loading/hleð
(42) Page 10 (42) Page 10
Sumarið 1787 var högum Hólaskóla svo komið, að allur viðbúnaður var til reiðu til að taka við fullri nemendatölu næsta vetur. En lengur naut ekki við forsjár Árna biskups, því að hann andaðist 5. júlí 1787, aðeins 46 ára gamall. Hann var mikill starfsmaður, þrátt fyrir heilsuleysi sitt, og ýmsu góðu kom hann til leiðar þau fáu ár, sem hann sat á biskups- stóli. Naut verka hans og nýmæla við skólann, þar til hann var niður lagður. Þótt úr rættist um skólahald á Hólum eftir Móðuharðindin, var vegur hins forna Hóla- skóla lítill hin síðustu ár. Hinn 12. desember 1799 var skipuð nefnd til að íhuga skólamál og dómsmál á íslandi. Sátu í nefndinni Stefán Þórarinsson, amtmaður á Möðruvöllum, sonur Þórarins á Grund, Magnús Stephensen, dómstjóri og konferensráð í Viðey, Grímur Thorkelín, leyndarskjalavörður í Kaup- mannahöfn, einn glæsilegasti lærdómsmaður íslenskur á ofanverðri 18. öld, og Joakim Christian Vibe amtmaður. (Sjá Sögu íslend- ingaVII 118-119) I skólamálinu klofnaði nefndin í tvennt. Magnús Stephensen og Vibe amtmaður lögðu til að sameina Hólavallarskóla og hinn forna Hólaskóla í einn latínuskóla í Reykjavík, en Stefán amtmaður og Grímur Thorkelín vildu hafa skólana tvo, annan í Reykjavík og hinn á Akureyri. Mun það vera í fyrsta skipti sem opinberlega er um það rætt að setja á stofn lærðan skóla á Akureyri. Hagsýni og sparsemi í anda raunsæis og upplýsingar réðu afstöðu Magnúsar og Vibes, sem auk þess vildu spara landsstjórninni og konungi fé. Stefán amtmaður og Grímur töldu hins vegar áhættusamt og óráðlegt að svipta Norðlendinga skóla og hafa aðeins einn skóla og neyða alla til að senda börn sín til náms í dýrasta stað landsins, eins og þá var talað um. Magnús Stephensen dómstjóri og Vibe amtmaður höfðu sigur í þessu máli. Með konungsbréfi 2. október 1801 til þeirra Ólafs Stephensens stiftamtmanns og Geirs biskups Vídalíns voru biskupsdómur og latínuskóli að Hólum niður lagðir. Eftirleiðis skyldi aðeins vera einn biskup og einn latínuskóli á íslandi. Biskup Skálholtsstiftis skyldi vera biskupinn yfir fslandi og norðlenskir námsmenn skyldu eftirleiðis sækja skóla til Reykjavíkur. Ekkert fékkst í staðinn, ekki einu sinni hinn lítilfjör- legasti barnaskóli fyrir norðan land. Magnús Stephensen vann þann sigur, að honum tókst að fækka einu höfuðvígi menningar vorrar á þeirri tíð, án þess að bæta annað eða hlaða nýtt í staðinn. Fór svo, að flytja varð skólann sameinaða úr Reykjavík tveimur ár- um síðar og að Bessastöðum. Engar umbætur voru gerðar á kennslugreinum, meðan skólinn sat í Reykjavík. Jóhannes Sigfússon segir [í ritgerð sinni Um flutning latinuskólanna í IÐUNNI VIII 178-188], að telja megi „um hálfa öld, þangað til skólinn kemst í nokkuð svipað horf því, sem Magnús Stephensen hafði hugsað sér. (Sigurður Guðmundsson Norðlenzki skólinn 49) Þegar ákveðið hafði verið að leggja niður biskupsstól og skóla á Hólum, var tekið til að selja allar eignir staðarins. Á næstu misserum voru seldar á fjórða hundrað jarðir, sem höfðu verið í eigu biskupsstólsins um margar aldir, allur búpeningur og öll réttindi, þar á meðal rekaítök víða um land, allt var selt. Sjálft biskupssetrið var selt. Hóladómkirkja, eitt fyrsta steinhús, sem reist hafði verið á landi hér, gleymdist hins vegar í þessu sölu- braski. Hún stóð nú í Hólagarði öllu rúin, eigandalaus, eignalaus og fjárhaldsmanns- laus og var í einni svipan orðin munaðarleys- ingi og ómagi. Jón Sigurðsson segir, að ákafi manna fyrir norðan hafi verið svo mikill, að þeir seldu jarðir sem aðrir áttu. (Ný Félagsrit II 130-131) Páll Hjálmarsson, síðasti skólameistari á Hólum, og Gísli Jónsson, samkennari hans, keyptu Hólastað saman árið 1803, og bjuggu