loading/hleð
(30) Blaðsíða 28 (30) Blaðsíða 28
Meðal afleiðinga þess siðferðis, sem mótast hefur af athöfnum þjóðfélags, sem betur er hœft til niðurrifs en nýsköpunar, má telja upplausn í andlegum efnum. Þetta ör- yggisleysi er undirrót tortryggni í garð þeirra, sem hafazt eitthvað að á andlegum sviðmn, og einkanlega ef form þeirra er nýs eðlis. Uppi eru raddir um það, að við stöndum á þröskuldi nýs þjóðskipulags, sem ekki þurfi á þeirri list að halda, sem túlkar breytileik mannsandans. Okkar kynslóð er öðrum fremur háð rás þjóðfélagsmálanna, og við vitum, að okkur ber að stuðla að því af öllum mætti, að þeim verði komið í mannsæmandi horf. Þetta er óvefengjanleg staðreynd. En gefur hún okkur rétt til að hafna listinni sem úreltu verkfæri? A hvaða rökum hvílir sú skoðun, að hún eigi sér aðeins tilverurétt sem þjónn daglegra þjóðfélagsvandamála? Er ekki manneskjan frábrugðin öðrum dýrum fyrir auð anda síns, sem hefur hana yfir aðrar skepnur jarðarinnar, og yfir efnið? Hin ytri lífsskilyrði og þróun þeirra eru undirstöðuatriði mannlegs lífs. En eigi þau að verða okkur samboðin, hljóta hugsjónir og þrá mannsandans að vera undanfari bess. Jafnvægi milli andlegra og verklegra athafna mannsins er því nauðsynlegt. Það er erfitt að gera sér í hugarlund, hvernig lífi okkar væri liáttað í dag, ef ekki hefði verið um slíkt jafnvægi að ræða. Hitt er deginum Ijósara, að á þeim tímum, er við nú lifum, er það skilyrði þess, að vel fari. Verði þessum tveim öflum stefnt hvoru gegn öðru, er glötunin vís. Vettvangur verklegra framkvæmda er hin ytri lífsafkoma manneskjunnar, viðfangsefni andans að víkka skilning hennar á heimi sínum. Skil- yrði þess að jafnvægi haldist, er að okkur sé þetta ljóst: Annars vegar er um að ræða framleiðslu og skipulagða dreifingu auðæfa jarðarinnar í samræmi við þarfir fólksins á hverjum tíma, hinsvegar lögmál mannsandans, sem ekki verður breytt í eðli sínu. Ég dreg þá ályktun af ofangreindu, að þjóðfélagsleg vandamál líðandi stundar séu ekki svo nátengd listinni sem margir halda fram. En hver er skoðun þeirra, sem berjast fyrir betra þjóðfélagi, á þessum málum? Jú, hún er á þann veg, að öllum andlegum athöfnum skuli beitt til framgangs hinum 28


Septembersýningin 1947.

Ár
1947
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
36


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Septembersýningin 1947.
http://baekur.is/bok/8643e3b1-a4d0-42a2-879a-797c702cf30f

Tengja á þessa síðu: (30) Blaðsíða 28
http://baekur.is/bok/8643e3b1-a4d0-42a2-879a-797c702cf30f/0/30

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.