loading/hleð
(6) Blaðsíða 4 (6) Blaðsíða 4
hinnar efnahagslega ósjálfstæðu. Því viljum við leggja jafna áherslu á mikilvægi barnauppeldis og heimilisstarfa, samábyrgð kvenna og karla hvað þau varðar og mikilvægi þess að konur geti með góðu móti komist út á vinnumarkaðinn og orðið efnahags- lega sjálfstæðar. Við viðurkennum ekki það verðmætamat sem nú er lagt til grundvallar þegar laun fyrir störf kvenna eru ákveðin. Við viljum einnig að starfsreynsla kvenna við húsmóðurstörf verði metin jafngild annarri starfsreynslu til launa, hefji konur launuð störf. Staða og kjör kvenna ráðast að hluta til af lagasetningu á ýmsum sviðum og því munum við á alþingi eiga frumkvæði að og fylgja eftir lögum sem varða konur sérstaklega. Þar má nefna lög um fæðingarorlof, almannatryggingar, lagasetningu um fullorð- insfræðslu, löggjöf um fóstureyðingar og að komið verði á lífeyr- issjóði fyrir alla landsmenn og svo mætti lengi telja. VALDDREIFING Við teljum nauðsynlegt að dregið verði stórlega úr miðstýr- ingu íslensks samfélags. Síaukin miðstýring færir völd og ábyrgð á æ færri hendur. Talandi dæmi um þetta eru viðamikill ráðuneyti þar sem ákvarðanir eru teknar um jafnt hin stærstu mál sem varða alla þjóðina og minni mál sem snerta eingöngu einstök sveitafé- lög. Allir þekkja ráðuneytistilskipanir um hvemig skuli hagað þjónustu t.d. við fatlaða og aldraða og hvemig fyrirkomulagi skólastarfs skuli háttað án tillits til staðhátta eða þarfa neytenda. Sambærilega miðstýringu er að finna í öllum ríkisstofnunum, en þar ráða ríkjum flokkspólitísk ráð og nefndir, en starfsfólk og neytendur em áhrifalitlir um allar meiriháttar ákvarðanir. Flestir 4


Stefnuskrá [Kvennalistans].

Ár
1983
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
16


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stefnuskrá [Kvennalistans].
http://baekur.is/bok/79bc70a9-0b02-4fd6-a1f6-1884f5743f16

Tengja á þessa síðu: (6) Blaðsíða 4
http://baekur.is/bok/79bc70a9-0b02-4fd6-a1f6-1884f5743f16/0/6

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.