loading/hleð
(7) Blaðsíða [3] (7) Blaðsíða [3]
ar stjórnar og fyrirkomulag þeirra, og J>ó Iiikar hann sjer ekki við að bóa hjer til hvert axar- skaptið á fætur öðru, svo að hann verður sjer til ennar meztu minkunar. Jar sem 6. greinin biður um, að synodus öðlistþað valcl, að ekkert kyrkjulegt málefni yrði iitkljáð á alþingi fyrr en það áður hefði verið borið undir synodus og ef ágreiningur yrði, þá skæri konungur úr“, þá leggur höf. þetta út sem tilraun til að koma á aptur klerkavaldi katólskunnar og halda í ein- veldisstjórn konungsins. Væri þessi ímyndan höfundarins sönn, þá ætti kyrkjulegt ófrelsi eða klerkavald katólskunnar, eins og það var á miðöldunum, að þróast helzt í öllum reformertum löndum, þar sem að alstaðar eru kyrkjuþing, en kyrkjulegt frelsi helzt þar sem einvaldsstjóm er og engin kyrkjuþing. En nú er það alkunnugt, að öll reformerta kyrkjan hefur þjóöveld- islögun á stjórn sinni allri bæði æðri og lægri allt frá stjórn hvers einstaks safnaðar, semall- ir hafa sóknaráð (presbyteriá), uppað hinu æðsta kyrkjuþingi allrar landskyrkjunnar (General synodas). Allir vita nú, sem hafa nokkra þekkingu á sögunni, að hvergi er eölilegri kyrkju- stjórnin eða þjóðlegri heldur en i reformertu kyrkjunni, þar sem þessi kyrkjuþinga stjórn er^ og lienni er vel komið fyrir og að hvergi er síður hætt við klerkastjórn eins og riærri rná geta og þó segir höfundurinn, jafnt blindaður af vanþekkingu sem sjálfbyrgingsskap, að tilraun. til að koma á kyrkjuþingi sje til þess, að koma á klerkavaldi miðaldanna eða kyrkjulegri harðstjórn, og er það hið sama hvað kyrkjustjórnina snertir, eins og einhver segði um hina borgaralegu stjórn, að tilraunin til að konra á þjóöþingi nriðaði til þess að koma á harðstjórn og kúgunar- valdi. Eða er það ekki fráleitt að halda, að það sje sama að vilja halda einveldi konur.gs, og að leyfa lronunr að mega samþykkja gjörðir alþingis? Sama, að halda einveldinu og að kon- ungur megi skera úr, hvort hann heldur vill fallast á ástæður alþingis eða synodi í kyrkjuleg- um málum, sem alþingi eptir eðli sinu má ekki skoða frá kyrkjulegu sjónarmiði, heldur ein- ungis veraldlegu? Útúr öllum þessum sínum ruglingslegu hugsununr dregur höf. þá ályktun, að biskupinn, sem hafi fallist á bænarskrána, forstööum. prestaskólans, sem hafi veriö í nefndinni, er samcli uppástunguna og allir þeir prestar, sem eigí setu á þjóðfundinum, inuni vilja mæla fram með einveldi konungs; og fær sjer tilefni þaraf til að vara almenning við þessunr mönn- um. 5etta er sv0 tröllaukin heljarályktun, að það er óskiljanlegt, hvernig nokkur mennskur maður fer að búa hana til. En það er ekki við því að búast, að hann gjöri öðrum andlegrar stjettar inönnum hátt undirhöfði, þegar hann dæmir eins um prófast sjera Hannes Stephensen, sem var einn af þeim, er bjuggu til nefnclarálitið og er kjörinn þjóðfundarmaður. Við biðjum herra „Jeg“ blessaðann að tala ekki optar uin stjórnarlögun, livorki veraldle^a nje kyrkjulega, eða reyna til að aíla sjer meiri þekkingar á eðli stjórnarskipunar, eða að útvega sjer að minnsta kosti einhverja hugmynd um svo mikilvægt efni, áður en Iiann fer að tala um þaö við alnierining, eða áður en liann verður þingmaður, því með þessari þekkingu, sern hann lijer liefur látið í Ijósi á stjórnarefnum, vonunr við og óskum, að höf. sje hvorki í tölu þjóð- kjörinna nje konungkjörinna þingmanna. Höfundinum verður öðruvísi matur úr prentvillunum; þar sjáum við, að hann er heima hjá sjer; en það vill svo óheppilega til, að í grein hans, sem þó er ekki nema liðugt hálft annað hlað, munu finnast fleiri prentvillur en ein; og ein' er þar fullkomlega eins „hraparleg" og sú, sem hann hefur bent á í árritinu, nl. bls. 142 fyrra dálki 5. 1. a. o. Sá sem finnur að öllu hjá öðrum, ætti þó að vera svo vandur að við sjálfann sig, að gjöra éig ekki sekann einmiðt í hinu sama, sem liann er að áfella aðra fyrir. En hvað kærir herra „Jeg“ sig um það! Við segjurn þetta ekki afþvíað við viljum kasta þungum steini á hann fyrir prentvillur — því við vitum, að letrið er sumstaðar orðið svo máð og slitið, að það er ekki auðvelt að Iesa nákvæmlega prófarkir úr prentsmiðjunni — helclur einungis til að sýna almenningi framá ósanngirni liöfuiidarins í kröfum hans til annara. Og nú rjettritunin!


Svar uppá aðsenda grein í Þjóðólfi um Árrit prestaskólans "Han orthographisk var"

Ár
1850
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
12


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Svar uppá aðsenda grein í Þjóðólfi um Árrit prestaskólans "Han orthographisk var"
http://baekur.is/bok/58743267-aabf-4759-8a2e-726fd02cefbb

Tengja á þessa síðu: (7) Blaðsíða [3]
http://baekur.is/bok/58743267-aabf-4759-8a2e-726fd02cefbb/0/7

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.