loading/hle�
(24) Blaðsíða 18 (24) Blaðsíða 18
— 18 — innilegustu, sem á voia, tungu hafa verið töluð, og vígð í ljóði vors dýrðlegasta sálmaskálds. Hún elskaði köllunarstarf sitt, elskaði það ein- mitt mest fyrir það, hvað hennar auðuga móður- hjarta átti þar mikið tækifæri til að sýna svo mörg- um hjálparþurfandi ástaratlot og umhyggju. Hún elskaði alla bágstadda, hún var öruggur talsmaður þeirra, hvar sem var. En hún var eigi síður hjálparmaður þeirra í verkinu. í þeim efnum mátti fyllilega um hana segja, að ekki vissi höndin vinstri hvað sú hægri gerði. Hún var svo trygg vinum sínum, að langt verð- ur að leita, til að finna slíka. Og hún vildi eiga sálufélag við þá, hún vildi eiga hugsjónirnar saman við þá, og elska með þeim, það sem elsku var vert, og hrinda hinu og hafna. Hún elskaði alt gott og fagurt í þjóðlífi voru, og þá um fram alt hið göfgasta og fegursta í skáld- skap þjóðar vorrar. Eg hefi engan heyrt tala um það eins minnilega og átakanlega sem hana, hvaða þjóðargersemi og gimsteinar góð skáld væru, og hve áríðandi það væri, að kenna uppvaxandi kynslóðinni að þekkja og meta það sem bezt er hjá þeim, og þá allra helzt ættjarðarkvæðin. Því að hún elskaði landið sitt. Hún elskaði það svo heitt, að öllum varð að hitna um hjartaræturnar, er hún snart þá strengi. Það er svo mikið til af þessu þjóðræknistali, að það fer oft fyrir ofan garð og neðan, eða vekur enda ógeð. En þegar það kem- ur frá heitu hjarta, þá nær það til hjartans. Og svo var um hennar þjóðræknistal. Föðurlandsást hennar kom fram einslega og opinberlega í þeim búningi orðanna og með þeim róm, að enginn gleymir


Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir

Höfundur
Ár
1908
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
42