loading/hleð
(30) Blaðsíða 24 (30) Blaðsíða 24
— 24 — úr sínum eigin sjóði við blómsveigaféð, svo að féð varð 1500 krónur; fékk hún því næst þrjár konur í félag með sér, Jarþrúði Jónsdóttur, Katrínu Magnús- son og Louise Jensson, og var þá stofnaður »Blóm- sveigasjóður Þorbjargar Sveinsdóttur«; dregur hann nafn sitt af fé þvi, er var hinn fyrsti vísir til þess að hann var stofnaður, og sem ella mundi hafa verið varið til blómsveiga. Sömdu konur þessar síðan skipulagsskrá fyrir sjóðinn og er hún dagsett 5. júní 1903. Samkvæmt skipulagsskrá Blómsveigasjóðsins á bæjarstjórnin að hafa stjórn hans á hendi, en fela nefnd, er skipuð sé þremur konum, að útbýta styrk úr sjóðnum áriega meðal fátækra sængurkvenna í Reykjavík. Styrkurinn er að eins veittur af vöxtun- um, því að höfuðstólinn má aldrei skerða, en af árs- vöxtum hverjum skal þó jafnan leggja 20 krónur við höfuðstólinn. Sækja skal um styrkinn til nefnd- ar Blómsveigasjóðsins og skal þeirri styrkbeiðni fylgja meðmæli ljósmóður og sóknarprests eða læknis. Skömmu eftir að sjóðurinn var stofnaður fór Olafia af landi burt, en bæjarstjórnin fól hinum þremur konum, er voru í félagi með henni, að veita styrk úr sjóðnum, og hafa þær gegnt því starfi síðan. Sjóðurinn tók til starfa árið 1904, og hafa verið veittar úr honum alls 277 krónur; hefir 3—5 konum verið veittur styrkur á ári hverju, mest 25 krónur, minst 10 krónur hverri. Svo er til ætlazt, að alt það fé, er kemur inn fyrir minningarrit þetta, renni í »Blómsveigasjóðinn«. Kostnaðinn við útgáfuna borgar »Hið íslenzka kven- félag«. Minningarritið verður því blómsveigur meðal blómsveiganna. »Hið íslenzka kvenfélag« gefur hann


Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir

Höfundur
Ár
1908
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
42


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir
http://baekur.is/bok/ba3faf5a-0e12-4206-8154-596133ab4197

Tengja á þessa síðu: (30) Blaðsíða 24
http://baekur.is/bok/ba3faf5a-0e12-4206-8154-596133ab4197/0/30

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.