loading/hle�
(38) Blaðsíða 6 (38) Blaðsíða 6
Margir biskupanna, er eftir Guðbrand komu, létu sér og annt um skólana. Einkum er nefndur Brynjólfur biskup Sveinsson, en hann hafði kennt í dönskum latínuskóla (var konrektor í Hróarskelduskóla 1632-1638). Hans er að því getið, að hann tók upp kennslu í heimspeki í Skálholtsskóla. Þeir sem brautskráðust úr latínuskólunum voru orðnir prestsefni. Æðra nám var ekki til í landinu. Þess urðu menn að leita erlendis. Einkum leituðu íslenskir námsmenn til Kaupmannahafnar, en einnig til Þýskalands og jafnvel til Frakklands. Friðrik III hafði stutt að háskólanámi Is- lendinga í Kaupmannahöfn með því að ætla þeim styrk og vist á Garði. Var þetta gert með bréfi konungs frá 23. desember 1579. Frá dögum Kristjáns IV eru og tvenn laga- boð, er varða háskólanám íslenskra náms- manna. Hið fyrra er frá því 1. apríl 1618. Er þar lagt fyrir höfuðsmann að láta biskupana senda að minnsta kosti einn duglegan nem- anda frá hvorum skóla til að stunda nám við Kaupmannahafnarháskóla. Hið síðara laga- boð er frá 11. mars 1633. Er þar svo fyrir mælt, að þeir íslendingar, er nám hafi stund- að í háskólanum í Kaupmannahöfn, skuli ganga fyrir öðrum til embætta þar, ef lifnaður þeirra og framferði sé eigi til fyrirstöðu. Eins og gefur að skilja var menntun manna lengi bundin kristinni uppfræðslu. Páll Egg- ert Ólason telur að í lok 17. aldar hafi dregið úr lestrarkunnáttu manna, enda þótt ekki sé ljóst, hvers vegna það hefur gerst. Er líklegra, að á 17. öld og í upphafi 18. aldar hafi meira borið á vanþekkingu manna í lestri, þegar bækur urðu almennari, og einnig vegna nýrra hugmynda úti í Evrópu um að auka skyldi alþýðumenntun. I bréfi, sem biskuparnir Jón Vídalín og Steinn Jónsson skrifa konungi 1717, segir, að fáir bændur geti lesið og skrif- að, og hafi þetta í för með sér mikla van- þekkingu í kristnum fræðum. Bera þeir sig undan því, að engir barnaskólar séu til í landinu og telja hina mestu nauðsyn á því, að í hverri sýslu sé settur á stofn skóli til þess að fátæk börn læri þar lestur. Skyldu þau vera þar ókeypis, en börnum efnaðra manna var ætlað að kosta nám sitt. Jón biskup Vídalín bauðst til að gefa eignarjörð sína, Drumb- oddsstaði, til skóla í Árnesþingi. Ekki báru tillögur biskupanna nokkurn árangur. Jón biskup Árnason, sem var í embætti 1722 til dauðadags 1743, samdi álitsskjal um fræðslu barna og sendi stjórninni 1736. Segir hann kennslu einungis fara fram í heimahús- um, þar sem foreldrar séu færir til þess, en mörg heimili séu, þar sem enginn sé lesandi. Telur hann brýna nauðsyn bera til að stofna skóla í hverri sýslu, þar sem reisa skyldi hús handa 10 börnum, sem vera skyldu í skólan- um allt árið nema einn mánuð á undan hey- önnum. Foreldrar skyldu leggja börnum sín- um til klæði og rúmföt, en annað skyldi lagt til af bónda þeim, er sæti skólajörðina. Fengi bóndi jörðina afgjaldslausa og skyldi bisk- upstíund og konungstíund renna