóðurskorti og felli. Honum fannst það ófyrirgefanlegur skrælingjaháttur að fella búpening úr hor“. Þetta er vissulega einsdæmi í skólasögu lands vors, að skólastjóri hafi borið slíka um- hyggju fyrir landi og þjóð, en sýnir betur en flest annað, að Stefán lét sér ekkert það óvið- komandi, sem hann vissi að mátti leiða til betra mannlífs. Fleiri vitnisburða er naumast þörf, þeir eru allir svo einróma, að naumast er um annað en orðamun að ræða. Mörgum verður hug- sjónaeldur hans að umtalsefni. Og ef til vill hefir sá eldur orkað sterkast á nemendur hans. Hann var óþreytandi að minna nem- endur sína á ættjörðina og allt, sem væri óunnið landi og lýð til þarfa. En hann flutti ekki mál sitt eingöngu úr ræðustól heldur fléttaði áhugamálin inn í kennsluna með mælsku og andriki hins lifandi kennara. Sá þess lengi staðar, þar sem nemendur hans fóru. Enda þótt árekstar yrðu fáir og engir stórir í skólameistaratíð Stefáns, harla ólíkt og hjá Hjaltalín, átti hann vitanlega sína andstæð- inga innan skólans og utan, og vafalaust hafa ekki allir verið jafnánægðir. En þær raddir heyrðust lítt á yfirborðinu. Ein besta lýsingin á skólastjórn hans hygg ég séu ummæli sr. Gunnars Benediktssonar en hann segir svo: „1 hvívetna fundum við það, að skólameistari vildi ekki í nokkru skerða sjálfstæði okkar. Hann vildi vera okkur ráðgjafi en ekki þvingandi drottinvald. Við heyrðum hann aldrei minnast á það, hver réttur hans væri yfir okkur samkvæmt lögum og reglugerðum. Og árangurinn af veru okkar I skólanum varð m.a. sá, að við bárum í brjósti djúpa virðingu og hlýju til þessarar stofnunar, og við höfðum það á tilfinningunni, að við hefðum henni ósegjanlega mikið að þakka. Hún hafði aukið manndáð okkar og bjartsýni og löngun til að verða miklir menn og góðir. Kennararnir voru vinir okkar, sem höfðu sýnt okkur vináttu og umhyggju en ekki neina valdníðslu". (Verkamaðurinn XIII, árg. 1930, 97. tbl.) Ég naut kennslu og skólastjórnar Stefáns aðeins nokkrar vikur, en nægilega lengi þó til að geta samþykkt þá dóma, sem upp hafa verið kveðnir um skólastarf hans. Og jafnvel þá, þegar kraftar hans voru á þrotum, var eldmóðurinn og fjörið í kennslunni svo, að við gleymdum frímínútunum, og við hlökk- uðum til næstu stundar með honum. Til marks um hug nemenda til Stefáns má geta þess, að þegar hann kom heim af Alþingi var það venja að þeir héldu honum samsæti á Sal og fluttu honum þá ræður og kvæði. Segir
(1) Band
(2) Band
(3) Saurblað
(4) Saurblað
(5) Saurblað
(6) Saurblað
(7) Saurblað
(8) Saurblað
(9) Blaðsíða I
(10) Blaðsíða II
(11) Blaðsíða III
(12) Blaðsíða IV
(13) Blaðsíða V
(14) Blaðsíða VI
(15) Blaðsíða VII
(16) Blaðsíða VIII
(17) Blaðsíða IX
(18) Blaðsíða X
(19) Blaðsíða XI
(20) Blaðsíða XII
(21) Blaðsíða XIII
(22) Blaðsíða XIV
(23) Blaðsíða XV
(24) Blaðsíða XVI
(25) Blaðsíða XVII
(26) Blaðsíða XVIII
(27) Blaðsíða XIX
(28) Blaðsíða XX
(29) Blaðsíða XXI
(30) Blaðsíða XXII
(31) Blaðsíða XXIII
(32) Blaðsíða XXIV
(33) Blaðsíða 1
(34) Blaðsíða 2
(35) Blaðsíða 3
(36) Blaðsíða 4
(37) Blaðsíða 5
(38) Blaðsíða 6
(39) Blaðsíða 7
(40) Blaðsíða 8
