loading/hle�
(60) Blaðsíða 28 (60) Blaðsíða 28
við, að skólinn geti gjört lærisveina fullnuma í einstökum greinum, hvort heldur eru tungumál eða aðrar greinir. En hitt er heimtandi, að þeir fái rétta hugmynd um vísinda- greinirnar yfir höfuð, svo að þeir hafi fullan sálarþroska til að taka sér fram sjálfir, þegar skólanum sleppir. Skól- inn á að kenna þeim þá list að læra. Þegar menn læra einir sér, safna þeir sér kunnáttu, án þess að læra að læra, án þess að læra að taka eptir með skynsemi. Án tilsagnar vex vor andlegi líkami svo sem tré, sem skekið er af hverjum vindi. Það verður kreklótt og kvistótt og hættir við að brotna, ef á það reynir, eða illa taminn foli, sem að vísu er gott hestefni, og má fá bezta skeiðsprett úr, þegar minnst varir, en annað kastið fælist hann við hverja þúfu, hleypur útundan sér, stendur upp á apturfótunum og prjónar. Alla þess konar hnykki á skólinn að laga. Hann á að gjöra það að verkum, að piltar verði bæði andlega þroskaðir og andlega tamdir. Það bæði á og má heimta af skólanum: Þeir, sem að piltunum standa, og almenning- ur, eiga heimtingu á, að kennarar gjöri meira en hlýða lærisveinunum yfir lexíur sínar. Þeir eiga heimtingu á, að þeir athugi nákvæmlega það, sem ábótavant kann að vera í fari sveinanna, og að þeir lagi það af fremsta megni. Þessu ætla eg að sé hægara við að koma, þegar skóli er settur eins og hér, þar sem kennarar lifa alltaf með lærisveinunum, heldur en þegar þeir eigi sjá þá nema stund og stund úr degi. Það munu nú fáir, sem ætla, að menn hirði verr skepnur, stýri verr skipi, dragi síður fisk úr sjó, þótt þeir læri. Enda er þá eitthvað rangt við skólann, ef svo er. Þó er því ekki að neita, að kennsla getur lagzt svo mjög á fá atriði, að hún gjöri menn lærða í einstökum atriðum, en spilli honum sem manni, svo sem þegar öll áherzlan er lögð á, að vel sé lærðar fáeinar vísindagreinir án þess almennur þroski fylgi. Því síður ætti skólagangan að verða til þess, að piltar þættist of góðir til líkamlegrar vinnu. Ef það væri, vildi eg óska, að enginn skóli væri til. Munum eptir því, að líkamleg vinna er engu óheiðarlegri en andleg; og það finnum vér, hvar sem vér leitum, að hinum bezt menntuðu mönnum hefir aldrei þótt skömm að taka til hendi. Nú sný eg mér til yðar, ungir menn. Vér eigum að vinna saman, annars hafa hvorirtveggja erfiði og ekki erindi. Vér lofum yður því, að vér skulum leggja fram alla vora reynslu, að þér getið orðið hennar aðnjótandi. En þér verðið að leggjast á eitt með oss. Eg veit, að þér skiljið það, að vér getum ekki orðið yður að gagni, getum ekki frætt yður, getum ekki kennt yður, getum ekki lagað yður, að yður nauðugum. Þér getið verið vissir um það, að vér gjörum eptir því bezta viti og bezta vilja, sem vér höfum. Vel getur verið, að yður kynni að virðast hitt og þetta á annan veg en oss. En þér verðið að gá að því, að menn dæma nokkuð öðruvísi um fertugt en um tvítugt. Margt, sem yður mun sýnast óþarfi, enda ósanngjarnt nú, munu þér skoða sem sjálfsagt, þegar þér eruð 20 árum eldri. Eg ætlast jafnvel eigi til, að þér trúið þessu nú, því að eg hefði, ef til vill, eigi trúað því