loading/hleð
(14) Blaðsíða 10 (14) Blaðsíða 10
Guðmundssyni, Baldri Helgasyni, Sigurði Flygenring og Bern- harði Hannessyni og voru þeir allir samþykktir samhljóða. Stjórnin var kosin til eins árs. I varastjórn voru þeir kosnir: Asgeir Höskuldsson og Gunnar Þ. Þorsteinsson. Að stjórnarkjöri loknu voru kosnir tveir endurskoðendur, þeir: Sigurður Þórarinsson og Kolbeinn Jónsson. Varaendurskoðandi var kosinn Jón Sætran. Þá hófst nefndarkosning: I ritstjórn Benedikt Bergmann, Páll Sæmundsson og Olafur Gíslason. I fræðslunefnd Sverrir Sigmundsson og Jón Sætran. Að síðustu gerði fundurinn samþykkt um að gefa þeim mönn- um, sem eru úti á landi eða ekki gátu mætt á þennan fund, kost á að gerast stofnendur þannig að þeir sendi skriflega inntökubeiðni til félagsins fyrir 15. ágúst n.k. Jón Sveinsson þakkaði þeim mönnum, sem mættu á þessum furidi óg fyrir þann áhuga, sem þeir hafa sýnt. Hann fór nokkrum orðum um mikilvægi þessa stofnfundar og hvatti menn til starfa í þágu félagsins. Fundi slitið, Bernharður Hannesson ritari. (sign) Stjórnarfundur haldinn í skrifstofuhúsnæði Vélsm. Héðins h/f þann 24. okt. 1960 kl. 17.00. Til fundarins voru mættir allir stjórnarmeðlimir, ásamt vara- mönnum og formanni Iðnfræðingafélags Islands, Joni Sveins- syni. Formaður Axel Kristjánsson setti fundinn. Áður en gengið var til dagskrár, sagði Jón Sveinsson nokkur orð, þar sem hann m.a. lýsti ánægju sinni yfir hve vel væri mætt til þessa fyrsta stjórnarfundar í Tæknifræðingafélagi Islands. 1. Fyrsta mál, sem tekið var fyrir, var verkaskipting stjórnar, sem skiptist þannig samkv. samhljóða atkvæðagreiðslu: Varaformaður Sigurður Flygenring, ritari Bernharður Hann- esson, gjaldkeri Asgeir Höskuldsson, framkvæmdastjóri Jón Sveinsson. 2. Breytingar á lögum nr. 24/1937: Nokkrar umræður urðu um þetta mál og var framkvæmda- stjóra falið að gera uppkast að væntanlegri lagabreytingu ásamt greinargerð sem síðar yrði rædd á næsta stjórnarfundi. 3. Gjaldskrá: Akveðið var að kjósa nefnd á næsta félagsfundi til að gera gjaldskrá fyrir félagið. 4. Inntaka nýrra félaga: Fundurinn var ánægður með þá ákvörðun frá stofnfundi Tæknifræðingafélagsins að öllum þeim núverandi meðlimum í Iðnfræðingafélagi Isl. væri boðið að gerast meðlimir í TFI. Einnig voru nokkrir fundarmanna hlynntir því að nemendur, sem nú sætu í norskum tækniskólum fengju inngöngu í TFI og jafnframt að TFI veitti þeim mönnum upplýsingar um tækni- skóla erlendis, sem hugsuðu sér að taka fyrir slíkt nám. 5. Nordisk Ingeniörforbund: Málinu frestað. 6. Undirbúningsdeild til Teknika: Framkvæmdastjóra var falið að skrifa Iðnaðarmálastofnun Islands bréf, þar sem gerð væri grein fyrir málinu frá sjónar- miði TFÍ. 7. Húsnæði: Formaður kvaðst athuga það mál. 8. Arsgjald: Samþykkt var að ársgjaldið skyldi verða kr. 400.00. Fleiri mál voru ekki tekin fyrir á þessum fundi. Fundi slitið Bernharður Hannesson ritari. (sign) Ég hef valið þann kost að drepa á það helsta um tilurð Tæknifræðingafélags Islands, einkum þó að geta ýmissa atriða um aðdraganda að stofnun þess, semekki eru skráð í fundargerðarbækur félagsins. Sumt af því, sem er skráð hér í þessari grein er tekið upp úr afritum af bréfum og grenargerðum, sem ég hefi varðveitt, annað úr minnisbók, sem ég hefi geymt. Þá hef ég talað við nokkra elstu félaga okkar sem enn eru á lífi og afkomendur látinna félaga til þess að fá upplýsingar frá þeim. Við þessa samantekt hefi ég komist að þeirri niður- stöðu, að nauðsynlegt sé að fá einhvern til þess að skrifa sögu stéttarinnar sem fyrst, því óðum Qölgar þeim, sem hverfa héðan. Halldór Pálssön byggingar- tæknifræðingur