til skólanna. Kennarar skyldu vera fátækir ölmususveinar, er brautskráðst hefðu úr latínuskólanum, og skyldu þeir kenna lestur, skrift og að skilja fræðin. Þessum tillögum var í engu sinnt, og líkt fór um aðrar tillögur á þessum árum. Það var ekki fyrr en Ludvig Harboe kom til sög- unnar að breyting varð á. Jón Thorchillius (1697 - 5. maí 1759), sonur Þorkels Jónssonar í Innri-Njarðvík og Ljót- unnar Sigurðardóttur í Leirárgörðum Árna- sonar lögmanns Oddssonar biskups Einars- sonar prests og skálds Sigurðssonar í Eydöl- um, varð rektor í Skálholti 1728, en lét af því starfi 1737 vegna ósamkomulags við Jón biskup. Meðal annars deildi Jón Thorchillius á kost og mataræði sveina í Skálholti, eins og fleiri á þessum tíma. Fór hann það ár til Kaupmannahafnar og lagði fyrir stjórnina tillögur um stofnun prestaskóla í Hítardal (og afnám brennivínssölu á íslandi). Að sögn var hann manna best að sér, guðfræðingur frá Kaupmannahafnarháskóla 1721 og stundaði háskólanám í Kiel eitt ár, en var stygglyndur og þunglyndur með köflum. Taldi hann sem betur mundi borgið kirkjustjórn og trúarlífi á Islandi, ef danskir menn eða norskir væru settir í embætti biskupa hér. I Kaupmanna- höfn kynntist Jón mönnum í kirkjustjórnar- ráðinu, og þótt stjórnin yrði ekki við tillögum hans í skólamálum og bindindismálum, tók stjómarráðið íslensk kirkju- og skólamál til rækilegrar íhugunar og hafði Jón Thorchillius með í ráðum. Varð niðurstaðan sú, að sendur skyldi danskur maður til Islands með bisk- upsvaldi og sæti hann á Hólum, eftir fráfall Steins biskups Jónssonar 1739. Varð Ludwig Harboe, sóknarprestur að Kastalakirkju í Kaupmannahöfn, fyrir valinu en honum til aðstoðar var fenginn til ferðarinnar Jón Thorchillius. Lögðu þeir til íslands um mitt sumar 1741. Ferð þeirra félaga vakti miklar deilur með mönnum og bæði öfund og tortryggni, og var þeim illa tekið í fyrstu. En í þessari ferð er í fyrsta skipti gerð úttekt á menntunarstöðu og skólahaldi á íslandi. Skólinn á Hólum var báglega kominn á
(1) Band
(2) Band
(3) Saurblað
(4) Saurblað
(5) Saurblað
(6) Saurblað
(7) Saurblað
(8) Saurblað
(9) Blaðsíða I
(10) Blaðsíða II
(11) Blaðsíða III
(12) Blaðsíða IV
(13) Blaðsíða V
(14) Blaðsíða VI
(15) Blaðsíða VII
(16) Blaðsíða VIII
(17) Blaðsíða IX
(18) Blaðsíða X
(19) Blaðsíða XI
(20) Blaðsíða XII
(21) Blaðsíða XIII
(22) Blaðsíða XIV
(23) Blaðsíða XV
(24) Blaðsíða XVI
(25) Blaðsíða XVII
(26) Blaðsíða XVIII
(27) Blaðsíða XIX
(28) Blaðsíða XX
(29) Blaðsíða XXI
(30) Blaðsíða XXII
(31) Blaðsíða XXIII
(32) Blaðsíða XXIV
(33) Blaðsíða 1
(34) Blaðsíða 2
(35) Blaðsíða 3
(36) Blaðsíða 4
(37) Blaðsíða 5
(38) Blaðsíða 6
(39) Blaðsíða 7
(40) Blaðsíða 8
(41) Blaðsíða 9
(42) Blaðsíða 10
(43) Blaðsíða 11
(44) Blaðsíða 12
(45) Blaðsíða 13
(46) Blaðsíða 14
(47) Blaðsíða 15
(48) Blaðsíða 16
(49) Blaðsíða 17
(50) Blaðsíða 18
(51) Blaðsíða 19
(52) Blaðsíða 20
(53) Blaðsíða 21
(54) Blaðsíða 22
(55) Blaðsíða 23
(56) Blaðsíða 24
