loading/hle�
(14) Blaðsíða 8 (14) Blaðsíða 8
8 — Foreldrar Þorbjargar voru Sveinn prestr Bene- diktsson og Kristín Jónsdóttir, hann fæddr 1791, hún 1798. Vígðist faðir hennar prestr til Sandfells árið 1823, en slepti því brauði fyrir Þykkvabæjar- klaustr 1827 og flutti að Mýrum í Álptaveri 1828, eins og þegar er sagt. Hjá föður sínum ólst Þor- björg upp þar til hann dó 1849. Síðan var hún á Mýrum hjá móður sinni, er hafði nokkurn hluta jarð arinnar til móts við síra Jóhann Knút Benediktsson, tengdason sinn, þangað til vorið 1853. Þá fluttu þær mæðgr norðr í Skagafjörð. Benedikt Sveins- son, síðar yfirdómari og sýslumaðr Þingeyinga, var þá orðinn stúdent og kennari á Reynistað og hefir það orðið til þess, að þær fluttu norðr. Síðan fór Þorbjörg utan til náms í vfirsetufræði í Kaupm.höfn. Mun hún hafa horfið heim aftr um 1856, og varð hún skömmu síðar yfirsetukona í Reykjavík, og fór með það start' til dánardægrs. Þessar upplýsingar um æfiatriði Þorbjargar eru aðallega Dr. Jóni Þorkelssyni að þakka. Skyldu-sýslu sinni gegndi Þorbjöi’g með hinni mestu alúð og samvizkusemi. Hún var eftirlæti þeirra mæðra er í barnsnauð leituðu líknar hennar. Henni lét nærkonustarfið svo liprlega, að svo mátti segja, að mæðr kepptust um að ná þjónustu hennar þegar að leið hinum tvíhættu tímamótum. Þær dáðust að læknisviti henn- ar, snarræði þegar því var að skifta, og þessu hug- hreystanda máli hennar, sem flóði frá styrku misk- unnarheitu hjarta og títt varð mæðrum eigi hin dofnustu líknarlyf í barnsfara-þrautinni. Yfir sæng- urkonur breiddi hún alla hina vörmu kvenúð sína jafnt, hvort sem æðri voru eða lægri, sælli eða vesælli, og hljóp ótrautt undir bagga með þeim, sem


Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir

Höfundur
Ár
1908
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
42