loading/hleð
(10) Blaðsíða [4] (10) Blaðsíða [4]
— t/ »Ljúktu upp Lina!« Nú skal eg kveða ljúflingsljóð um lokkana þina, kveða og syngja Ijóðin löng um lokkana mjúku þína. »Þar sitja bræður« og brugga vél, gaktu ekki í skóginn þegar skyggir. Þar situr hún María mey, man eg hvað hún söng: Eg er að vinna í vorið vetrarkvöldin löng. Ef að þornar ullin vel og ekki gerir stórfeld él, sendi eg þér um sumarmálin sóley í varpa. Fögur er hún Harpa. Um messur færðu fleira, fjólu og músareyra, hlíðunum gef eg grænan kjól, svo göngum við upp á Tindastól, þá næturvökul sumarsól »sveigir fyrir norðurpól«, en dvergar og tröll sér búa ból í bergsins instu leynum, og Ijósálfar sér leika á hól að lýsigulli og steinum. Við skulum reyna að ræna frá þeim einum Börnunum gef eg gnótt af óskasteinum. »Þá spretta laukar, þá gala gaukar«. Þá syngja svanir á tjörnum, segðu það hörnum, segðu það góðum börnum.


Þulur

Ár
1916
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
24


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Þulur
http://baekur.is/bok/3a1bfe36-12ed-41ac-be81-daf5df38c57c

Tengja á þessa síðu: (10) Blaðsíða [4]
http://baekur.is/bok/3a1bfe36-12ed-41ac-be81-daf5df38c57c/0/10

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.