loading/hleð
(9) Blaðsíða 9 (9) Blaðsíða 9
9 Ef flokkaÖ er niður, á sama hátt og í fyrra, eftir því, hver orsök er til þess, að hverjum þurfamanni fyrir sig hefir orSið aS veita styrk, þamiig aS í 1. flokki eru teknir geS- veikir menn á Kleppi, í 2. flokki fastir ómagar, sem næstum eingöngu eru sjúk eSa heilsu- biluS gamalmenni, í 3. flokki legukostnaSur sjúklinga á sjúkrahúsi og í heimahúsum og fátækrastyrkur, seni aS mestu eSa aS öllu leyti ú rót sína aS rekja til veikinda á heimilinu, í 4. flokki ekkjur eSa ógiftir kvenmenn meS börn á framfæri, í 5. flokki fjölskyldur erfiSis manna, þar sem fleiri en 4 börn eru í ómegS, í 6. flokki fjölskyldur drykkjumanna og í 7. flokki styrkveitingar af öSrum ástæSum, svo sem vegna atvinnuleysis, meSlög barnsfóSur meS óskilgetnum börnum o. fl., þá verSur styrksupphæSin í hverjum flokki fyrir sig hór um bil á þessa leiS: 1. Til geSveikramanna á Kleppi....................kr. 1642 50 2. — fastra ómaga................................— 8515 25 3. — legu- og sjúkrakostnaöar....................— 9464 28 4. — ekkna og ógiftra kvenna, sem börn hafa á framfæri — 4372 09 5. — heimila, er hafa fleiri en 4 skylduómaga .... — 4576 01 6. — heimila drykkjumanna........................— 2274 53 7. — styrkveitinga af öSrum ástæSum...............— 1888 59 Samtals — kr. 32733 25 Sundurgreining þessi er þó ekki nákvæm, þar sem oft liggja fleiri ástæSur eu ein til þess, aS styrk hefir oröiS aS veita, t. d. bæði veikindi og ómegð. Eftir því sem fólki fjölgar í bænum, hlýtur fátækraframfærið að faia vaxandi. Fleiri þurfa styrks með og framfæri hvers einstaks verður dýrara, A þessu ári, sem nú er brátt á enda, verður það fyrirsjáanlega nokkru meira en í fyrra. Mismunurinn eða aukningin staf- ar þá aðallega frá því, aS fleiri hafa fengið hjálp af fátækrasjóði til að leita sór heilsubótar á heilsuhælinu á VífilsstöSum. Fátækramálið í heild sinni er eitt hið stærsta og mikilverðasta mál bæjarfólagsins, og eg tel það rétt og sjálfsagt, að það verSi tekið til rækilegrar íhugunar og umræSu í fá- tækranefndinni og í bæjarstjórninni, hverjar breytingar megi gjöra á skipun fátækramálefn- anna, til hags fyrir bæjarfólagið. Eg minnist hér á nokkur atriði, sem eg óska að verSi tekln til umræðu og athugunar. 1. Breyting á fátækrastjórninni. Eins og nú stendur, er það fátækranefndin, og þá einkum formaður hennar, sem fátækrastjórnina hefir á hendi, ásamt fátækrafulltrúunum. Þeir eru nú 9 að tölu. Er bæu- um skift niður í hverfi milli þeirra. Þeir rannsaka hag og heimilisástæður þeirra, er styrk- þurfi verða og gefa skýrslu um það, koma fyrir ómögum o. s. frv. Allir vinna þeir kaup- laust og leggja sumir þeirra afarmikla vinnu fram í þarfir bæjarfólagsins. Störf þeirra vaxa að sjálfsögðu eftir því sem fjölgar í bæuum og fátækraframfærið vex. Það má því tæpast búast við því, að hægt verði lengi hór eftir að fá hæfa menn til að gegna starfa þessum kauplaust. Því hefir verið hreyft í bæjarstjórninni, að skipaður yrði, að erlendum sið, sérstakur umsjónarmaður, launaöur af bæjarsjóði. Fátækramálin eru nú þegar orðin svo mikil og marg- brotin, að þessa er orðin þörf. YrSi hann aS hafa skrifstofu opna eða vera til viðtals vissan tíma á degi hverj'um. Störf hans yrðu þá fyrst og fremst þau hiu sömu, sem nú eru fram- kvæmd af fátækrafulltrúunum og nokkuð af því, sem nú er afgreitt af skrifstofu borgarstjóra.


Skýrsla um þurfamenn og fátækraframfæri í Reykjavík 1910-1925.

Höfundur
Ár
1910
Tungumál
Íslenska
Bindi
11
Blaðsíður
346


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Skýrsla um þurfamenn og fátækraframfæri í Reykjavík 1910-1925.
http://baekur.is/bok/8fb0658c-874d-4442-abf7-bb395c9fe7b2

Tengja á þetta bindi: 1911
http://baekur.is/bok/8fb0658c-874d-4442-abf7-bb395c9fe7b2/2

Tengja á þessa síðu: (9) Blaðsíða 9
http://baekur.is/bok/8fb0658c-874d-4442-abf7-bb395c9fe7b2/2/9

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.