loading/hle�
(15) Blaðsíða 9 (15) Blaðsíða 9
er. Ef fleiri spor eru jafnhliða, er sauma skal með sama lit, á fyrst að sauma öll undirsporin og' því næst öll yfirsporin; sjá uppdráttinn. En sje eitt sjerstakt spor öðruvísi litt en hin sporin, verður að sauma það sjer, og eigi að sauma röð af beinum sporum eða skásporum niður eptir tvistinum, skal og sauma hvert einstakt spor sjer ; sjá t. d. 71. og 74. uppdrátt. 52. uppdráttur. Þessi uppdráttur sýnir, hvernig sauma máraðir af sporum án undirspora með því að leggja að eins bandið yfir tvistinn og sauma þá yfirsporin, en bandið má ekki vera svo smátt, að grisji í tvist- inn; sjá uppdráttinn. 53. uppdráttur. Pellsaumur. (Euskt spor). Spor þetta er án yfirspora og er saumað á ská yfir einn þráð í tvist með jöfnum þráðum; sporin verða öll að snúa eins; sjá uppdráttinn. Með spori þessu eru perlur saumaðar með tvinna í tvist, og er þá perlan dregin upp á tvinnaun áður en nál- inni er stungið niður. 54. uppdráttur. Hjer sjest, hvernig sauma má krossspor, yfir 4 þræði á lengd og 2 ábreidd; þau má einnig sauma yfir 4 þræði á breidd, en 2 á lengd. 55. uppdráttur. Demantsspor. Spor þetta er fyrst saumað eins og krossspor, en yfir 4 þræði á lengd og 4 á breidd ; 4 spor mynda 1 aðalspor, og 4 efstu sporin á uppdrætt- inum sýna greinilega öll sporin í aðalsporinu. Hvert spor er saumað sjerstakt, og verðurbandið að snúa eins í þeim öllum. 56. uppdráttur. Fljettusaumur. Saumur þessi sýnir spor, er saumuð eru á ská yfir 4 þræði á breidd og 4 á lengd; þau eru án und- irspora, snúa hvort á móti öðru og eru saumuð hvort við liliðina á öðru, eins og uppdrátturinn greinil. sýnir. 57. uppdráttur. Tiglsaumur. Saumurþessi er án undirspora og myndar tigla. Sporin eru saumuð á ská, hið fyrsta yfir 2 þræði, eins og undirspor í krosssaum; næsta spor er saumað yfir 4 þræði og miðsporið yfir 6; þá er aptur saumað yfir 4 þræði og seinast yfir 2, og liefir þá_ myndazt tigull, eins og uppdrátt- urinn sýnir. Ýmsir litir mega vera á tiglum þess- um. en fegurst, er að sauma með sama lit 4 tigla, er mynda 1 ferhyrndan tigul, og má haga litunum, eins og bezt á við. 58. uppdráttur. Stjörnusaumur. Saumur þessi er ólíkur hinum saumunum að því leyti, að stjörnur eru saumaðar með jöfnu milli- bili. Stjarnan er saumuð þannig, að nálinni er fyrst stungið upp í miðjunni og frá henni taldir 8 þræðir í beinni línu; nálinni er því næst stung- ið niður á þann hátt, að bandið leggist beint yfir þræðina; nálinni er þá aptur stungið upp í miðj- unni, og frá henni eru á 3 vegu saumuð spor á sama hátt, svo að kross myndist af 4 sporum; enn er nálinni stungið upp í miðjunni, og eru þá 2 skáspor saumuð yfir 6 þræði hvort, sitt hvorum megin við hvert hinna fyrnefndu spora, eins og greinil. sjest á uppdrættinum. Þegar lokið er við að sauma stjörnurnar, eru saumuð krossspor með öðruvísi litu bandi milli þeirra. 59. uppdráttur. Saumur þessi er svo glöggur á uppdrætinum, að konur þær, er hafa saumað hina saumana, geta hæglega saumað hann eptir uppdrættinum án ná- kvæmari útskýringar. Nunnusaumur (Gobelín); sjá 60.