loading/hleð
(3) Blaðsíða [1] (3) Blaðsíða [1]
Þegar Septembersýningin hljóp af stokkun- um í fyrra var ekki um það rætt að slík sýning yrði haldin oftar. Með því að halda hana var aðeins gerð tilraun til að gefa almenningi kost á að sjá og fylgjast með því hvað gerðist í vinnustofum yngstu og næst yngstu myndlistarmannanna, en margir hinna fyrrnefndu sýndu þar verk sín opinberlega í fyrsta skipti hérlendis. Það kom á daginn, að þessari sýningu var tekið með talsvert öðru móti en venja er til þegar málarar og myndhöggvarar koma opinberlega fram með myndir sínar og réði þar mestu um, að flestar þeirra voru það sem nú er kallað ,,abstrakt“, en nokkuð var það að dagblöðin, sem hingað til hefur fremur mátt álasa um tómlæti en of mikla afskiptasemi í garð myndlistarmanna, tóku skyndilega að mora af pistlum um þetta efni, svo það kom upp úr dúrnum að ýmsum blaðamönnum vorum og rithöfundum lá alls ekki í léttu rúmi hver stefndi í þeim málum, þó að þeir hefðu farið dult með það hingað til. En hin faglega gagnrýni lét heldur ekki sitt eftir liggja í þetta skipti. Kunnasta listdómara borgarinnar, „Orra“, sem venjulega lælur sér nægja að skrifa einn ritdóm um hverja sýningu, þótti vissara er hann hafði tekið Septembersýninguna í karphúsið með heilsíðu blaðagrein, að bæta annarri enn harðskeyttari við nokkrum dögum eftir að hin fyrri var birt.


Septembersýningin 1948.

Ár
1948
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
24


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Septembersýningin 1948.
http://baekur.is/bok/e9d86239-20f9-4a8c-82f1-19f6476abe0b

Tengja á þessa síðu: (3) Blaðsíða [1]
http://baekur.is/bok/e9d86239-20f9-4a8c-82f1-19f6476abe0b/0/3

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.