þar báðir um tíma. Árið 1810 létu þeir rífa Auðunarstofu, „ok skorti hana þá fáa vetr á 500, frá því er hún var sett, ok var enn stædileg vel [...] þeir seldu engan stokk minna en á 3 dali, ok eptir því var önnur vidarsala þeirra, því þeir rúdu mjök Hóla, ok búnadist ei at heldr, var ok lítid samþykki med þeim, nema í því, at vilja eigna sér afrétt- ina, en þar hafdi Gísli lagzt á móti medan Stephán amt- madr Þórarinsson átti Hóla ok hafdi hreift því; hvergi fékkst þá nálega vidarsala betri, ok hvergi vidrinn at kalla en gángpenínga skorti, ok gjördist nú all-eydilegt á Hól- um.“ (Árbækur Espólíns XII 46) í umræðum á Alþingi árið 1909 um frum- varp til laga um endurreisn Hólabiskups- dæmis mælti Jón Þorkelsson landsskjala- vörður: Það þarf ekki mikið að rýna í bækur og skjöl frá árunum eftir 1800 til þess að sjá það, hvílíkur harmur var þá í Norðurlandi, sem og var að vonum, er Norðlend- ingar höfðu nú í einu mist biskupsstólinn, skólann og prentsmiðjuna. Og það er átakanlegt að heyra orð margra gamalla Skagfirðinga þá, þeir geta varla ógrát- andi minst á þessar aðfarir. Manni verður nær á að klökna við orð þeirra. (Alþt 1909 B II 1155) Vorið 1802 voru brautskráðir síðustu stúdentar frá Hólaskóla, fimm talsins. Þeirra á meðal var Hallgrímur Scheving, sem varð kennari á Bessastöðum 1810 eftir mikinn lærdómsframa í Kaupmannahöfn. 1817 varð hann síðan doktor í heimspeki við Kaup- mannahafnarháskóla og 1846 yfirkennari við Lærða skólann í Reykjavík. Hallgrímur var
(1) Front Board
(2) Front Board
(3) Front Flyleaf
(4) Front Flyleaf
(5) Front Flyleaf
(6) Front Flyleaf
(7) Front Flyleaf
(8) Front Flyleaf
(9) Page I
(10) Page II
(11) Page III
(12) Page IV
(13) Page V
(14) Page VI
(15) Page VII
(16) Page VIII
(17) Page IX
(18) Page X
(19) Page XI
(20) Page XII
(21) Page XIII
(22) Page XIV
(23) Page XV
(24) Page XVI
(25) Page XVII
(26) Page XVIII
(27) Page XIX
(28) Page XX
(29) Page XXI
(30) Page XXII
(31) Page XXIII
(32) Page XXIV
(33) Page 1
(34) Page 2
(35) Page 3
(36) Page 4
(37) Page 5
(38) Page 6
(39) Page 7
(40) Page 8
(41) Page 9
(42) Page 10
(43) Page 11
(44) Page 12
(45) Page 13
(46) Page 14
(47) Page 15
(48) Page 16
(49) Page 17
(50) Page 18
(51) Page 19
(52) Page 20
(53) Page 21
(54) Page 22
(55) Page 23
(56) Page 24
(57) Page 25
(58) Page 26
(59) Page 27
(60) Page 28
(61) Page 29
(62) Page 30
(63) Page 31
(64) Page 32
(65) Page 33
(66) Page 34
(67) Page 35
(68) Page 36
(69) Page 37
(70) Page 38
(71) Page 39
(72) Page 40
(73) Page 41
(74) Page 42
(75) Page 43
(76) Page 44
(77) Page 45
(78) Page 46
(79) Page 47
(80) Page 48
(81) Page 49
(82) Page 50
(83) Page 51
(84) Page 52
(85) Page 53
(86) Page 54
(87) Page 55
(88) Page 56
(89) Page 57
(90) Page 58
(91) Page 59
(92) Page 60
(93) Page 61
(94) Page 62
(95) Page 63
(96) Page 64
(97) Page 65
(98) Page 66
(99) Page 67
(100) Page 68
(101) Page 69
(102) Page 70
(103) Page 71
(104) Page 72
(105) Page 73
(106) Page 74
(107) Page 75
(108) Page 76
(109) Page 77
(110) Page 78
(111) Page 79
(112) Page 80
(113) Page 81
(114) Page 82
(115) Page 83
(116) Page 84
(117) Page 85
(118) Page 86
(119) Page 87
(120) Page 88
(121) Page 89
(122) Page 90
(123) Page 91
(124) Page 92
(125) Page 93
(126) Page 94
(127) Page 95
(128) Page 96
(129) Page 97
(130) Page 98
(131) Page 99
(132) Page 100
(133) Page 101
(134) Page 102
(135) Page 103
(136) Page 104
(137) Page 105
(138) Page 106
(139) Page 107
(140) Page 108
(141) Page 109
(142) Page 110
(143) Page 111
(144) Page 112
(145) Page 113
(146) Page 114
(147) Page 115
(148) Page 116
(149) Page 117
(150) Page 118
(151) Page 119
(152) Page 120
(153) Page 121
(154) Page 122
(155) Page 123
(156) Page 124
(157) Page 125
(158) Page 126
(159) Page 127
(160) Page 128
