loading/hleð
(5) Blaðsíða 3 (5) Blaðsíða 3
99 9 9 KVENNAMÁL Á alþingi íslendinga verður það hlutverk okkar að standa vörð um hagsmuni kvenna og bama. Konur eiga hagsmuna að gæta á öllum sviðum íslensks samfélags. Öll mál, jafnt efnahagsmál sem uppeldismál koma konum við sem þátttakendum í íslensku þjóð- lífi. Öll mál eru því kvennamál. Við viljum skoða og skilgreina heiminn út frá okkar eigin forsendum. Við viljum að sameiginleg reynsla og verðmætamat kvenna verði metið til jafns við reynslu og verðmætamat karla sem stefnumótandi afl í samfélaginu. Við viljum að mannleg verðmæti verði fyrst og fremst lögð til grundvallar þegar ákvarðanir eru teknar í þjóðmálum. Við viljum samfélag þar sem allir, konur, karlar og böm em jafnvirtir og jafnréttháir. Við viljum hugarfars- byltingu. Til þess að ná þessum markmiðum verðum við að berjast fyrir bættum hag kvenna. Við höldum því fram að fleira sameini konur en sundri. Þótt lífskjör kvenna séu misjöfn emm við sem heild lægst launaði hópurinn í þjóðfélaginu. Konur njóta skemmri skólagöngu en karlar. Þetta tvennt gerir okkur efnahagslega ósjálfstæðar og áhrifalausar við mótun þjóðfélagsins. Menning og reynsla kvenna byggir að mestum hluta á hefð- bundnum störfum við heimilishald og umönnum bama. Við vilj- um halda tengslum okkar við þau störf sem hafa mótað okkur og lagt okkur til lífsgildi okkar, en við viljum ekki lengur vera í stöðu 3


Stefnuskrá [Kvennalistans].

Ár
1983
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
16


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stefnuskrá [Kvennalistans].
http://baekur.is/bok/79bc70a9-0b02-4fd6-a1f6-1884f5743f16

Tengja á þessa síðu: (5) Blaðsíða 3
http://baekur.is/bok/79bc70a9-0b02-4fd6-a1f6-1884f5743f16/0/5

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.