loading/hleð
(8) Blaðsíða 4 (8) Blaðsíða 4
4 Vondir meiin tala heldur uni það, sem þeir óska eptir, en um hitt, sem þeir trúa, eða vita. það er dygð, að varast löst, og upphaf vizku, að verða laus við heimsku. Sjerhver maður tekur hlutdeild í þeim heiðri, sem veitist hinum verðugu. Sá, sem ekki getur yfirstígið ójöfnuð, liggur undir sjálfum sjer. Heiður hermannsins er eins viðkvæmur og tæpur, ogkvennamannsins — hann þolir enga grunsemi. þckking án dygðar er ekki annað, en vanþeltking með lærdómi. Vjer erum allt of ósparir á tímanum, þar sem þó allt vort lífskeið er eigi nema lítið stundarkorn. Ef þú vilt verða virtur og vel metinn, þá uppfræddu börn þín vel, og taktu svo hlut í góðverkum þeirra. Lærdómur upp vekur og rótfestir í sál- um vorum þær hreinu og inndælu tilfinn- ingar, sem sönn dygð cr fólgin í. Heimskunni verður aldrei við hjálpað, hún er skekkja sálarinnar, sem eigi verður fremur lagfærð, en skeltkja Iíkamans. Lögin geta ekki sannfært þar, sem þau ekki ná til að heggna. Leiddu hjá þjer litla mótgjörð, og mun hún verða því rninni. Lífið er of stutt til þess, að það hafi af- gangs tíma til fjandskapar. Enginn vorkennir uppgerða sorg. Óðar en vjer hættum að vera til gagns, verðum vjer sjálfum oss til byrði; hver skyldi því vilja vera iðjulaus! *því fleiri scm eru í sökinni sainan, þess ljettar bera þeir svívirðing glæpsins, því sætt er sameiginlegt skipbrot. Iðjuleysið niðurbrýtur grundvöll sjer- hverrar dygðar, og steypir yfir oss stór- flóði eymda og ódygða. Störf eru manni ómissandi: ef þau eru geðfeld, er það ánægja, ef þau eru nytsöm, er það sæla. þar vantar ekkert sem hyggindin mega ráða. Engin fyrirhöfn er of mikil til þess að uppgötva sannleika. Sá er enginn sjálfráður, sem ekki getur stjórnað sjálfum sjer. Oeinlægur vilji ber ófrjófsamt fræ. í esnveru er ekkert dýr eins huglítið, og maðurinn, í samfjelagi ekkert hugrakkara. Góð samvizka er sá dýrgripur, sem eng- inn má án vera, meðan hann lifir. Vjer ávinnum eigi annað með ósannsögli, en þau vandræði, að oss er ekki trúað, þegar vjer segjum satt. Eins og tortryggilegt gull reynist í eldi, eins þekkist bezt trúfesti vináttunnar á tíma neyðarinnar. því liærra sem maðurinn situr í tign, þess minna frelsi hefur hann í raun og veru. Sakleysi og launpukur lifir sjaldan lengi saman. Kenndu það eklci öðrum, sem þú trúir ekki sjálfur. Sá, sem hæðir fátækan, ásakar skaparann. Otular og öflugar sálir geta hvorki, nje mega halda kyrru fyrir, meðan æskuljörið varir. Margfjöldi bóka truflar sálina, og eigi er mikilla verulegra nota að vænta af marg- breyttum lestri. Hve margir eruþeir kennimenn, semtala síður af tilfinningu hjartans, en af fyllingu minnisins! Anægja skilningarvitanna er blómstur, hvers yhnur rýkur hastarlega burt, og hvers glæsta fegurð fölnar í höndum þess, sem fær það fyrstur. Mesti ntaður má ekki án vera hins lítil— mótlcgasta, meðan hann lifir. Iðjulausar stundir líða seint og leiðinlega, og draga með sjer óhroða og rusl. Sú reiði á sjer enga vörn, sem sjeð hef- ur tvær sólir. Sá, sem getur sigrað vilja sinn, er herra yfir sjálfum sjer. þekking, sem ekki er samfara rjettvísi, er slægð, og hugrekki, sem ekki stjórnast af skynsemi, er fíflska. Lærdóniur er stýri æskunnar, huggun ell- innar, og vissasti leiðtogi til heiðurs og mannvirðinga. Láttu ekki mótlætið lama vængi vonar- innar, nje meðlætið myrkva Jjós forsjáln- innar. Nauðsynlegast af öllum vísindum er, að læra það, að geyma sjálfan sig óflekkaðan af vondu eptirdæmi það er fyrsta atriði vizkunnar, að þekkja sjálfan sig.


Nýársgjöf 1851 handa Íslendingum

Ár
1850
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
16


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Nýársgjöf 1851 handa Íslendingum
http://baekur.is/bok/a7d52337-ee56-4e7e-a3bb-047947aa7ca4

Tengja á þessa síðu: (8) Blaðsíða 4
http://baekur.is/bok/a7d52337-ee56-4e7e-a3bb-047947aa7ca4/0/8

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.