(41) Blaðsíða 9
(42) Blaðsíða 10
(43) Blaðsíða 11
(44) Blaðsíða 12
(45) Blaðsíða 13
(46) Blaðsíða 14
(47) Blaðsíða 15
(48) Blaðsíða 16
(49) Blaðsíða 17
(50) Blaðsíða 18
(51) Blaðsíða 19
(52) Blaðsíða 20
(53) Blaðsíða 21
(54) Blaðsíða 22
(55) Blaðsíða 23
(56) Blaðsíða 24
(57) Blaðsíða 25
(58) Blaðsíða 26
(59) Blaðsíða 27
(60) Blaðsíða 28
(61) Blaðsíða 29
(62) Blaðsíða 30
(63) Blaðsíða 31
(64) Blaðsíða 32
(65) Blaðsíða 33
(66) Blaðsíða 34
(67) Blaðsíða 35
(68) Blaðsíða 36
(69) Blaðsíða 37
(70) Blaðsíða 38
(71) Blaðsíða 39
(72) Blaðsíða 40
(73) Blaðsíða 41
(74) Blaðsíða 42
(75) Blaðsíða 43
(76) Blaðsíða 44
(77) Blaðsíða 45
(78) Blaðsíða 46
(79) Blaðsíða 47
(80) Blaðsíða 48
(81) Blaðsíða 49
(82) Blaðsíða 50
(83) Blaðsíða 51
(84) Blaðsíða 52
(85) Blaðsíða 53
(86) Blaðsíða 54
(87) Blaðsíða 55
(88) Blaðsíða 56
(89) Blaðsíða 57
(90) Blaðsíða 58
(91) Blaðsíða 59
(92) Blaðsíða 60
(93) Blaðsíða 61
(94) Blaðsíða 62
(95) Blaðsíða 63
(96) Blaðsíða 64
(97) Blaðsíða 65
(98) Blaðsíða 66
(99) Blaðsíða 67
(100) Blaðsíða 68
(101) Blaðsíða 69
(102) Blaðsíða 70
(103) Blaðsíða 71
(104) Blaðsíða 72
(105) Blaðsíða 73
(106) Blaðsíða 74
(107) Blaðsíða 75
(108) Blaðsíða 76
(109) Blaðsíða 77
(110) Blaðsíða 78
(111) Blaðsíða 79
(112) Blaðsíða 80
(113) Blaðsíða 81
(114) Blaðsíða 82
(115) Blaðsíða 83
(116) Blaðsíða 84
(117) Blaðsíða 85
(118) Blaðsíða 86
(119) Blaðsíða 87
(120) Blaðsíða 88
(121) Blaðsíða 89
(122) Blaðsíða 90
(123) Blaðsíða 91
(124) Blaðsíða 92
(125) Blaðsíða 93
(126) Blaðsíða 94
(127) Blaðsíða 95
(128) Blaðsíða 96
(129) Blaðsíða 97
(130) Blaðsíða 98
(131) Blaðsíða 99
(132) Blaðsíða 100
(133) Blaðsíða 101
(134) Blaðsíða 102
(135) Blaðsíða 103
(136) Blaðsíða 104
(137) Blaðsíða 105
(138) Blaðsíða 106
(139) Blaðsíða 107
(140) Blaðsíða 108
(141) Blaðsíða 109
(142) Blaðsíða 110
(143) Blaðsíða 111
(144) Blaðsíða 112
(145) Blaðsíða 113
(146) Blaðsíða 114
(147) Blaðsíða 115
(148) Blaðsíða 116
(149) Blaðsíða 117
(150) Blaðsíða 118
(151) Blaðsíða 119
(152) Blaðsíða 120
(153) Blaðsíða 121
(154) Blaðsíða 122
(155) Blaðsíða 123
(156) Blaðsíða 124
(157) Blaðsíða 125
(158) Blaðsíða 126
(159) Blaðsíða 127
(160) Blaðsíða 128
(161) Blaðsíða 129
(162) Blaðsíða 130
(163) Blaðsíða 131
(164) Blaðsíða 132
(165) Blaðsíða 133
(166) Blaðsíða 134
(167) Blaðsíða 135
(168) Blaðsíða 136
(169) Blaðsíða 137
(170) Blaðsíða 138
(171) Blaðsíða 139
(172) Blaðsíða 140
(173) Blaðsíða 141
(174) Blaðsíða 142
(175) Blaðsíða 143
(176) Blaðsíða 144
(177) Blaðsíða 145
(178) Blaðsíða 146
(179) Blaðsíða 147
(180) Blaðsíða 148
(181) Blaðsíða 149
(182) Blaðsíða 150
(183) Blaðsíða 151
(184) Blaðsíða 152
(185) Blaðsíða 153
(186) Blaðsíða 154
(187) Blaðsíða 155
(188) Blaðsíða 156
(189) Blaðsíða 157
(190) Blaðsíða 158
(191) Blaðsíða 159
(192) Blaðsíða 160
(193) Blaðsíða 161
(194) Blaðsíða 162
(195) Blaðsíða 163
(196) Blaðsíða 164
(197) Blaðsíða 165
(198) Blaðsíða 166
(199) Blaðsíða 167
(200) Blaðsíða 168
(201) Blaðsíða 169
(202) Blaðsíða 170
(203) Blaðsíða 171
(204) Blaðsíða 172
(205) Blaðsíða 173
(206) Blaðsíða 174
(207) Blaðsíða 175
(208) Blaðsíða 176
