loading/hleð
(13) Blaðsíða 11 (13) Blaðsíða 11
11 or búníngur sjálfrar eykonunnar þá sú liaganlegasta búníngs- fyrirmynd fyrir konur og óbrotnust. penna búníng bar Saga, sögudísin1)«. Auk þess að færa faldbúnínginn sem næst hinni fornu og fögru lögun sinni, lagði Sigurður mikla stund á að upp- drættirnir í lionum yrðu samkvæmir almennum fegurðar- reglum. í því skyni bjó hann til mjög mikið af uppdrátt- um, er hann gaf ýmsum konum til að sauma optir, eins og hann einnig hlutaðist til um að silfrið yrði sem fegurst2). En er búníugurinn fór að verða almcnnur, þá var svo opt leitað til Sigurðar til að fá uppdrætti, að hann sá að liann eigi mundi komast yíir að fulinægja þörfum manna í því tilliti, er fram liðu stundir; ennfremur var honum og ljóst, að ef sín missti við, þá mundi vera hætt við, að uppdrætt- irnir aflöguðust smámsaman, ef þeir væru hvergi til, nema teiknaðir mcð blýant á lausum blöðum. Fyrir því fór hann hin soinustu ár æfi sinnar að leitast við að fá uppdrættina gefna út; on þaroð það var anðsætt, að útgáfan eigi mundi, sízt í bráð, geta borgað sig, þá fóru konur nokkrar í Keykj- avík vorið 1874 að reyna að safna samskotum til þess, og átti Sigurður að taka við þeirn; en er hans missti við um sumarið, þá var og samskotunum lokið; veit eg eigi til að þau hafi orðið meiri cn 20 kr., frá liúsfrú Jóhöunu Kjerúlf á Skriðuklaustri, er eg afhenti Sigurði um sumarið áður en ') Með blýanti er skrifað neðan við þetta: »Hjer þarf að gjöra grein fyrir að búning þenna má brúka sem dansbúníng, sem brúðarbúníng og ef viil sem fermíngarbúníng, en enganvegin sem kirkjubúníng eða hátíðabúníng að öðru leyti<■. “) llann taldi það mikið lán fyrir búnínginn að gullsmiður Sigurður Vigfússon var í Reykjavík, cr lnifði bæði menntun og liagleik til að smíða silfur vandað og smekklegt; til bans vísaði Sig- urður málari jafnan, er eittlivað það skylcli smíða, er vandað átti að vera.


Um íslenzkan faldbúníng

Ár
1878
Tungumál
Íslenska
Bindi
2
Blaðsíður
72


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Um íslenzkan faldbúníng
http://baekur.is/bok/baadfb0a-ee47-4d9e-aac7-5a353b8edd19

Tengja á þetta bindi: Bók
http://baekur.is/bok/baadfb0a-ee47-4d9e-aac7-5a353b8edd19/1

Tengja á þessa síðu: (13) Blaðsíða 11
http://baekur.is/bok/baadfb0a-ee47-4d9e-aac7-5a353b8edd19/1/13

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.