loading/hleð
(67) Blaðsíða 63 (67) Blaðsíða 63
Stefnt er að því hjá Philips að framleiða þessar perur í 11, 13, 18 og 25 watta stærðum. Þessi nýja pera verður um 17,6 sinnum dýrari en 75 W glópera í stofnkostnaði. Sparnaður við að nota hana er hinsvegar 60% sem er fólgin í minni orku- notkun og fimm sinnum lengri endingar tíma. Arið 1980 er byrjunin á öðru árhundraði perunnar (1979 var glóperan 100 ára). Þetta framlag Philips er fyrsta nýjungin á þessu öðru árhundraði. Það má fullyrða að þetta er ekki endirinn á nýjungum á þessu sviði. Bandaríkjamenn eru með margar nýjungar sem voru kynntar á árþingi Ljóstæknifélagsins í Texas 1980. Þessar nýjungar munu flestar líta dags- ins ljós á næstu árum. Lýsandi skrúf jám Ein af merkari tækninýjungum þessarar aldar er hin svokallaða „fiber optics”, þar sem ljós er leitt eftir hárfínum, sveigjanlegum gler- eða plastþráðum. Á sviði fjarskipta og læknavísinda hefur þessi tækni valdið byltingu. Þunnir fiberar hafa sparað geysilegt pláss í símastrengjum og með því að binda þá við ýmis læknatæki er unnt að lýsa á stöðum í líkama mannsins sem ekki var hægt áður. Nú hefur þessi tækni hafið innreið sína hjá venjulegum hlutum eins og skrúfjárni og er unnt að lýsa skuggalaust á stað þar sem erfitt er að koma venjulegri lýsingu við. I skaft- inu eru rafhlöður og þaðan liggja fjórir fiberstafir niður með skrúfjárninu. Framleiðandinn segir að þetta sé einungis fyrsta verkfærið sem sé fáanlegt með „fiber optic” en fleiri tegunda sé að vænta. Ný straumfesta Ný orkusparandi straumfesta er kominn á mark- aðinn. Hér er örtölvubyltingin að hasla sér völl eins og víða annarstaðar. Þessi nýja straumfesta er um 50% léttari og notar 30% minni orku. Eftir að straumfestur voru orðnar algengar um 1940 hafa þær eiginlega ekki breyst neitt hvað grundvallartækni varðar. Hin nýja straumfesta er hinsvegar frábrugðin í tveimur meginatriðum. Fyrst er búinn til riðabreyt- ir sem býr til 25000 rið á sek. úr hinum venjulegu 50 riðum. Síðan tekur örtölva við sem leysir af hólmi eiginleika segulsviðsins í venjulegri straumfestu. Þessi tvö prinsipp sett saman gera það að verkum að orkunotkun fellur úr 150 í 105 W. Þessar straumfest- ur munu verða fáanlegar snemma á næsta ári. Tæknifræðingafélag íslands Úrdráttur úr lögum T.F.Í. 2. gr. Markmið T.F.Í. er: Að gæta hagsmuna fétaga íhvívetna. Að efla samstarf félaga og stuðla að kynningu þeirra innbyrðis. Að auka og viðhalda menntun félaga. Að stuðla að aukinni tæknivæðingu á íslandi og efla skilning á starfi tæknifræðinga. 3. gr. Félagið vinnur að markmiðum sínum meðal annars með því: Að halda fundi um áhugamál félagsmanna. Aó halda uppi fræðslustarfsemi, svo sem nám- skeiðum og erindaflutningi. Að efna til skoðunarferða. Að gefa út Tímarit T.F.Í. og stunda aðra útgáfu- starfsemi. Að stuðla að starfsemi sérgreinadeilda, sem fjalla um málefni hinna ýmsu tæknifræðigreina. Aó stuðla að starfsemi hagsmunafélaga, er gæta hagsmuna stéttarinnar. Að ákveða gjaldskrá fyrir tiltekin tæknistörf. Að starfrækja lífeyrissjóð fyrir tæknifræðinga. Að hafa tengsl við samtök tæknifræðinga er- lendis. Að hafa tengsl við samtök háskólamenntaðra mann hériendis og erlendis. Skrifstofa félagsins er að Lágmúla 7, (3. hæð), Reykjavík, pósthólf 1304, sími 21730. 63
(1) Band
(2) Band
(3) Saurblað
(4) Saurblað
(5) Blaðsíða 1
(6) Blaðsíða 2
(7) Blaðsíða 3
(8) Blaðsíða 4
(9) Blaðsíða 5
(10) Blaðsíða 6
(11) Blaðsíða 7
(12) Blaðsíða 8
(13) Blaðsíða 9
(14) Blaðsíða 10
(15) Blaðsíða 11
(16) Blaðsíða 12
(17) Blaðsíða 13
(18) Blaðsíða 14
(19) Blaðsíða 15
(20) Blaðsíða 16
(21) Blaðsíða 17
(22) Blaðsíða 18
(23) Blaðsíða 19
(24) Blaðsíða 20
(25) Blaðsíða 21
(26) Blaðsíða 22
(27) Blaðsíða 23
(28) Blaðsíða 24
(29) Blaðsíða 25
(30) Blaðsíða 26
(31) Blaðsíða 27
(32) Blaðsíða 28
(33) Blaðsíða 29
(34) Blaðsíða 30
(35) Blaðsíða 31
(36) Blaðsíða 32
(37) Blaðsíða 33
(38) Blaðsíða 34
(39) Blaðsíða 35
(40) Blaðsíða 36
(41) Blaðsíða 37
(42) Blaðsíða 38
(43) Blaðsíða 39
(44) Blaðsíða 40
(45) Blaðsíða 41
(46) Blaðsíða 42
(47) Blaðsíða 43
(48) Blaðsíða 44
(49) Blaðsíða 45
(50) Blaðsíða 46
(51) Blaðsíða 47
(52) Blaðsíða 48
(53) Blaðsíða 49
(54) Blaðsíða 50
(55) Blaðsíða 51
(56) Blaðsíða 52
(57) Blaðsíða 53
(58) Blaðsíða 54
(59) Blaðsíða 55
(60) Blaðsíða 56
(61) Blaðsíða 57
(62) Blaðsíða 58
(63) Blaðsíða 59
(64) Blaðsíða 60
(65) Blaðsíða 61
(66) Blaðsíða 62
(67) Blaðsíða 63
(68) Blaðsíða 64
(69) Blaðsíða 65
(70) Blaðsíða 66
(71) Blaðsíða 67
(72) Blaðsíða 68
(73) Saurblað
(74) Saurblað
(75) Band
(76) Band
(77) Kjölur
(78) Framsnið
(79) Kvarði
(80) Litaspjald


Tæknifræðingafélag Íslands

Höfundur
Ár
1981
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
76


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Tæknifræðingafélag Íslands
http://baekur.is/bok/d9cc0b99-039b-4775-97ed-e77a980aee8d

Tengja á þessa síðu: (67) Blaðsíða 63
http://baekur.is/bok/d9cc0b99-039b-4775-97ed-e77a980aee8d/0/67

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.