(161) Page 129
(162) Page 130
(163) Page 131
(164) Page 132
(165) Page 133
(166) Page 134
(167) Page 135
(168) Page 136
(169) Page 137
(170) Page 138
(171) Page 139
(172) Page 140
(173) Page 141
(174) Page 142
(175) Page 143
(176) Page 144
(177) Page 145
(178) Page 146
(179) Page 147
(180) Page 148
(181) Page 149
(182) Page 150
(183) Page 151
(184) Page 152
(185) Page 153
(186) Page 154
(187) Page 155
(188) Page 156
(189) Page 157
(190) Page 158
(191) Page 159
(192) Page 160
(193) Page 161
(194) Page 162
(195) Page 163
(196) Page 164
(197) Page 165
(198) Page 166
(199) Page 167
(200) Page 168
(201) Page 169
(202) Page 170
(203) Page 171
(204) Page 172
(205) Page 173
(206) Page 174
(207) Page 175
(208) Page 176
(209) Page 177
(210) Page 178
(211) Page 179
(212) Page 180
(213) Page 181
(214) Page 182
(215) Page 183
(216) Page 184
(217) Page 185
(218) Page 186
(219) Page 187
(220) Page 188
(221) Page 189
(222) Page 190
(223) Page 191
(224) Page 192
(225) Page 193
(226) Page 194
(227) Page 195
(228) Page 196
(229) Page 197
(230) Page 198
(231) Page 199
(232) Page 200
(233) Page 201
(234) Page 202
(235) Page 203
(236) Page 204
(237) Page 205
(238) Page 206
(239) Page 207
(240) Page 208
(241) Page 209
(242) Page 210
(243) Page 211
(244) Page 212
(245) Page 213
(246) Page 214
(247) Page 215
(248) Page 216
(249) Page 217
(250) Page 218
(251) Page 219
(252) Page 220
(253) Page 221
(254) Page 222
(255) Page 223
(256) Page 224
(257) Page 225
(258) Page 226
(259) Page 227
(260) Page 228
(261) Page 229
(262) Page 230
(263) Page 231
(264) Page 232
(265) Page 233
(266) Page 234
(267) Page 235
(268) Page 236
(269) Page 237
(270) Page 238
(271) Page 239
(272) Page 240
(273) Page 241
(274) Page 242
(275) Page 243
(276) Page 244
(277) Page 245
(278) Page 246
(279) Page 247
(280) Page 248
(281) Page 249
(282) Page 250
(283) Page 251
(284) Page 252
(285) Page 253
(286) Page 254
(287) Page 255
(288) Page 256
(289) Page 257
(290) Page 258
(291) Page 259
(292) Page 260
(293) Page 261
(294) Page 262
(295) Page 263
(296) Page 264
(297) Page 265
(298) Page 266
(299) Page 267
(300) Page 268
(301) Page 269
(302) Page 270
(303) Page 271
(304) Page 272
(305) Page 273
(306) Page 274
(307) Page 275
(308) Page 276
(309) Page 277
(310) Page 278
(311) Page 279
(312) Page 280
(313) Page 281
(314) Page 282
(315) Page 283
(316) Page 284
(317) Page 285
(318) Page 286
(319) Page 287
(320) Page 288
(321) Page 289
(322) Page 290
(323) Page 291
(324) Page 292
(325) Page 293
(326) Page 294
(327) Page 295
(328) Page 296
(329) Page 297
(330) Page 298
(331) Page 299
(332) Page 300
(333) Page 301
(334) Page 302
(335) Page 303
(336) Page 304
(337) Page 305
(338) Page 306
(339) Page 307
(340) Page 308
(341) Page 309
(342) Page 310
(343) Page 311
(344) Page 312
(345) Page 313
(346) Page 314
(347) Page 315
(348) Page 316
(349) Page 317
(350) Page 318
(351) Page 319
(352) Page 320
(353) Page 321
(354) Page 322
(355) Page 323
(356) Page 324
(357) Page 325
(358) Page 326
(359) Page 327
(360) Page 328
(361) Rear Flyleaf
(362) Rear Flyleaf
(363) Rear Flyleaf
(364) Rear Flyleaf
(365) Rear Flyleaf
(366) Rear Flyleaf
(367) Rear Board
(368) Rear Board
(369) Spine
(370) Fore Edge
(371) Scale
(372) Color Palette


Saga Menntaskólans á Akureyri 1880-1980

Year
1981
Language
Icelandic
Volumes
3
Pages
988


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Saga Menntaskólans á Akureyri 1880-1980
http://baekur.is/bok/6aa4ac41-7c68-4c20-8c93-380d02b91cff

Link to this volume: 1. b.
http://baekur.is/bok/6aa4ac41-7c68-4c20-8c93-380d02b91cff/1

Link to this page: (42) Page 10
http://baekur.is/bok/6aa4ac41-7c68-4c20-8c93-380d02b91cff/1/42

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.