á yðar aldri. Það er reynsla, sem hver verður að læra sjálfur. En mér kemur ekki á óvart, þótt þér segið þá: Ójá, satt sagði hann það, kallsauðurinn. Að endingu vil eg minna yður og mig á það, að hvað sem vér getum, getum vér eigi af eigin ramleik, að hvað sem vér gjörum, gjörum vér eigi af eigin kröptum, að Drottinn vor, alls máttar upphaf, veitir oss, að vér nokk- uð getum afrekað. Gleymum ekki að minnast hans handleiðslu, á hverjum degi og á hverri stund. Biðjum Drottin, að vér megum nota þá krapta, er hann hefir gefið oss, til að gjöra oss að nýtum mönnum, þarfa náunga vorum og nytsama ættjörðu vorri. Megi Drott- ins-blessan hvíla yfir verki voru og blómga þennan nýja skóla landi og lýð til farsældar. (Norðlenzki skólinn 139-142) Þá héldu þeir Davíð prófastur Guðmundsson [á Hofi] og Amljótur prestur Ólafsson [á Bægisá] sína ræðuna hvor og sagðist báðum prýðilega. Til skólans voru þegar komnir 36 lærisveinar, en eigi hafði yfirstjórn skólans tilbúin nema 25 uppbúin rúm, og var það dugnaði skólastjóra að þakka, að eigi urðu vandræði að. (Pétur Guðmundsson Annáll IV 343) Ræða Hjaltalíns við skólasetningu er lát- laus en virðuleg. Skynsamlegt vit og einurð skólameistara kemur þar glögglega fram, svo og mannvirðing hans og raunsæi. Skólinn á ekki aðeins að vera til að fræða, heldur á hann einnig að temja menn og veita þeim andlegan þroska. Eftirtektarvert er líka í orðum Hjaltalíns, að til þess að menn hafi erindi sem erfiði skulu þeir vinna saman. Það hefur ein- kennt skólann alla tíð síðan. Að vonum verður honum tíðrætt um gagnsemi þá sem hafa má af náminu í skól- anum við störf til sjávar og sveita. Skólinn að Möðruvöllum var hinn fyrsti gagnfræðaskóli á landinu og þangað mundu sækja bænda- synir og sjómenn, sem vanir væru að hirða skepnur og draga fisk úr sjó. Hinir sem ætluðu sér embættisveginn, færu í Lærða skólann í Reykjavík. Vert er að veita því athygli, að skólameist- ari minnist á það í ræðu sinni, að því hafi verið spáð fyrir Möðruvallaskólanum, að hann „mundi aldrei fæðast, það er að enginn mundi sækja skólann.“ En sú spá var hrakspá. Þó var það eftir að láta skólann halda eins vel áfram og hann hafði byrjað. Margir erfiðleikar áttu eftir að verða á vegi skólans. Margt vantaði í upphafi, eigi síst afl þeirra hluta sem gera skyldi, fé. í setningar- ræðu sinni boðar Hjaltalín stofnun sjóðs, er skólinn ætti sjálfur, og væri ekki önnur stofn- un verðugri til gjafa en Möðruvallaskólinn, ef menn vildu gefa fyrir sálu sinni. Tíu árum seinna var stofnaður sjóður við skólann, Nemendasjóður Möðruvallaskólans, sem enn er til. Bjartsýni ríkti því við skólasetningu á Möðruvöllum hinn 1. október 1880. Margt manna fagnaði endurreisn skóla á Norður- landi og bað honum blessunar um ókominn tíma. Skólinn var að vísu ekki fullkominn, fremur en önnur mannanna verk, en „hálfnað er verk þá hafið er“ og með tímanum fengist það, sem á vantaði. En þessi unga stofnun átti sér þegar langa sögu, því að þegar í upphafi töldu menn að nú væri Hólaskóli endurreistur og með þessari endurreisn skólans fengju Norðlendingar heimt að nýju það, sem glatast hafði í tímans rás.
