loading/hleð
(9) Blaðsíða 9 (9) Blaðsíða 9
firði þann 6. september. Alls urðu fundir 60 og voru haldnir í öllum kaupstöðum og sýslum landsins nema Dalasýslu. Á Austurlandi voru haldnir 14 fundir, á Norðurlandi 16, á Suðurlandi 13 og á Vestur- landi 17. Fyrir alla þessa fundi þurfti framkvæmdaráðið að útvega málshefjendur og urðu þeir samtals 66, jafnan 2—6 á hverjum fundi. Ýmsir einstaklingar fórnuðu miklum tíma í fundaferðalög og skal getið þeirra er mest lögðu af mörkum. Valborg Bentsdóttir var máls- hefjandi á alls 20 fundum í þrem landsfjórðungum. Einar Bragi fór um allt Austurland og var í þeirri ferð í tæpar sex vikur. Jónas Árnason var á mörgum fundum á Austurlandi ásamt Einari Braga, auk þess á nokkrum norðanlands, sunnan og vestan. Rósberg G. Snædal var málshefjandi á flestum fundum á Norðurlandi. Þóroddur Guð- mundsson var á mörgum fundum í Þingeyjarsýslu og á Snæfells- nesi. Ragnar Arnalds var á fundum í þrem landsfjórðungum. Magnús Kjartansson talaði á mörgum fundum í Norðurlandi og sömuleiðis í Vestur-Skaftafellssýslu. Gils Guðmundsson og Sigurjón Einarsson héldu fundi í flestum þorpum á Vestfjörðum. Úr hópi hinna 66 málshefj- enda skulu enn nefndir: Björn Þorsteinsson, Gunnar Benediktsson, Guðmundur Ingi Kristjánsson, Guðmundur J. Guðmundsson og Skúli Benediktsson, sem allir töluðu á fimm fundum eða fleiri. 188 ræðumenn Á fundunum til undirbúnings Þingvallafundi voru jafnan leyfðar frjálsar umræður og tóku auk hinna 66 málshefjenda samtals 122 menn til máls, og átti ameríski herinn á íslandi í þeim hópi aðeins 4 formælendur. Norðlendingar reyndust málreifastir og töluðu á fund- unum í Norðurlandi 47 heimamenn. Á fundum austanlands töluðu auk málshefjenda 37, vestanlands 19 og sunnanlands 19. Yfirleitt voru þessir fundir hernámsandstæðinga ágætlega sóttir, enda þótt hásum- arið sé af flestum talinn óheppilegur tími til fundahalda. Á flestum hinna 60 funda var Ávarp til íslendinga eða önnur ályktun í sömu átt samþykkt í einu hljóði svo og mótmælaályktanir gegn samninga- viðræðum íslendinga við Breta vegna landhelgismálsins. Kostnaður af fundahöldum varð ærið mikill, en þó létti mikið undir að yfirleitt stóðu heimamenn straum af kostnaði við fundarhús, fæði og gistingu ræðumanna á hverjum stað. Ferðakostnaður varð mikill, en þó minni en ætla mætti því að margir urðu til að létta undir með þvi að veita boðendum Þingvallafundar ódýran flutning. Skal sérstaklega getið Jóns Steinssonar, Reykjavík, sem flutti sendimenn framkvæmdaráðs- ins um landið í bifreið sinni í fullar þrjár vikur — þar af mest um Norðurland — og hjónanna Sigrúnar Sigurðardóttur og Hilmars Bjarna- sonar á Eskifirði, sem léðu framsögumönnum á austursvæðinu bíl til frjálsra afnota í hálfan mánuð. Stofnun héraðsnefnda Annað höfuðverkefni þeirra manna, er framkvæmdaráð sendi um landið var við hlið fundahaldanna myndun héraðsnefnda hernáms- andstæðinga. Voru víða myndaðar héraðsnefndir í hverjum hrepp, en annars staðar þar sem hentara þótti nefndir fyrir stærri svæði sam- eiginlega. Héraðsnefndirnar önnuðust síðan val fulltrúa úr héruðum á Þingvallafund og urðu undirstaðan að Samtökum hernámsandstæðinga, Tiðindi Þingvallafundar 9
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44
(45) Blaðsíða 45
(46) Blaðsíða 46
(47) Blaðsíða 47
(48) Blaðsíða 48
(49) Blaðsíða 49
(50) Blaðsíða 50
(51) Blaðsíða 51
(52) Blaðsíða 52
(53) Blaðsíða 53
(54) Blaðsíða 54
(55) Blaðsíða 55
(56) Blaðsíða 56


Tíðindi Þingvallafundar

Ár
1960
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
56


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Tíðindi Þingvallafundar
http://baekur.is/bok/228591ef-ffd0-4ce7-afae-84c8aeb179db

Tengja á þessa síðu: (9) Blaðsíða 9
http://baekur.is/bok/228591ef-ffd0-4ce7-afae-84c8aeb179db/0/9

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.