loading/hleð
(11) Blaðsíða 9 (11) Blaðsíða 9
af sjálfstæðri eftirlitsstofnun. Jafnframt verði það í vaxandi mæli unnið í samvinnu við starfsfólk fiskvinnslunnar. Við viljum halda sveitum landsins í byggð og skila komandi kynslóðum betra landi. Við viljum stefna að traustum landbúnaði sem fullnægir innanlandsmarkaði. Við viljum auka fjölbreytni landbúnaðarafurða og fullvinna þær hér. Við leit nýrra markaða erlendis verður að bjóða íslensk- ar landbúnaðarvörur sem sérstaka gæðavöru. Við viljum að vinnsla landbúnaðarafurða verði sem næst fram- leiðslustað. Með því er tryggt betra hráefni og atvinna skapast í dreifbýli umfram það sem nú er. Við viljum ekki frekari stóriðju hvorki innlenda né erlenda. Stóriðja hefur kostað okkur hundruð milljóna í rekstrarstyrkjum, erlendum lánum og fríðindum ýmis konar og hefur ekki skilað okkur arði. Stóriðju fylgir byggðaleg og félagsleg röskun og mengun af ýmsu tagi. Hvort tveggja hefur ófyrirsjáanlegar afleið- ingar fyrir land og þjóð. Stóriðja er ekki atvinnuskapandi miðað við þann fjármagnskostnað sem henni fylgir. Fram til aldamóta er búist við því að a.m.k. 25 þús. manns komi út á vinnumarkaðinn. Stóriðjuuppbygging í samræmi við stórvirkjanaáætlanir til sama tíma mundu aðeins veita tæplega 6% af því fólki atvinnu. Við viljum því ekki frekari stórvirkjanir heldur virkjanastefnu sem miðar við okkar eigin þarfir. Við viljum ekki frekari erlendar lántökur til rekstrar óarðbærra fyrirtækja. Við viljum að aukin tækni verði nýtt til þess að stytta vinnutíma án þess að rýra launa- kjör. Við viljum að tryggt verði að tölvunotkun verði ekki til þess að draga úr atvinnumöguleikum kvenna. Við viljum að grundvöllur hvetjandi launakerfa verði endur- skoðaður og að við þá endurskoðun verði gæði og nýting hráefnis metin til launa í stað hraða og afkasta. 9


Stefnuskrá [Kvennalistans].

Ár
1983
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
16


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stefnuskrá [Kvennalistans].
http://baekur.is/bok/79bc70a9-0b02-4fd6-a1f6-1884f5743f16

Tengja á þessa síðu: (11) Blaðsíða 9
http://baekur.is/bok/79bc70a9-0b02-4fd6-a1f6-1884f5743f16/0/11

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.