var stofnfélagi TFI, lést þeirra fyrst- ur, d. 1962. Halldór var einn þeirra, sem börðust fyrir þeim réttindum, sem við teljum nú að séu sjálfsögð. Halldór sýndi mér málsgögn frá 1945, þar sem hann og fleiri voru dæmdir í sekt fyrir að nota sitt menntunarheiti. Mér fannst gögnin, sem fram höfðu verið lögð af stétt okkar í því máli ekki nægilega umfangsmikil. Hafa verður í huga að á þeim tíma var ekki eins auðvelt og síðar varð að hafa samband við stéttar- bræður okkar erlendis, sem hafa háð langa og sigur- sæla baráttu fyrir málefnum sínum, menntun og rétt- indum í öflugum félögum. Fundargerðarbækur TFI og önnur gögn félagsins eru allgóðar heimildir um það, sem gerst hefur eftir stofnun þess. Þar er af mörgu að taka, en aðeins skal hér nefna nokkur mikilvæg atriði. Fljótlega eftir stofnun félagsins var samið við lög- mennina Geir Hallgrímsson og Eyjólf Konráð Jóns- son um að aðstoða TFI. Síðar tók Birgir IsL Gunn- arsson við lögmannsstörfum félagsins. Hann sá um lífeyrissjóðinn fyrstu árin. Þá kom að því að Birgir tók við borgarstjóraembættinu, en Sigurður Georgsson lögmaður var ráðinn framkvæmdastjóri félagsins og hefir hann gegnt því síðan. Allir hafa þessir menn unnið félaginu ómetanlegt gagn. Menntun tæknifræðinga innanlands og stofnun Tækniskóla íslands Þegar TFI hafði verið stofnað, voru menntunar- málin eitt það fyrsta sem farið var að vinna að. Fyrst stóð félagið fyrir undirbúningsnámskeiði undir tæknifræðinám, sem sett var 10. mars 1962. Kennslubækur voru fengnar frá Danmörku. Kenn- arar voru Bernharður Hannesson og Hreinn Jónas- son. Próf fóru fram að viðstöddum prófdómurum, þar sem allar reglur voru haldnar í hvívetna. Næsta skrefið var undirbúningsdeild (aspirantklasse) til húsa í Vélskóla Islands og sýndi Gunnar Bjarnason skólastjóri málefninu mikinn áhuga og velvild. Þetta leiddi til þess að Tækniskóli íslands komst á fót fyrr 10
(1) Band
(2) Band
(3) Saurblað
(4) Saurblað
(5) Blaðsíða 1
(6) Blaðsíða 2
(7) Blaðsíða 3
(8) Blaðsíða 4
(9) Blaðsíða 5
(10) Blaðsíða 6
(11) Blaðsíða 7
(12) Blaðsíða 8
(13) Blaðsíða 9
(14) Blaðsíða 10
(15) Blaðsíða 11
(16) Blaðsíða 12
(17) Blaðsíða 13
(18) Blaðsíða 14
(19) Blaðsíða 15
(20) Blaðsíða 16
(21) Blaðsíða 17
(22) Blaðsíða 18
(23) Blaðsíða 19
(24) Blaðsíða 20
(25) Blaðsíða 21
(26) Blaðsíða 22
(27) Blaðsíða 23
(28) Blaðsíða 24
(29) Blaðsíða 25
(30) Blaðsíða 26
(31) Blaðsíða 27
(32) Blaðsíða 28
(33) Blaðsíða 29
(34) Blaðsíða 30
(35) Blaðsíða 31
(36) Blaðsíða 32
(37) Blaðsíða 33
(38) Blaðsíða 34
(39) Blaðsíða 35
(40) Blaðsíða 36
(41) Blaðsíða 37
(42) Blaðsíða 38
(43) Blaðsíða 39
(44) Blaðsíða 40
(45) Blaðsíða 41
(46) Blaðsíða 42
(47) Blaðsíða 43
(48) Blaðsíða 44
(49) Blaðsíða 45
(50) Blaðsíða 46
(51) Blaðsíða 47
(52) Blaðsíða 48
(53) Blaðsíða 49
(54) Blaðsíða 50
(55) Blaðsíða 51
(56) Blaðsíða 52
(57) Blaðsíða 53
(58) Blaðsíða 54
(59) Blaðsíða 55
(60) Blaðsíða 56
(61) Blaðsíða 57
(62) Blaðsíða 58
(63) Blaðsíða 59
(64) Blaðsíða 60
(65) Blaðsíða 61
(66) Blaðsíða 62
(67) Blaðsíða 63
(68) Blaðsíða 64
(69) Blaðsíða 65
(70) Blaðsíða 66
(71) Blaðsíða 67
(72) Blaðsíða 68
(73) Saurblað
(74) Saurblað
(75) Band
(76) Band
(77) Kjölur
(78) Framsnið
(79) Kvarði
(80) Litaspjald


Tæknifræðingafélag Íslands

Höfundur
Ár
1981
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
76


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Tæknifræðingafélag Íslands
http://baekur.is/bok/d9cc0b99-039b-4775-97ed-e77a980aee8d

Tengja á þessa síðu: (14) Blaðsíða 10
http://baekur.is/bok/d9cc0b99-039b-4775-97ed-e77a980aee8d/0/14

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.