loading/hleð
(2) Blaðsíða 2 (2) Blaðsíða 2
I sama ári Fjölnis, bls. 78, er J>ess gefið, að auk skólapilta haíi nokkrir gengið í fjelag þeirra; en vegna þess, að skólapiltar vilja helzt vera í fjelagi sjer, stofnaði Jón Árnason, stódent, á Eyvindarstöðum ásamt tveimur öðrum , er áður höfðu gjörzt bindindismenn, hindindis- fjelag í haust á Álptanesi; eru gengnir í það þessir nienn: Benidikt Sveinsson, kennslupiltur á Eyvindarstöðum frá Mýrum í Skaptafellssýslu, Stefán Stefánsson, silfursmiður í Sviðholti, Loytur Pálsson, vinnupiltur á sama bæ, Guðmundur Isaksson, vinnumaður á Bessastöðum. Jón Jónsson, tómthússmaður á Kasthúsum, Siðan áttu þeir fund með sjer 9. dag nóvembermán- aðar, og kusu sjer forstöðumann, stúdent Jón Árnason; vonum vjer, að það fjelag nruni brátt aukast, þó margir spyrni í móti, og það sumir hverjir, er sízt skyldu, og mestu ráða um. I Fjölni í fyrra, blss. 79—-81, er sagt frá bindindis- fjelagi því, er skólapiltur Eiríkur Jónsson frá Borg í Hornafirði, hafði stofnað þar eystra; voru þá gengnir í það íjelag 42. Með póstskipinu núna höfum vjer fengið skýrslu frá honum um ástand fjelags þess; þar segir svo: “Skipulagið á bindindisfjelaginu í þeim þremur sveitum, Lóni, Nesjum og Mýrum, er hið sama, og sagt er i skýrslu þeirri, er jeg sendi yður í fyrra. I suniar, 11. dag ágúst-mánaðar, átfum vjer fund með oss bindindis- rnenn; var þá sjer í Iagi rætt um, hvort konur bindindis- manna skyldu vera undir sömu lögum, sem þeir, eða ekki; kom oss öllum ásamt um, að svo skyldi vera; en fleiri voru þeir, er engin nauðsyn þótti til bera, að konur rituðu nöfn sín á nafnaskrárnar. Á hinu næstliðna og því nýbyrjaða ári hefur Qelagið talsvert aukizt; og hafa þeir mest að því unnið, sjera Björn og Stefán hreppstjóri á Árnanesi. Áður enn jeg fór að heirnan, sendi sjera Björn mjer nöfn þeirra, sem ei voru (og eru líkast ei enn)


Skýrsla um íslenzk bindindisfjelög frá vordögum 1845 til vordaga 1846.

Höfundur
Ár
1846
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
16


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Skýrsla um íslenzk bindindisfjelög frá vordögum 1845 til vordaga 1846.
http://baekur.is/bok/bf77c7fe-cf3b-41f5-a904-990161a3a19b

Tengja á þessa síðu: (2) Blaðsíða 2
http://baekur.is/bok/bf77c7fe-cf3b-41f5-a904-990161a3a19b/0/2

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.