loading/hleð
(9) Blaðsíða 5 (9) Blaðsíða 5
JÓN SVEINSSON, FORMAÐUR TFÍ: Tæknifrœðingafélag Islands 20 ára Stofnun Tæknifræðingafélags islands Fyrir 20 árum, nánar tiltekið 20. júlí 1960 kl. 20,00 var settur fundur í Tjarnarcafé að Vonarstræti 10 og Tæknifræðingafélag íslands formlega stofnað. Með stofnun TFI voru sameinaðir kraftar allra tæknifræðinga á Islandi í einu félagi. Allir tæknifræð- ingar höíðu lýst stuðningi sínum við stofnun félagsins á grundvelli hugmynda og stefnu sem sett var fram til að starfa eftir. Fyrir stofnfundinn voru tæknifræðingar í tveimur félögum þ.e. Tækni stofnað 1946 og Iðnfræðingafé- lagi Islands stofnað 1948. Stéttin var því klofin í tvö félög, sem ekki var vænlegt til stórra sigra. Sameining — Stór sigur vinnst I Iðnfræðingafélaginu voru margir ungir tækni- fræðingar. Það starfaði líflega, en á mjög veikum grundvelli vegna laga nr. 24/1937. Lögin voru á sín- um tíma sett einhliða án samráðs við þáverandi stétt- arfélaga okkar og bannaði þeim beinlínis að nota menntunarheiti sitt „Ingeniör”. Einkum bitnuðu þessi lög á flestum þeirra, sem stofnuðu félagið Tækni, þeim fyrstu, sem höfðu lokið námi og starfað hér í mörg ár. Margir þessara manna voru óánægðir með fram- annefnd lög m.a. vegna þess hverja málsmeðferð lagasetningin hlaut. Lögin voru sett án nokkurs sam- ráðs við þann hóp manna, sem með lögum var út- hlutað menntunarheitinu iðnfræðingur. Augljóst er að þarna hefur fámennur hópur verið beittur ósanngirni af hálfu þeirra, sem stóðu að þess- ari lagasetningu. Sennilega hafa heldur engir fagnað því meira en þessir ágætu menn, þegar Tæknifræð- ingafélag Islands var stofnað og félaginu tókst tæpum þremur árum seinna að fá nefndum lögum, nr. 24/ 1937 breytt á þann veg að, nýtt heiti, tæknifræð- ingur, fékkst lögverndað stéttinni til handa. Þetta var nafn, sem stéttin valdi sér sjálf einróma að höfðu samráði við málfræðinga. Lögmaður hins nýstofnaða félags TFÍ var Eyjólfur Konráð Jónsson og samdi hann með okkur breyt- ingafrumvarp, sem lagt var fyrir Bjarna Benedikts- son þáverandi iðnaðarráðherra og tók hann að sér að flytja frumvarpið á Alþingi. Við kynntum nú málið eins vel og við gátum m.a. með því að við, Hreinn Jónasson og Bernharður Hannesson tókum að okkur að ræða við hvern ein- asta þingmann og afhenda eftirfarandi greinargerð og rök öllum þingmönnum persónulega. Nokkur orð um ástæður tæknifræðinga til að óska eftir að fá menntunarheiti sitt lögvemdað. 1. Þeir menn hér á landi, sem lokið hafa ingenior-eksamen (eins og það nefnist á dönsku) frá ríkisviðurkenndum ingenior- skólum erlendis, hafa undanfarin ár sameinast í Tæknifræðinga- félagi íslands og tekið sér fyrstir og einir manna hér á landi menntunarheitið tæknifræðingur. 2. Þetta var gert eftir að það hafði verið borið undir sérfræðinga í norðurlandamálum og lögfræðinga. 