—68. og 70. uppdrátt. Saumur þessi er forn og var saumað- ur í klaustrum, eins og uafnið bendir á; liann er mjög farinn að tíðkast erlendis, og er saumað með honum ýmislegt, er áður var venjulega saumað með krosssaum; hann má sauma í tvist, helzt smá- gjörðan með jöfnum þráðum, einnig í hörljerept, striga, „Java Canevas“ og „Grenadine". Bandið, sem saumað er með, verður að samsvara efninu, sem saumað er í, og má sauma með ýmislegalitu „zephyrgarni“ og silkitvinna, en optast er saum- að með snúðlinu baðmullarbandi í hörljerept, „ Java Canevas“ og „Grenadine“, og sje dúkurinn hvítur, má sauma með hvítu baðmuilarbandi (Estremadur- garn). Eflaust mætti sauma saum þennan með íslenzku bandi í mjög gisofna einskeptu. 60. uppdráttur. Hjer eru kennd bein spor; þau eru saumuð þann- ig, að nálinni er fyrst stungið upp í tvistinn, og því næst er viss þráðafjöldi talinn í beina línu frá nálinni; henni er stungið niður í sömu línu, og leggst þá bandið beint yfir þræðina; sporin eru jafnhliða og 1 þráður milli hvers spors. Á eptir- fylgjandi uppdráttum sjest, að sporin eru saumuð yfir mismunandi þráðafjölda, og einmitt vegna þessa verða uppdrættirnir svo breytilegir. Nunnu- saumur er ýmist saumaður með beinum sporum eða skásporum, og þar eð hann er fljótlærður og uppdrættirnir mjög líkir, látum vjer oss nægja að skýra frá 2 þeirra öðrum með beinum sporum, en hinum með skásporum. 61. uppdráttur. Bezt er að sauma uppdrátt þennan í mjög smá- gjörðan tvist, og eru fyrst 3 skáraðir með bein- um sporum saumaðar þannig, að auður tigull myndist í miðjunnni; 2 spor eru jafnhliða og 1 þráður milli þeirra; hvert spor er saumað yfir 8 þræði á lengd. Tiglana milli skáraðanna er rjett- ast að sauma með öðrum lit; þegar þeir eru saum- aðir, eru fyrst 2 jafnhliða spor saumuð yfir 8 þræði, þá önnur 2 yfir 16 þræði, hin næstu 2 yfir 24 og miðsporin yfir 32 þræði; þá eru aptursaum- uð 2 spor yfir 24 þræði, næstu 2 yfir 16 og síð- ustu 2 yfir 8 þræði; sjá 61. uppdrátt. 62. uppdráttur. Tveir ferhyrndir tiglar eru saumaðir með ská- sporum ; þeir eru saumaðir sinn með hvorum lit, og er ytri tigullinn saumaður fyrst utan um innri tigulinn. Ytri tigullinn er 12 spor á hvern veg, og er byrjað á einu horninu og saumuð 8 ská- spor, hið fyrsta yfir 2 þræði og hið síðasta yfir 16. Öll sporin eiga að vera báðum megin í beinni línu frá fyrsta spori, og þannig myndast þríhyrn- ingur; 4 skáspor eru saumuð á báða vegu frá miðjum þríhyrningnum; þau eiga að vera í beinni línu við ytri rönd hinna 8 spora, er fyr vóru saumuð. Þegar þessu er lokið, hefir myndazt hálf- ur tigull, og er hinn helmingurinn þá myndaður með því að sauma 4 skáspor (yfir 8 þræði livert) á báða vegu gagnvart hinum fyrri skásporum; sjá uppdráttinn. Þegar þessi spor liafa verið saumuð, hefir myndazt auður tigull, sem verður í miðjunni, þegar lokið er við að sauma ytri tigulinn; því næst eru saumuð 8 skáspor, hið fyrsta yfir 16 þræði og hið síðasta yfir 2 þræði gagnvart fyrri þríhyrningnum, og hefir þá myndazt ytri tigullinn. Innri tigullinn er 4 spor á livern veg og saum- aður með 7 skásporum, eins og sjá má á upp- drættinum. 