(1) Band
(2) Band
(3) Saurblað
(4) Saurblað
(5) Saurblað
(6) Saurblað
(7) Saurblað
(8) Saurblað
(9) Blaðsíða I
(10) Blaðsíða II
(11) Blaðsíða III
(12) Blaðsíða IV
(13) Blaðsíða V
(14) Blaðsíða VI
(15) Blaðsíða VII
(16) Blaðsíða VIII
(17) Blaðsíða IX
(18) Blaðsíða X
(19) Blaðsíða XI
(20) Blaðsíða XII
(21) Blaðsíða XIII
(22) Blaðsíða XIV
(23) Blaðsíða XV
(24) Blaðsíða XVI
(25) Blaðsíða XVII
(26) Blaðsíða XVIII
(27) Blaðsíða XIX
(28) Blaðsíða XX
(29) Blaðsíða XXI
(30) Blaðsíða XXII
(31) Blaðsíða XXIII
(32) Blaðsíða XXIV
(33) Blaðsíða 1
(34) Blaðsíða 2
(35) Blaðsíða 3
(36) Blaðsíða 4
(37) Blaðsíða 5
(38) Blaðsíða 6
(39) Blaðsíða 7
(40) Blaðsíða 8
(41) Blaðsíða 9
(42) Blaðsíða 10
(43) Blaðsíða 11
(44) Blaðsíða 12
(45) Blaðsíða 13
(46) Blaðsíða 14
(47) Blaðsíða 15
(48) Blaðsíða 16
(49) Blaðsíða 17
(50) Blaðsíða 18
(51) Blaðsíða 19
(52) Blaðsíða 20
(53) Blaðsíða 21
(54) Blaðsíða 22
(55) Blaðsíða 23
(56) Blaðsíða 24
(57) Blaðsíða 25
(58) Blaðsíða 26
(59) Blaðsíða 27
(60) Blaðsíða 28
(61) Blaðsíða 29
(62) Blaðsíða 30
(63) Blaðsíða 31
(64) Blaðsíða 32
(65) Blaðsíða 33
(66) Blaðsíða 34
(67) Blaðsíða 35
(68) Blaðsíða 36
(69) Blaðsíða 37
(70) Blaðsíða 38
(71) Blaðsíða 39
(72) Blaðsíða 40
(73) Blaðsíða 41
(74) Blaðsíða 42
(75) Blaðsíða 43
(76) Blaðsíða 44
(77) Blaðsíða 45
(78) Blaðsíða 46
(79) Blaðsíða 47
(80) Blaðsíða 48
(81) Blaðsíða 49
(82) Blaðsíða 50
(83) Blaðsíða 51
(84) Blaðsíða 52
(85) Blaðsíða 53
(86) Blaðsíða 54
(87) Blaðsíða 55
(88) Blaðsíða 56
(89) Blaðsíða 57
(90) Blaðsíða 58
(91) Blaðsíða 59
(92) Blaðsíða 60
(93) Blaðsíða 61
(94) Blaðsíða 62
(95) Blaðsíða 63
(96) Blaðsíða 64
(97) Blaðsíða 65
(98) Blaðsíða 66
(99) Blaðsíða 67
(100) Blaðsíða 68
(101) Blaðsíða 69
(102) Blaðsíða 70
(103) Blaðsíða 71
(104) Blaðsíða 72
(105) Blaðsíða 73
(106) Blaðsíða 74
(107) Blaðsíða 75
(108) Blaðsíða 76
(109) Blaðsíða 77
(110) Blaðsíða 78
(111) Blaðsíða 79
(112) Blaðsíða 80
(113) Blaðsíða 81
(114) Blaðsíða 82
(115) Blaðsíða 83
(116) Blaðsíða 84
(117) Blaðsíða 85
(118) Blaðsíða 86
(119) Blaðsíða 87
(120) Blaðsíða 88
(121) Blaðsíða 89
(122) Blaðsíða 90
(123) Blaðsíða 91
(124) Blaðsíða 92
(125) Blaðsíða 93
(126) Blaðsíða 94
(127) Blaðsíða 95
(128) Blaðsíða 96
(129) Blaðsíða 97
(130) Blaðsíða 98
(131) Blaðsíða 99
(132) Blaðsíða 100