(57) Blaðsíða 25
(58) Blaðsíða 26
(59) Blaðsíða 27
(60) Blaðsíða 28
(61) Blaðsíða 29
(62) Blaðsíða 30
(63) Blaðsíða 31
(64) Blaðsíða 32
(65) Blaðsíða 33
(66) Blaðsíða 34
(67) Blaðsíða 35
(68) Blaðsíða 36
(69) Blaðsíða 37
(70) Blaðsíða 38
(71) Blaðsíða 39
(72) Blaðsíða 40
(73) Blaðsíða 41
(74) Blaðsíða 42
(75) Blaðsíða 43
(76) Blaðsíða 44
(77) Blaðsíða 45
(78) Blaðsíða 46
(79) Blaðsíða 47
(80) Blaðsíða 48
(81) Blaðsíða 49
(82) Blaðsíða 50
(83) Blaðsíða 51
(84) Blaðsíða 52
(85) Blaðsíða 53
(86) Blaðsíða 54
(87) Blaðsíða 55
(88) Blaðsíða 56
(89) Blaðsíða 57
(90) Blaðsíða 58
(91) Blaðsíða 59
(92) Blaðsíða 60
(93) Blaðsíða 61
(94) Blaðsíða 62
(95) Blaðsíða 63
(96) Blaðsíða 64
(97) Blaðsíða 65
(98) Blaðsíða 66
(99) Blaðsíða 67
(100) Blaðsíða 68
(101) Blaðsíða 69
(102) Blaðsíða 70
(103) Blaðsíða 71
(104) Blaðsíða 72
(105) Blaðsíða 73
(106) Blaðsíða 74
(107) Blaðsíða 75
(108) Blaðsíða 76
(109) Blaðsíða 77
(110) Blaðsíða 78
(111) Blaðsíða 79
(112) Blaðsíða 80
(113) Blaðsíða 81
(114) Blaðsíða 82
(115) Blaðsíða 83
(116) Blaðsíða 84
(117) Blaðsíða 85
(118) Blaðsíða 86
(119) Blaðsíða 87
(120) Blaðsíða 88
(121) Blaðsíða 89
(122) Blaðsíða 90
(123) Blaðsíða 91
(124) Blaðsíða 92
(125) Blaðsíða 93
(126) Blaðsíða 94
(127) Blaðsíða 95
(128) Blaðsíða 96
(129) Blaðsíða 97
(130) Blaðsíða 98
(131) Blaðsíða 99
(132) Blaðsíða 100
(133) Blaðsíða 101
(134) Blaðsíða 102
(135) Blaðsíða 103
(136) Blaðsíða 104
(137) Blaðsíða 105
(138) Blaðsíða 106
(139) Blaðsíða 107
(140) Blaðsíða 108
(141) Blaðsíða 109
(142) Blaðsíða 110
(143) Blaðsíða 111
(144) Blaðsíða 112
(145) Blaðsíða 113
(146) Blaðsíða 114
(147) Blaðsíða 115
(148) Blaðsíða 116
(149) Blaðsíða 117
(150) Blaðsíða 118
(151) Blaðsíða 119
(152) Blaðsíða 120
(153) Blaðsíða 121
(154) Blaðsíða 122
(155) Blaðsíða 123
(156) Blaðsíða 124
(157) Blaðsíða 125
(158) Blaðsíða 126
(159) Blaðsíða 127
(160) Blaðsíða 128
(161) Blaðsíða 129
(162) Blaðsíða 130
(163) Blaðsíða 131
(164) Blaðsíða 132
(165) Blaðsíða 133
(166) Blaðsíða 134
(167) Blaðsíða 135
(168) Blaðsíða 136
(169) Blaðsíða 137
(170) Blaðsíða 138
(171) Blaðsíða 139
(172) Blaðsíða 140
(173) Blaðsíða 141
(174) Blaðsíða 142
(175) Blaðsíða 143
(176) Blaðsíða 144
(177) Blaðsíða 145
(178) Blaðsíða 146
(179) Blaðsíða 147
(180) Blaðsíða 148
(181) Blaðsíða 149
(182) Blaðsíða 150
(183) Blaðsíða 151
(184) Blaðsíða 152
(185) Blaðsíða 153
(186) Blaðsíða 154
(187) Blaðsíða 155
(188) Blaðsíða 156
(189) Blaðsíða 157
(190) Blaðsíða 158
(191) Blaðsíða 159
(192) Blaðsíða 160
(193) Blaðsíða 161
(194) Blaðsíða 162
(195) Blaðsíða 163
(196) Blaðsíða 164
(197) Blaðsíða 165
(198) Blaðsíða 166
(199) Blaðsíða 167
(200) Blaðsíða 168
(201) Blaðsíða 169
(202) Blaðsíða 170
(203) Blaðsíða 171
(204) Blaðsíða 172
(205) Blaðsíða 173
(206) Blaðsíða 174
(207) Blaðsíða 175
(208) Blaðsíða 176
(209) Blaðsíða 177
(210) Blaðsíða 178
(211) Blaðsíða 179
(212) Blaðsíða 180
(213) Blaðsíða 181
(214) Blaðsíða 182
(215) Blaðsíða 183
