loading/hle�
(22) Blaðsíða 16 (22) Blaðsíða 16
16 að hefur rikisstjórn sína með því að ávinna sér lijörtu og hylli allra Dana, muni líka gefast okkur vel. En — þó munum vér altlrei gleyma J>ví, að þó margt kunni að verða blómlegra hér á landi eptir enn áður, þó ókomni tíminn rétti að okkur tómar rósir, f>á spretta f>ær þó upp af rótum f>eim, sem Kristján áttundi hefur gróðursett, og verða ekki slitnar frá minningu hans, nema með því að ónýta og tæta í sundur sögu okkar og sannleikann; en það getur einginn; sizt nokkur sá, sem ann hvoru- tveggju og er góður Islendíngur. En — í öllu sem viðber og fram við oss kem- ur, þekkjum vér þína handleiðslu drottinn! þú ræð- ur fyrir lífi og dauða og ræður jafnan vel, því þínir vegir eru miskun og trúfesti. jiú gafst oss góðan konúng, þar sem Kristján áttundi var; hann var verkfæri í þinni hendi, tilað efla heillir þessalands; þú hefur kallað hann aptur til þín, til þess ríkis, sem ekki er af þessum heimi, og sett hann þar yfir annað meira. En — þú hefur ekki sleppt af oss hendinni fyr- ir það, því þú sleppir eingum, sem ekki sleppir þér; þú ert allt umfaðmandi kraptur og speki og gæzka, og hefur forlög þjóðanna og hjörtu konúnganna í þinni hendi. Láttu nú þann konúng, sem kominn er aptur til ríkis í Danmörku, verða oss góðan og mildan, eins og faðir lians Kristján áttundi var; blessaðu ríkisstjórn hans og efldu hann í öllugóðu; gefðu okkur öllum þann frið og það frelsi, sem sprettur frá þér og leiðir til þín, þá erum vér gódir þegnar og þín börn. En það er gott að vera þinn þegn og þitt barn, því þú ert konúngur kon- únganna og kærleikurinn sjálfur. ^itt er ríkið, mátt- urinn og dýrðin að eilífu. Amen.


Sorgar-hátíð í minníngu dauða Kristjáns konúngs áttunda

Höfundur
Ár
1848
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
30