3. Að dómi flestra þeirra manna, sem vér höfum rætt við, er heitið tæknifræðingur gott um hugtakið ingenior. 4. Vér höfum tekið upp þetta menntunarheiti vegna þess, að oss er bannað með lögum nr. 24/1937 að nota vort rétta mennt- unarheiti, ingcnior, eða íslenzka þýðingu á því, sem er verk- fræðingur samkvæmt öllum ísl. orðabókum (sjá t.d. orðabók Freysteins Gunnarssonar útg. 1926, bls. 239 og Blöndals, bls. 930). 5. Island er eina landið í heiminum, sem oss er kunnugt um, að hafi með lögum tekið réttinn af þessari stétt manna, til þess að nota menntunarheiti sitt 6. Póst- og símamálastjóri, Gunnlaugur Briem, verkfræðingur, hefir neitað að skrá félagatal Tæknifræðingafélags íslands í at- vinnuskrá símaskrárinnar, þar til vér höfum fengið heitið tækni- fræðingur lögverndað. Þetta er vissulega atvinnuspursmál fyrir stétt vora. 7. Vér teljum að lög nr. 24/1937 séu ein höfuðorsök þess, hve fáir tæknifræðingar eru á Islandi í dag og eigi þannig þátt í því, hve tækniþróunin hér á landi er langt á eftir því, sem gerist með nágrannaþjóðum vorum, enda komu mjög fáir tæknifræðingar til starfa á Islandi frá því lögin tóku gildi þar til 1948. 5
(1) Band
(2) Band
(3) Saurblað
(4) Saurblað
(5) Blaðsíða 1
(6) Blaðsíða 2
(7) Blaðsíða 3
(8) Blaðsíða 4
(9) Blaðsíða 5
(10) Blaðsíða 6
(11) Blaðsíða 7
(12) Blaðsíða 8
(13) Blaðsíða 9
(14) Blaðsíða 10
(15) Blaðsíða 11
(16) Blaðsíða 12
(17) Blaðsíða 13
(18) Blaðsíða 14
(19) Blaðsíða 15
(20) Blaðsíða 16
(21) Blaðsíða 17
(22) Blaðsíða 18
(23) Blaðsíða 19
(24) Blaðsíða 20
(25) Blaðsíða 21
(26) Blaðsíða 22
(27) Blaðsíða 23
(28) Blaðsíða 24
(29) Blaðsíða 25
(30) Blaðsíða 26
(31) Blaðsíða 27
(32) Blaðsíða 28
(33) Blaðsíða 29
(34) Blaðsíða 30
(35) Blaðsíða 31
(36) Blaðsíða 32
(37) Blaðsíða 33
(38) Blaðsíða 34
(39) Blaðsíða 35
(40) Blaðsíða 36
(41) Blaðsíða 37
(42) Blaðsíða 38
(43) Blaðsíða 39
(44) Blaðsíða 40
(45) Blaðsíða 41
(46) Blaðsíða 42
(47) Blaðsíða 43
(48) Blaðsíða 44
(49) Blaðsíða 45
(50) Blaðsíða 46
(51) Blaðsíða 47
(52) Blaðsíða 48
(53) Blaðsíða 49
(54) Blaðsíða 50
(55) Blaðsíða 51
(56) Blaðsíða 52
(57) Blaðsíða 53
(58) Blaðsíða 54
(59) Blaðsíða 55
(60) Blaðsíða 56
(61) Blaðsíða 57
(62) Blaðsíða 58
(63) Blaðsíða 59
(64) Blaðsíða 60
(65) Blaðsíða 61
(66) Blaðsíða 62
(67) Blaðsíða 63
(68) Blaðsíða 64
(69) Blaðsíða 65
(70) Blaðsíða 66
(71) Blaðsíða 67
(72) Blaðsíða 68
(73) Saurblað
(74) Saurblað
(75) Band
(76) Band
(77) Kjölur
(78) Framsnið
(79) Kvarði
(80) Litaspjald


Tæknifræðingafélag Íslands

Höfundur
Ár
1981
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
76


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Tæknifræðingafélag Íslands
http://baekur.is/bok/d9cc0b99-039b-4775-97ed-e77a980aee8d

Tengja á þessa síðu: (9) Blaðsíða 5
http://baekur.is/bok/d9cc0b99-039b-4775-97ed-e77a980aee8d/0/9

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.