loading/hleð
(11) Blaðsíða 11 (11) Blaðsíða 11
verkefni og oft kom fyrir að ekki voru bein verkefni til fyrir alla þá vinnufúsu sjálfboðaliða er þar lögðu hönd að. Þó að skerfur manna væri misstór, skal hér enginn tekinn út úr, en öllum færðar þær fátæk- legu þakkir, sem orð megna að flytja. Auk þess fólks ,sem lagði fram vinnu á skrifstofunni, skal getið tveggja vinnuhópa er báðir leystu verkefni sín með sérstökum ágæt- um. Er þá átt við flokk þann, er annaðist uppsetningu og allan frá- gang á útisamkomusvæðinu á Þingvöllum, og stjórnað var af Jóni Norðdahl og hinsvegar starfslið fulltrúafundarins í Valhöll, en yfir- stjórn þess hafði Guðgeir Magnússon. Einnig skal hér þakkað fram- lag Alþýðukórsins og Lúðrasveitar verkalýðsins, er léku og sungu á Þingvöllum undir stjórn Sigursveins D. Kristinssonar. Þingvallafundur settur Hér hefur verið stiklað á nokkrum staðreyndum frá starfi her- námsandstæðinga á íslandi sumarið 1960. Það voru sigurreifir menn, sem að kvöldi þess 8. sept. yfirgáfu skrifstofuna í Mjóstræti 3, en morguninn eftir skyldi á helgistað íslenzkrar þjóðar hefjast þinghald hátt á þriðja hundrað valinna fulltrúa úr öllum héruðum landsins til endurreisnar íslenzks þjóðarmetnaðar og fyrir endurheimt óher- setins og friðlýsts íslands. Að Þingvallafundurinn 1960 hafi tekizt vel, verður vart um deilt, en minnumst þess íslenzkir hernámsandstæðingar, að með honum var aðeins náð merkum áfanga í tvisýnu stríði fyrir lífi íslenzku þjóðarinnar. Enn er kallað til stærri átaka Enn er eftir okkar hlutur, enn er kallað til stærri átaka — alls- herjar undirskriftasöfnun undir kröfuna um afnám hcrstöðva á Is- landi stendur fyrir dyrum. Keflavíkurgangan vakti storminn, er bera skal kröfuna um frið- sælt og óhult líf í herlausu landi fram til sigurs. Mögnum þann storm, svo hann nái að feykja hinum erlendu óþrifabælum burt af íslenzkri jörð. íslenzkir hernámsandstæðingar, minnumst þess, að lífsvon þjóð- ar okkar um alla framtíð er falin í einingu okkar sjálfra, sem í dag erum kvaddir til verka, í samheldni okkar, þreki okkar og átaka- krafti. Létum ekkert sundra þeirri einingu, sem náðst hefur, og ekkert slæva þær eggjar, er á þessu sumri hafa svo vel bitið. Þá mun markið — ísland herlaust á ný — ekki langt undan. Kjartan Ólafsson T i'öi ndi Þingvallajundar 11
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44
(45) Blaðsíða 45
(46) Blaðsíða 46
(47) Blaðsíða 47
(48) Blaðsíða 48
(49) Blaðsíða 49
(50) Blaðsíða 50
(51) Blaðsíða 51
(52) Blaðsíða 52
(53) Blaðsíða 53
(54) Blaðsíða 54
(55) Blaðsíða 55
(56) Blaðsíða 56


Tíðindi Þingvallafundar

Ár
1960
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
56


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Tíðindi Þingvallafundar
http://baekur.is/bok/228591ef-ffd0-4ce7-afae-84c8aeb179db

Tengja á þessa síðu: (11) Blaðsíða 11
http://baekur.is/bok/228591ef-ffd0-4ce7-afae-84c8aeb179db/0/11

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.