loading/hleð
(161) Page 153 (161) Page 153
1939. Fyrstu árin virðist lestrarefni hafa verið hið sama og í M.R. I skólaskýrslu fyrir árið 1927-1928 er latínu í fyrsta skipti getið í skrá um vikustundir kennslugreina, sem hér segir: í 4. bekk 7 stundir, í 5. bekk 6 og í 6. bekk 4 stundir, fljótlega fjölgað í 6 stundir, eða 17 (20) stundir alls til stúdentsprófs (á nútíma- skólamáli' 17 (20) einingar). í sömu skýrslu birtist latínupensúmið í fyrsta sinn, og er það sem hér greinir: 4. bekkur: Kr. Mikkelsen: Latinsk Læsebog for Mellemskolen, öll bókin með málfræðiágripinu, C. J. Caesaris De Bello Gallico, 1. bók öll. Lesið var framan af málmyndalýsingu Schreiners. 5. bekkur: C. J. Caesaris De Bello Gallico, 6. bókin öll vand- lega lesin og 5. bók hraðlesin, M. Tullii Cic- eronis Pro Sextio Roscio, öll ræðan, Livius: 22. bók, cap. 23-30 og 37-39 (incl.). Schreiners málfræði lærð. í skólaskýrslu 1928-1929 birtist í fyrsta sinn latínupensúm fyrir alla þrjá bekki lærdóms- deildar. 4. og 5. bekkjar pensúm er óbreytt frá árinu áður, en í 6. bekk er lesefnið sem hér greinir: Livius, 22. bók, frá cap. 40 og út bókina; Cicero, Cato Maior de Senectute, cap. 1-23 (cap. 15 þó sleppt); Ovidii Meta- morphoses, 2. bók v. 1-302; Horatii Satirae, 1. bók 9. satíra, Epistolae, 1. bók, L, 2., 6., 7. og 9. bréf, Carmina, 1. bók, 1.-4., 6.-7., 9.-10., 12., 14., 17., 22., 24., 26.-27., 31., 34.-35. og 37.-38. óða, Carmina, 2. bók, 3., 6., 9.-10., 13. og 16. óða og í 3. bók 9. óða. Schreiners málfræði lesin. Þetta pensúm helst svo lítt breytt næstu 20 árin, þ.e.a.s. í óbundnu máli eru þeir lesnir, Caesar, Cicero og Sallust, en í bundnu máli þeir Virgill, Horaz og Ovid. Þess skal þó getið, að haustið 1941 var hætt við að nota kennslubók Mikkelsens í 4. bekk og tekið að kenna bækur Kristins Ármannssonar. Latn- eska málfræði og Latneska lestrarbók, og hafa þær bækur verið notaðar óslitið síðan fyrir byrjendur (4. bekk). Stílagerð var lítil sem engin lengi framan af, nema þá helst í 4. bekk, og hélst sú skipan óbreytt allt til haustsins 1951, er tekin var upp reglubundin stílagerð viku- eða hálfsmánaðarlega. Stúdentar 1954 (,,Undri“) eru hinir fyrstu, er fengust reglulega við latneska stílagerð alla þrjá vetur sína í máladeild. Frá þessu var svo horfið vorið 1973, en þá útskrifuðust síðustu „latínumenntuðu“ máladeildarstúdentar frá M.A. Eftir þessa „endurbót“ á máladeildinni hefur sí og æ verið gengið á hlut latínunnar, og er nú svo komið, að vorið 1981 munu útskrifast stúdentar úr máladeild með aðeins 6 einingar í latínu, eða tæpan þriðjung þess, er áður var. Munu stúdentsefni þessi gjörsam- lega losna við öll kynni af þeim góðu mönn- um, Caesari, Cicero, Sallust, Virgli, Horazi og Ovid. Haustið 1951 var tekin upp latínukennsla í 4. bekk stærðfræðideildar og kenndar bækur Kristins Ármannssonar, 4 tíma á viku í 1 vetur (4 einingar). Stúdentar 1954 voru hinir fyrstu, er útskrifuðust úr stærðfræðideild með próf í latínu. Vorið 1966 lýkur svo latínukennslu í stærðfræðideild, og eru því stærðfræðideild- arstúdentar 1968 hinir síðustu, er útskrifast úr M.A. með próf í latínu. Eins og nú standa sakir, þykir gömlum velunnurum latínu að kennslan í henni sé hvorki fugl né fiskur, meðferðin á henni sé