loading/hle�
(31) Blaðsíða 25 (31) Blaðsíða 25
— 25 — til minningar um þá ágætiskonu, er batt svo miklar framtíðarvonir við félagið, og sem fyrst allra kvenna hér á landi bar gæfu til að safna konum saman í stóran hóp undir þjóðræknisfána sinn, til að starfa að frelsi þeirra og framförum. Vér félagskonur munum vel, hversu einlægan og sterkan áhuga hún og fósturdóttir hennar Olafía Jóhannsdóttir höfðu á því, að kvenþjóðin sameinaði krafta sína til að komast á hærra menningarstig og fá rétt sinn aukinn. íslenzkum konum ber ætíð að geyma minn- ingu þeirra sem brautryðjenda í kvenréttindamálinu. Blómsveigar Þorbjargar eru svo nátengdir lífs- starfi hennar, og þeir hafa svo sérstakt eðli, að undir þeim spretta blóm á öllu því svæði, er þeir ná yfir, en þeir ná að eins yfir svæði fátæktarinnar. Nú er á valdi kvenna jafnt sem karla að stækka nýgefna blómsveiginn hennar og græða þannig blóm á berum mel. Minning Þorbjargar ætti einnig að vera öll- um konum brýn hvöt til þess. J. J.


Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir

Höfundur
Ár
1908
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
42