loading/hleð
(51) Blaðsíða 51 (51) Blaðsíða 51
grætt hafa og græða á öngþveitinu. Allt þetta mikla fé hefur reynzt auð- sótt í hirzlur þeirra aðila erlendra, er ná vildu tangarhaldi á landinu af hernaðarsökum og tókst það með fulltingi gullsins. Þannig runnu saman hagsmunir erlendra auðveitenda og viðtakendanna íslenzku, en syndagjöld þeirra á þjóð okkar að gjalda með því að sitja sem bandingi reyrður erlend- um skuldafjötrum við púðurtunnu, sem sprengd kynni að verða í loft upp fyrstu stundir hugsanlegrar heimsstyrjaldar, hefðum við ekki áður borið gæfu til að slíta af okkur helfjötrana. Aðstaðan sem hernámið veitti fjölda manns til að afla auðfengins gróða hefur óspart verið notuð og freklegast af þeim, sem vegna sterkra stjórn- málaítaka áttu hægast með að krækja í feitustu bitana. Hér er komin skýr- ingin á því, hvers vegna þeir halda svo fast í herinn og hika ekki einu sinni við að lýsa fullum hálsi eftir eldflauga- og kafbátastöðvum til viðbótar þeim víghreiðrum sem fyrir eru: ef herinn færi og herstöðvarnar yrðu nið- ur lagðar, þryti uppsprettulind hins óeðlilega gróða. Afstaða þeirra er því auðskilin og eins hitt, að þeir reyna að dylja undirrót hennar með því hávær- ara tali um lýðræðis- og frelsisást sem hernámstryggðin er lægri ættar. En hermangsliðið fær ekki lengur dulizt. Islenzkum almenningi er farið að ofbjóða ábyrgðarleysi þeirra íslenzku ráðamanna, er ljá íslenzkt land undir erlendar herstöðvar, sem engum manni er minnsta vörn í, en hljóta ef upp úr syði að kalla ægilegustu hörmungar yfir landsbúa alla. íslenzkum almenningi er farið að blöskra, að það skuli vera orðinn hvers- dagsviðburður: að einhver maður í ábyrgðarmikilli trúnaðarstöðu standi frammi fyrir þjóð sinni afhjúpaður sem fjársvikari. Það leynist engum sem opin hefur augu, að oftast nær má rekja ógæfu þessara manna beint eða óbeint til hermangsins. Þjóðinni rennur til rifja þessi mikla mannlega niður- læging, og henni er orðið ljóst, að hér er ekki aðeins um að ræða breysk- leikasyndir fárra einstaklinga, heldur sjúkt samfélagssiðgæði, meinsemd sem grafið hefur um sig í efri lögum þjóðfélagsins og breiðist óðfluga út. Skyggnum sjónum horfast menntamenn, listamenn og alþýða Islands í augu við alvarlegar staðreyndir, sem ráðamenn landsins reyna eftir föngum að dylja. Raunsæi og sómatilfinning fólksins í landinu eru að visa. því leið út úr ógöngunum. Af brýnni þörf, sem bjó innra með fólkinu s j á 1 f u, tók það höndum saman í sumar sem leið, þvert yfir allar flokka- línur, til verndar lífi sínu og heiðri. Þetta er skýringin á því, að fáeinum áhugamönnum tókst á fáeinum vikum að sameina fólk úr öllum flokkum og utanflokka í öflugum vel skipulögð- um landssamtökum með hátt á annað þúsund trúnaðarmanna í öllum sýsl- um og svotil hverri byggð á íslandi. Þetta er skýringin á því, að ágreiningur varð enginn á Þingvallafundi um markmið: brottför alls erlends hers af T í S i /i <1 i Þingvalla] u n il a r 51
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44
(45) Blaðsíða 45
(46) Blaðsíða 46
(47) Blaðsíða 47
(48) Blaðsíða 48
(49) Blaðsíða 49
(50) Blaðsíða 50
(51) Blaðsíða 51
(52) Blaðsíða 52
(53) Blaðsíða 53
(54) Blaðsíða 54
(55) Blaðsíða 55
(56) Blaðsíða 56


Tíðindi Þingvallafundar

Ár
1960
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
56


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Tíðindi Þingvallafundar
http://baekur.is/bok/228591ef-ffd0-4ce7-afae-84c8aeb179db

Tengja á þessa síðu: (51) Blaðsíða 51
http://baekur.is/bok/228591ef-ffd0-4ce7-afae-84c8aeb179db/0/51

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.