kák eitt, sem ekki sé við hæfi. Sé nú tvennt til: að leggja hana niður eða kenna hana af full- um krafti þeim sem nenna og vilja læra hana. Aut est, aut non est, tertium non datur. Þýska. Frá upphafi menntaskólans hefur þýska verið kennd í öllum deildum, jafnað- arlega um fjórar stundir á viku. Til ársins 1951 var hún kennd í þrjú ár, en síðan lengst af fjögur í öllum deildum, eða fjögur í mála- deild, en þrjú í öðrum deildum. Nú síðustu ár hefur aðeins verið tveggja ára þýskukennsla í stærðfræðideildum. Árin 1970-1973 gátu nemendur 3. bekkjar valið um þýsku og frönsku. Þeir frönsku- nemendur, sem fóru í máladeild, lærðu þá þýsku í 4.-6. bekk, en þeir, sem fóru í stærð- fræðideild, höfðu enga þýsku. Þetta valfrelsi var afnumið af ástæðum, sem um getur fyrr í þessum kafla. Byrjendabækur hafa verið Kennslubók í þýzku eftir Jón Ófeigsson, frá upphafi til 1967, Leskaflar og Málfræði eftir Baldur Ingólfsson síðan, nema hvað Þýzkunámsbók Jóns Gíslasonar var notuð árið 1969-1970. Á síðari námsstigum hefur mikill fjöldi bóka verið notaður, og verður hér aðeins get- ið nokkurra þeirra, sem lengst hafa verið lesnar. Ingvar Brynjólfsson (stúd. 1936), síðar menntaskólakennari í Reykjavík, kemur þar mjög við sögu. Hann þýddi og umsamdi bók Tröans, Tysk ord og uttryk, og var sú bók notuð öðru hverju til 1963. Þýzk lestrarbók eftir Ingvar var lesin 1940-1951, og Þýzkar endursagnir, sem hann tók saman, ekki miklu skemur. Smásagnasafnið, Die Gloria Hose, valið af Wollzogen, var lesið frá upphafi til 1940. Immensee und andere Sommergeschichten eftir Theodor Storm var notuð flest árin frá
(1) Front Board
(2) Front Board
(3) Front Flyleaf
(4) Front Flyleaf
(5) Front Flyleaf
(6) Front Flyleaf
(7) Front Flyleaf
(8) Front Flyleaf
(9) Page 1
(10) Page 2
(11) Page 3
(12) Page 4
(13) Page 5
(14) Page 6
(15) Page 7
(16) Page 8
(17) Page 9
(18) Page 10
(19) Page 11
(20) Page 12
(21) Page 13
(22) Page 14
(23) Page 15
(24) Page 16
(25) Page 17
(26) Page 18
(27) Page 19
(28) Page 20
(29) Page 21
(30) Page 22
(31) Page 23
(32) Page 24
(33) Page 25
(34) Page 26
(35) Page 27
(36) Page 28
(37) Page 29
(38) Page 30
(39) Page 31
(40) Page 32
(41) Page 33
(42) Page 34
(43) Page 35
(44) Page 36
(45) Page 37
(46) Page 38
(47) Page 39
(48) Page 40
(49) Page 41
(50) Page 42
(51) Page 43
(52) Page 44
(53) Page 45
(54) Page 46
(55) Page 47
(56) Page 48
(57) Page 49
(58) Page 50
(59) Page 51
(60) Page 52
(61) Page 53
(62) Page 54
(63) Page 55
(64) Page 56
(65) Page 57
(66) Page 58
(67) Page 59
(68) Page 60
(69) Page 61
(70) Page 62
(71) Page 63
(72) Page 64
(73) Page 65
(74) Page 66
(75) Page 67
(76) Page 68
(77) Page 69
(78) Page 70
(79) Page 71
(80) Page 72
(81) Page 73
(82) Page 74
(83) Page 75
(84) Page 76
(85) Page 77
(86) Page 78
(87) Page 79
(88) Page 80
(89) Page 81
(90) Page 82
(91) Page 83
(92) Page 84
(93) Page 85
(94) Page 86
(95) Page 87
(96) Page 88
(97) Page 89
(98) Page 90
(99) Page 91
(100) Page 92
(101) Page 93
(102) Page 94
(103) Page 95
(104) Page 96
(105) Page 97
(106) Page 98
(107) Page 99
(108) Page 100
(109) Page 101
(110) Page 102
(111) Page 103
(112) Page 104
(113) Page 105
(114) Page 106
(115) Page 107
(116) Page 108
(117) Page 109
(118) Page 110
(119) Page 111
(120) Page 112