(216) Blaðsíða 184
(217) Blaðsíða 185
(218) Blaðsíða 186
(219) Blaðsíða 187
(220) Blaðsíða 188
(221) Blaðsíða 189
(222) Blaðsíða 190
(223) Blaðsíða 191
(224) Blaðsíða 192
(225) Blaðsíða 193
(226) Blaðsíða 194
(227) Blaðsíða 195
(228) Blaðsíða 196
(229) Blaðsíða 197
(230) Blaðsíða 198
(231) Blaðsíða 199
(232) Blaðsíða 200
(233) Blaðsíða 201
(234) Blaðsíða 202
(235) Blaðsíða 203
(236) Blaðsíða 204
(237) Blaðsíða 205
(238) Blaðsíða 206
(239) Blaðsíða 207
(240) Blaðsíða 208
(241) Blaðsíða 209
(242) Blaðsíða 210
(243) Blaðsíða 211
(244) Blaðsíða 212
(245) Blaðsíða 213
(246) Blaðsíða 214
(247) Blaðsíða 215
(248) Blaðsíða 216
(249) Blaðsíða 217
(250) Blaðsíða 218
(251) Blaðsíða 219
(252) Blaðsíða 220
(253) Blaðsíða 221
(254) Blaðsíða 222
(255) Blaðsíða 223
(256) Blaðsíða 224
(257) Blaðsíða 225
(258) Blaðsíða 226
(259) Blaðsíða 227
(260) Blaðsíða 228
(261) Blaðsíða 229
(262) Blaðsíða 230
(263) Blaðsíða 231
(264) Blaðsíða 232
(265) Blaðsíða 233
(266) Blaðsíða 234
(267) Blaðsíða 235
(268) Blaðsíða 236
(269) Blaðsíða 237
(270) Blaðsíða 238
(271) Blaðsíða 239
(272) Blaðsíða 240
(273) Blaðsíða 241
(274) Blaðsíða 242
(275) Blaðsíða 243
(276) Blaðsíða 244
(277) Blaðsíða 245
(278) Blaðsíða 246
(279) Blaðsíða 247
(280) Blaðsíða 248
(281) Blaðsíða 249
(282) Blaðsíða 250
(283) Blaðsíða 251
(284) Blaðsíða 252
(285) Blaðsíða 253
(286) Blaðsíða 254
(287) Blaðsíða 255
(288) Blaðsíða 256
(289) Blaðsíða 257
(290) Blaðsíða 258
(291) Blaðsíða 259
(292) Blaðsíða 260
(293) Blaðsíða 261
(294) Blaðsíða 262
(295) Blaðsíða 263
(296) Blaðsíða 264
(297) Blaðsíða 265
(298) Blaðsíða 266
(299) Blaðsíða 267
(300) Blaðsíða 268
(301) Blaðsíða 269
(302) Blaðsíða 270
(303) Blaðsíða 271
(304) Blaðsíða 272
(305) Blaðsíða 273
(306) Blaðsíða 274
(307) Blaðsíða 275
(308) Blaðsíða 276
(309) Blaðsíða 277
(310) Blaðsíða 278
(311) Blaðsíða 279
(312) Blaðsíða 280
(313) Blaðsíða 281
(314) Blaðsíða 282
(315) Blaðsíða 283
(316) Blaðsíða 284
(317) Blaðsíða 285
(318) Blaðsíða 286
(319) Blaðsíða 287
(320) Blaðsíða 288
(321) Blaðsíða 289
(322) Blaðsíða 290
(323) Blaðsíða 291
(324) Blaðsíða 292
(325) Blaðsíða 293
(326) Blaðsíða 294
(327) Blaðsíða 295
(328) Blaðsíða 296
(329) Blaðsíða 297
(330) Blaðsíða 298
(331) Blaðsíða 299
(332) Blaðsíða 300
(333) Blaðsíða 301
(334) Blaðsíða 302
(335) Blaðsíða 303
(336) Blaðsíða 304
(337) Blaðsíða 305
(338) Blaðsíða 306
(339) Blaðsíða 307
(340) Blaðsíða 308
(341) Blaðsíða 309
(342) Blaðsíða 310
(343) Blaðsíða 311
(344) Blaðsíða 312
(345) Blaðsíða 313
(346) Blaðsíða 314
(347) Blaðsíða 315
(348) Blaðsíða 316
(349) Blaðsíða 317
(350) Blaðsíða 318
(351) Blaðsíða 319
(352) Blaðsíða 320
(353) Blaðsíða 321
(354) Blaðsíða 322
(355) Blaðsíða 323
(356) Blaðsíða 324
(357) Blaðsíða 325
(358) Blaðsíða 326
(359) Blaðsíða 327
(360) Blaðsíða 328
(361) Saurblað
(362) Saurblað
(363) Saurblað
(364) Saurblað
(365) Saurblað
(366) Saurblað
(367) Band
(368) Band
(369) Kjölur
(370) Framsnið
(371) Kvarði
(372) Litaspjald