loading/hleð
(19) Blaðsíða 19 (19) Blaðsíða 19
Ályktun um næstu verkefni Landsfundur hernámsandstæðinga, haldinn á Þingvöllum 9.—10. sept. 1960, bendir á að aðstæður eru nú hagkvæmari en nokkru sinni fyrr til þess að heyja árangursríka sókn fyrir brottför alls hers af íslenzkri grund, fyrir afnámi herstöðva og hlutleysi íslands. Reynslan hefur þegar kveðið upp svo skýran dóm um hernámsstefnuna, að for- mælendur hennar hafa gefið upp alla röksemdavörn. Þess vegna er árangur í baráttunni gegn hernámi íslands fyrst og fremst kominn undir atfylgi og dug hernámsandstæðinga sjálfra. Landsfundurinn leggur áherzlu á það, að þessar hagkvæmu aðstæður séu notaðar til þess að stórefla sókn Islendinga gegn hernáminu og afleiðingum þess á öllum sviðum. í þessu skyni þarf að skipuleggja andstöðuna gegn hernámsstefnunni sem fjöldabaráttu og stefna að því að gera þann mikla meirihluta landsmanna, sem er andvígur hernáminu í huga sínum, að þátttakendum í sókninni fyrir brottför hersins og hlutleysi íslands. Til þess að sameina sem flesta íslendinga um markvissa baráttu gegn hernáminu samþykkir landsfundurinn verkefni þau sem hér fara á eftir: 1. Haldið verði áfram að stofna sem víðast nefndir hernámsand- stæðinga og stefnt að því að slík nefnd áhugamanna starfi í hverjum hreppi á landinu. Sérstaka áherzlu leggur fundurinn á það að komið sé upp hliðstæðu kerfi í þéttbýlinu og að í Reykjavík og öðrum fjöl- mennum kaupstöðum verði stofnaðar hverfanefndir hernámsandstæð- inga og nefndir áhugamanna á öllum stórum vinnustöðum. 2. Efnt verði til undirskriftasöfnunar um land allt til þess að fylgja eftir kröfunni um afnám herstöðva á íslandi. Felur landsfund- urinn landsnefnd og miðnefnd að undirbúa þau verkefni vandlega og hefja framkvæmdir eins fljótt og auðið er. Héraðsnefndum og hverfa- nefndum verði síðan falið að framkvæma undirskriftasöfnunina og tryggja það að rætt sé við alla íslenzka kjósendur og þeim gefinn kostur á að styðja kröfuna um afnám herstöðvanna með undirskrift sinni. 3. Efnt verði til nýrrar mótmælagöngu gegn hcrstöðvunum, frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur, sunnudaginn 7. maí 1961, í tilefni þoss að þann dag eru rétt 10 ár liðin síðan ísland var síðast hernumið. Felur fundurinn landsnefnd og miðnefnd að undirbúa gönguna og skor- ar á allar héraðsnefndir og hverfanefndir að tryggja þátttöku í henni frá öllum sýslum og kaupstöðum og scm flestúm hreppum landsins, eða stuðning við hana á annan hátt. 4. Haldin verði héraðsmót herstöðvaandstæðinga um land allt sumarið 1961. Landsnefndarmenn og héraðsnefndir í hverjum lands- fjórðungi ákveði fyrirkomulag héraðsmóta þessara í samráði við mið- nefnd, og héraðsnefndir kappkosti að tryggja sem mesta þátttöku í mótunum. 5. Miðnefnd er sérstaklega falið að fylgjast vandlega með öllu sem gerist í hernámsmálum og kalla almenning til aðgerða, jafnt sóknar sem varnar, hvenær sem tilefni gefast. TiSindi Þingvallajundar 19
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44
(45) Blaðsíða 45
(46) Blaðsíða 46
(47) Blaðsíða 47
(48) Blaðsíða 48
(49) Blaðsíða 49
(50) Blaðsíða 50
(51) Blaðsíða 51
(52) Blaðsíða 52
(53) Blaðsíða 53
(54) Blaðsíða 54
(55) Blaðsíða 55
(56) Blaðsíða 56


Tíðindi Þingvallafundar

Ár
1960
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
56


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Tíðindi Þingvallafundar
http://baekur.is/bok/228591ef-ffd0-4ce7-afae-84c8aeb179db

Tengja á þessa síðu: (19) Blaðsíða 19
http://baekur.is/bok/228591ef-ffd0-4ce7-afae-84c8aeb179db/0/19

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.