(209) Blaðsíða 177
(210) Blaðsíða 178
(211) Blaðsíða 179
(212) Blaðsíða 180
(213) Blaðsíða 181
(214) Blaðsíða 182
(215) Blaðsíða 183
(216) Blaðsíða 184
(217) Blaðsíða 185
(218) Blaðsíða 186
(219) Blaðsíða 187
(220) Blaðsíða 188
(221) Blaðsíða 189
(222) Blaðsíða 190
(223) Blaðsíða 191
(224) Blaðsíða 192
(225) Blaðsíða 193
(226) Blaðsíða 194
(227) Blaðsíða 195
(228) Blaðsíða 196
(229) Blaðsíða 197
(230) Blaðsíða 198
(231) Blaðsíða 199
(232) Blaðsíða 200
(233) Blaðsíða 201
(234) Blaðsíða 202
(235) Blaðsíða 203
(236) Blaðsíða 204
(237) Blaðsíða 205
(238) Blaðsíða 206
(239) Blaðsíða 207
(240) Blaðsíða 208
(241) Blaðsíða 209
(242) Blaðsíða 210
(243) Blaðsíða 211
(244) Blaðsíða 212
(245) Blaðsíða 213
(246) Blaðsíða 214
(247) Blaðsíða 215
(248) Blaðsíða 216
(249) Blaðsíða 217
(250) Blaðsíða 218
(251) Blaðsíða 219
(252) Blaðsíða 220
(253) Blaðsíða 221
(254) Blaðsíða 222
(255) Blaðsíða 223
(256) Blaðsíða 224
(257) Blaðsíða 225
(258) Blaðsíða 226
(259) Blaðsíða 227
(260) Blaðsíða 228
(261) Blaðsíða 229
(262) Blaðsíða 230
(263) Blaðsíða 231
(264) Blaðsíða 232
(265) Blaðsíða 233
(266) Blaðsíða 234
(267) Blaðsíða 235
(268) Blaðsíða 236
(269) Blaðsíða 237
(270) Blaðsíða 238
(271) Blaðsíða 239
(272) Blaðsíða 240
(273) Blaðsíða 241
(274) Blaðsíða 242
(275) Blaðsíða 243
(276) Blaðsíða 244
(277) Blaðsíða 245
(278) Blaðsíða 246
(279) Blaðsíða 247
(280) Blaðsíða 248
(281) Blaðsíða 249
(282) Blaðsíða 250
(283) Blaðsíða 251
(284) Blaðsíða 252
(285) Blaðsíða 253
(286) Blaðsíða 254
(287) Blaðsíða 255
(288) Blaðsíða 256
(289) Blaðsíða 257
(290) Blaðsíða 258
(291) Blaðsíða 259
(292) Blaðsíða 260
(293) Blaðsíða 261
(294) Blaðsíða 262
(295) Blaðsíða 263
(296) Blaðsíða 264
(297) Blaðsíða 265
(298) Blaðsíða 266
(299) Blaðsíða 267
(300) Blaðsíða 268
(301) Blaðsíða 269
(302) Blaðsíða 270
(303) Blaðsíða 271
(304) Blaðsíða 272
(305) Blaðsíða 273
(306) Blaðsíða 274
(307) Blaðsíða 275
(308) Blaðsíða 276
(309) Blaðsíða 277
(310) Blaðsíða 278
(311) Blaðsíða 279
(312) Blaðsíða 280
(313) Blaðsíða 281
(314) Blaðsíða 282
(315) Blaðsíða 283
(316) Blaðsíða 284
(317) Blaðsíða 285
(318) Blaðsíða 286
(319) Blaðsíða 287
(320) Blaðsíða 288
(321) Blaðsíða 289
(322) Blaðsíða 290
(323) Blaðsíða 291
(324) Blaðsíða 292
(325) Blaðsíða 293
(326) Blaðsíða 294
(327) Blaðsíða 295
(328) Blaðsíða 296
(329) Blaðsíða 297
(330) Blaðsíða 298
(331) Blaðsíða 299
(332) Blaðsíða 300
(333) Blaðsíða 301
(334) Blaðsíða 302
(335) Blaðsíða 303
(336) Blaðsíða 304
(337) Blaðsíða 305
(338) Blaðsíða 306
(339) Blaðsíða 307
(340) Blaðsíða 308
(341) Blaðsíða 309
(342) Blaðsíða 310
(343) Blaðsíða 311
(344) Blaðsíða 312
(345) Blaðsíða 313
(346) Blaðsíða 314
(347) Blaðsíða 315
(348) Blaðsíða 316
(349) Blaðsíða 317
(350) Blaðsíða 318
(351) Blaðsíða 319
(352) Blaðsíða 320
(353) Blaðsíða 321
(354) Blaðsíða 322
(355) Blaðsíða 323
(356) Blaðsíða 324
(357) Blaðsíða 325
(358) Blaðsíða 326
(359) Blaðsíða 327
(360) Blaðsíða 328
(361) Saurblað
(362) Saurblað
(363) Saurblað
(364) Saurblað
(365) Saurblað
(366) Saurblað
(367) Band
(368) Band
(369) Kjölur
(370) Framsnið
(371) Kvarði
(372) Litaspjald