(121) Page 113
(122) Page 114
(123) Page 115
(124) Page 116
(125) Page 117
(126) Page 118
(127) Page 119
(128) Page 120
(129) Page 121
(130) Page 122
(131) Page 123
(132) Page 124
(133) Page 125
(134) Page 126
(135) Page 127
(136) Page 128
(137) Page 129
(138) Page 130
(139) Page 131
(140) Page 132
(141) Page 133
(142) Page 134
(143) Page 135
(144) Page 136
(145) Page 137
(146) Page 138
(147) Page 139
(148) Page 140
(149) Page 141
(150) Page 142
(151) Page 143
(152) Page 144
(153) Page 145
(154) Page 146
(155) Page 147
(156) Page 148
(157) Page 149
(158) Page 150
(159) Page 151
(160) Page 152
(161) Page 153
(162) Page 154
(163) Page 155
(164) Page 156
(165) Page 157
(166) Page 158
(167) Page 159
(168) Page 160
(169) Page 161
(170) Page 162
(171) Page 163
(172) Page 164
(173) Page 165
(174) Page 166
(175) Page 167
(176) Page 168
(177) Page 169
(178) Page 170
(179) Page 171
(180) Page 172
(181) Page 173
(182) Page 174
(183) Page 175
(184) Page 176
(185) Page 177
(186) Page 178
(187) Page 179
(188) Page 180
(189) Page 181
(190) Page 182
(191) Page 183
(192) Page 184
(193) Page 185
(194) Page 186
(195) Page 187
(196) Page 188
(197) Page 189
(198) Page 190
(199) Page 191
(200) Page 192
(201) Page 193
(202) Page 194
(203) Page 195
(204) Page 196
(205) Page 197
(206) Page 198
(207) Page 199
(208) Page 200
(209) Page 201
(210) Page 202
(211) Page 203
(212) Page 204
(213) Page 205
(214) Page 206
(215) Page 207
(216) Page 208
(217) Page 209
(218) Page 210
(219) Page 211
(220) Page 212
(221) Page 213
(222) Page 214
(223) Page 215
(224) Page 216
(225) Page 217
(226) Page 218
(227) Page 219
(228) Page 220
(229) Page 221
(230) Page 222
(231) Page 223
(232) Page 224
(233) Page 225
(234) Page 226
(235) Page 227
(236) Page 228
(237) Page 229
(238) Page 230
(239) Page 231
(240) Page 232
(241) Page 233
(242) Page 234
(243) Page 235
(244) Page 236
(245) Page 237
(246) Page 238
(247) Page 239
(248) Page 240
(249) Page 241
(250) Page 242
(251) Page 243
(252) Page 244
(253) Page 245
(254) Page 246
(255) Page 247
(256) Page 248
(257) Page 249
(258) Page 250
(259) Page 251
(260) Page 252
(261) Page 253
(262) Page 254
(263) Page 255
(264) Page 256
(265) Page 257
(266) Page 258
(267) Page 259
(268) Page 260
(269) Page 261
(270) Page 262
(271) Page 263
(272) Page 264
(273) Page 265
(274) Page 266
(275) Page 267
(276) Page 268
(277) Page 269
(278) Page 270
(279) Page 271
(280) Page 272
(281) Page 273
(282) Page 274
(283) Page 275
(284) Page 276
(285) Page 277
(286) Page 278
(287) Page 279
(288) Page 280
(289) Rear Flyleaf
(290) Rear Flyleaf
(291) Rear Flyleaf
(292) Rear Flyleaf
(293) Rear Flyleaf
(294) Rear Flyleaf
(295) Rear Board
(296) Rear Board
(297) Spine
(298) Fore Edge
(299) Scale
(300) Color Palette


Saga Menntaskólans á Akureyri 1880-1980

Year
1981
Language
Icelandic
Volumes
3
Pages
988


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Saga Menntaskólans á Akureyri 1880-1980
http://baekur.is/bok/6aa4ac41-7c68-4c20-8c93-380d02b91cff

Link to this volume: 2. b.
http://baekur.is/bok/6aa4ac41-7c68-4c20-8c93-380d02b91cff/2

Link to this page: (161) Page 153
http://baekur.is/bok/6aa4ac41-7c68-4c20-8c93-380d02b91cff/2/161

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.