loading/hleð
(4) Blaðsíða [2] (4) Blaðsíða [2]
Að örfáum undanteknum átti þessi sýning litlum vinsældum að fagna hjá þeim, sem rituðu um hana, og mun ekki of sagt, aS aldrei hafi myndlistarsýningu veriS svo illa tekið á prenti hér á íslandi, enda einstakt að jafn margir ritfærir menn leggðust á eitt um fullkomið útrýmingarstríð á hendur heilum hópi fólks, sem fæst við listir. En þetta varð nú aðeiíis til að þjappa okkur saman, í stað þess að leggja árar í bát ákváðum við aðra „Septembersýningu“ svo fólki gæfist kostur á að glöggva sig betur á starfi okkar, því þegar allt kemur til alls eru það ekki nokkrir úrillir rithöfundar og listdómarar sem gera út um það, hvort það sé forkastanlegt og einskisvert, heldur þegar frá líður — fólkið sjálft. — Þess vegna skal „gagnrýnin“ frá í fyrra ekki gerð nánar að umræðuefni, en nokkrum orðum beint til sýningargesta almennt. ASalatriði allrar skapandi myndlistar er — og hefur ætíð verið — „composition“. Hér er þó ekki átt viS það að flötum sé smekklega og kirfilega raðað niður, eins og listdómarar okkar stundum tala um — þegar bezt lætur. ÞaS er átt við sterka, lifandi myndheild, sem mótast af skilningi höfundarins á hinni eilíft starfandi, síbreytilegu náttúru og hugkvæmni hans í meðferð lita og lína. Þegar þetta allt rennur saman í heild skapast listaverk, sem hefur orðið til fyrir áhrif náttúrunnar og mátt mannlegs hugmyndaheims. Enginn nýtur neinnar myndlistar til fulls án þess að temja sér að horfa á listaverkið sem „composition“, byggingu sem fyrst og fremst lýtur lögmáli efnisins sem byggt er úr, og minnast þess að málarinn t. d. hefur nokkra liti fyrir framan sig til að vinna verk sitt með, af þeim á hann að skapa, upp úr þeim hefur málaralistin risið, með þeim stendur hún og fellur, því án þeirra væru engin málverk til. Þetta er svo einfalt, en hvað margir hugsa um það er þeir hallmæla verkum ungra málara, að þeir deila þá oft harðast á þá, sem mesta rækt leggja við þau atriði, sem ætíð hafa verið frumskilyrði málaralistarinnar? Hitt er svo annað mál, hvað langt þeir ná með viðleitni sinni, úr því verður skorið smátt og smátt. En þeir ganga hvergi í berhögg við meginreglur myndlistarinnar, svo mikið er víst. Það er milli fordómanna og hins oft nýstárlega tjáningarforms að stríðið er háð, hin abstrakta mynd byggir ekki á náttúrunni með sama hætti og áður hefur tíðkazt, hún gerir sér ekki far urn að vera lýsing á náttúrunni, heldur sprettur hún að miklu leyti úr hugarheimi málarans og samlífi hans við liti sína. En það er jafn heimskulegt að halda því fram, aS náttúran eða tilfinning höfundarins fyrir henni endurómi ekki í


Septembersýningin 1948.

Ár
1948
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
24


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Septembersýningin 1948.
http://baekur.is/bok/e9d86239-20f9-4a8c-82f1-19f6476abe0b

Tengja á þessa síðu: (4) Blaðsíða [2]
http://baekur.is/bok/e9d86239-20f9-4a8c-82f1-19f6476abe0b/0/4

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.