(133) Blaðsíða 101
(134) Blaðsíða 102
(135) Blaðsíða 103
(136) Blaðsíða 104
(137) Blaðsíða 105
(138) Blaðsíða 106
(139) Blaðsíða 107
(140) Blaðsíða 108
(141) Blaðsíða 109
(142) Blaðsíða 110
(143) Blaðsíða 111
(144) Blaðsíða 112
(145) Blaðsíða 113
(146) Blaðsíða 114
(147) Blaðsíða 115
(148) Blaðsíða 116
(149) Blaðsíða 117
(150) Blaðsíða 118
(151) Blaðsíða 119
(152) Blaðsíða 120
(153) Blaðsíða 121
(154) Blaðsíða 122
(155) Blaðsíða 123
(156) Blaðsíða 124
(157) Blaðsíða 125
(158) Blaðsíða 126
(159) Blaðsíða 127
(160) Blaðsíða 128
(161) Blaðsíða 129
(162) Blaðsíða 130
(163) Blaðsíða 131
(164) Blaðsíða 132
(165) Blaðsíða 133
(166) Blaðsíða 134
(167) Blaðsíða 135
(168) Blaðsíða 136
(169) Blaðsíða 137
(170) Blaðsíða 138
(171) Blaðsíða 139
(172) Blaðsíða 140
(173) Blaðsíða 141
(174) Blaðsíða 142
(175) Blaðsíða 143
(176) Blaðsíða 144
(177) Blaðsíða 145
(178) Blaðsíða 146
(179) Blaðsíða 147
(180) Blaðsíða 148
(181) Blaðsíða 149
(182) Blaðsíða 150
(183) Blaðsíða 151
(184) Blaðsíða 152
(185) Blaðsíða 153
(186) Blaðsíða 154
(187) Blaðsíða 155
(188) Blaðsíða 156
(189) Blaðsíða 157
(190) Blaðsíða 158
(191) Blaðsíða 159
(192) Blaðsíða 160
(193) Blaðsíða 161
(194) Blaðsíða 162
(195) Blaðsíða 163
(196) Blaðsíða 164
(197) Blaðsíða 165
(198) Blaðsíða 166
(199) Blaðsíða 167
(200) Blaðsíða 168
(201) Blaðsíða 169
(202) Blaðsíða 170
(203) Blaðsíða 171
(204) Blaðsíða 172
(205) Blaðsíða 173
(206) Blaðsíða 174
(207) Blaðsíða 175
(208) Blaðsíða 176
(209) Blaðsíða 177
(210) Blaðsíða 178
(211) Blaðsíða 179
(212) Blaðsíða 180
(213) Blaðsíða 181
(214) Blaðsíða 182
(215) Blaðsíða 183
(216) Blaðsíða 184
(217) Blaðsíða 185
(218) Blaðsíða 186
(219) Blaðsíða 187
(220) Blaðsíða 188
(221) Blaðsíða 189
(222) Blaðsíða 190
(223) Blaðsíða 191
(224) Blaðsíða 192
(225) Blaðsíða 193
(226) Blaðsíða 194
(227) Blaðsíða 195
(228) Blaðsíða 196
(229) Blaðsíða 197
(230) Blaðsíða 198
(231) Blaðsíða 199
(232) Blaðsíða 200
(233) Blaðsíða 201
(234) Blaðsíða 202
(235) Blaðsíða 203
(236) Blaðsíða 204
(237) Blaðsíða 205
(238) Blaðsíða 206
(239) Blaðsíða 207
(240) Blaðsíða 208
(241) Blaðsíða 209
(242) Blaðsíða 210
(243) Blaðsíða 211
(244) Blaðsíða 212
(245) Blaðsíða 213
(246) Blaðsíða 214
(247) Blaðsíða 215
(248) Blaðsíða 216
(249) Blaðsíða 217
(250) Blaðsíða 218
(251) Blaðsíða 219
(252) Blaðsíða 220
(253) Blaðsíða 221
(254) Blaðsíða 222
(255) Blaðsíða 223
(256) Blaðsíða 224
(257) Blaðsíða 225
(258) Blaðsíða 226
(259) Blaðsíða 227
(260) Blaðsíða 228
(261) Blaðsíða 229
(262) Blaðsíða 230
(263) Blaðsíða 231
(264) Blaðsíða 232
(265) Blaðsíða 233
(266) Blaðsíða 234
(267) Blaðsíða 235
(268) Blaðsíða 236
(269) Blaðsíða 237
(270) Blaðsíða 238
(271) Blaðsíða 239
(272) Blaðsíða 240
(273) Blaðsíða 241
(274) Blaðsíða 242
(275) Blaðsíða 243
(276) Blaðsíða 244
(277) Blaðsíða 245
(278) Blaðsíða 246
(279) Blaðsíða 247
(280) Blaðsíða 248
(281) Blaðsíða 249
(282) Blaðsíða 250
(283) Blaðsíða 251
(284) Blaðsíða 252
(285) Blaðsíða 253
(286) Blaðsíða 254
(287) Blaðsíða 255
(288) Blaðsíða 256
(289) Blaðsíða 257
(290) Blaðsíða 258
(291) Blaðsíða 259
(292) Blaðsíða 260
(293) Blaðsíða 261
(294) Blaðsíða 262
(295) Blaðsíða 263
(296) Blaðsíða 264
(297) Blaðsíða 265
(298) Blaðsíða 266
(299) Blaðsíða 267
(300) Blaðsíða 268
(301) Blaðsíða 269
(302) Blaðsíða 270
(303) Blaðsíða 271
(304) Blaðsíða 272
(305) Blaðsíða 273
(306) Blaðsíða 274
(307) Blaðsíða 275
(308) Blaðsíða 276
(309) Blaðsíða 277
(310) Blaðsíða 278
(311) Blaðsíða 279
(312) Blaðsíða 280
(313) Blaðsíða 281
(314) Blaðsíða 282
(315) Blaðsíða 283
(316) Blaðsíða 284
(317) Blaðsíða 285
(318) Blaðsíða 286
(319) Blaðsíða 287
(320) Blaðsíða 288
(321) Blaðsíða 289
(322) Blaðsíða 290
(323) Blaðsíða 291
(324) Blaðsíða 292
(325) Blaðsíða 293
(326) Blaðsíða 294
(327) Blaðsíða 295
(328) Blaðsíða 296
(329) Blaðsíða 297
(330) Blaðsíða 298
(331) Blaðsíða 299
(332) Blaðsíða 300
(333) Blaðsíða 301
(334) Blaðsíða 302
(335) Blaðsíða 303
(336) Blaðsíða 304
(337) Blaðsíða 305
(338) Blaðsíða 306
(339) Blaðsíða 307
(340) Blaðsíða 308
(341) Blaðsíða 309
(342) Blaðsíða 310
(343) Blaðsíða 311
(344) Blaðsíða 312
(345) Blaðsíða 313
(346) Blaðsíða 314
(347) Blaðsíða 315
(348) Blaðsíða 316
(349) Blaðsíða 317
(350) Blaðsíða 318
(351) Blaðsíða 319
(352) Blaðsíða 320
(353) Blaðsíða 321
(354) Blaðsíða 322
(355) Blaðsíða 323
(356) Blaðsíða 324
(357) Blaðsíða 325
(358) Blaðsíða 326
(359) Blaðsíða 327
(360) Blaðsíða 328
(361) Saurblað
(362) Saurblað
(363) Saurblað
(364) Saurblað
(365) Saurblað
(366) Saurblað
(367) Band
(368) Band
(369) Kjölur
(370) Framsnið
(371) Kvarði
(372) Litaspjald