63., 64. og 65. uppdráttur. Þessir uppdrættir eru saumaðir með beinum spor- um á líkan hátt og 61. uppdr.; við þá er ekkert annað að athuga, en að þráðafjöldinn er mismunandi. Litunum má haga eptir vild. 66. uppdráttur. Sporin eru fiest hin sömu og fyr hafa verið kennd; þau eru saumuð á ská likt og á 62. upp- drætti, en margbreyttari. Sum sporin mynda 4 samföst blöð, en önnur tigla ; innan i þá eru saum- uð 16 spor, eins og undirspor í krosssaum (hvert yfir 2 þræði á hvern veg); þau snúa hvort á móti öðru ; sjá uppdráttinn; krossspor má og sauma innan í tiglana. Stjörnurnar eru saumaðar á lík- an hátt og á 58. uppdrætti. Krosssporin, stjörn- urnar, tiglana og blöðin er fegurst að sauma silt með hverjum lit. 67. uppdráttur. Sporin eru bein og ýmist saumuð yfir marga eða fáa þræði, eins og uppdrátturinn sýnir; en jiar eð skýrt hefir verið frá beinum sporum á 61. upp- drætti, virðist óþarfi að skýra þau nákvæmar. Litum má haga eptir vild. 68. uppdráttur. Þessi saumur er saumaður yfir 1 þráð á lengd og 2 þræði á breidd. Nálarnar á uppdrættinum sýna greinil., hvernig sporin eru saumuð, og einn- ig sjest á uppdrættinum, hvernig saumurinn lítur út, þegar hann hefir verið saumaður og hvernig. litum má haga; sjá uppdráttinn. 69. uppdráttur. Tiglar eru saumaðir með krosssaum, og eru 4 skáspor á hvern veg; því næst eru stjörnur saumaðar innan í tiglana. Þegar stjarna er sauiu- uð, er nálinni fyrst stungið í miðjuna á tiglinum, og verða þá 5 þræðir út í hvert horn, ef talið er frá nálinni; 2 og 2 spor liggja saman frá miðj- unni út í hvert horn, eins og sjá má á uppdrætt- inum ; þau eru saumuð frá miðjunni og verða 2 þræðir milli þeirra, þar sem nálinni er stungið nið- ur við krosssporin. Þessi 8 spor mynda kross. Þá eru 4 styttri hliðspor saumuð á ská frá miðj- unni og nálinni stungið niður þannig, að 2 kross- spor verði báðum megin við þau á utanverðum tiglinum. 70. uppdráttur. Laufskurðurinn er fyrst saumaður með beinum sporum yfir mismarga þræði; þá eru skáspor, er snúa hvort á móti öðru, saumuð frá hornunum með apturstingsspori, og eru sporin nákvæml. tal- in; frá þessum sporum eru saumuð 8 skáspor, og 2 bein spor báðum megin við hvert þeirra, svo þau verða sviplík þrem samföstum blöðum; að öðru leyti eru öll sporin saumuð bein eptir uppdrættinum. Köndin milli laufskurðanna er fyrst saumuð með jöfnum skásporum. og því næst er nálin þradd með stærra þræði og dregið undir sporin, eins og uppdrátturjnn sýnir. Alla þessa uppdrætti er lijer er frá skýrt, má sauma í sessuver, fótskarir, stólsetur og ýmis- legt fleira. 71—101 uppdráttur. Hjá hverjum uppdrætti, þessara krosssaumsupp-
(1) Band
(2) Band
(3) Saurblað
(4) Saurblað
(5) Blaðsíða [1]
(6) Blaðsíða [2]
(7) Blaðsíða 1
(8) Blaðsíða 2
(9) Blaðsíða 3
(10) Blaðsíða 4
(11) Blaðsíða 5
(12) Blaðsíða 6
(13) Blaðsíða 7
(14) Blaðsíða 8
(15) Blaðsíða 9
(16) Blaðsíða 10
(17) Blaðsíða 11
(18) Blaðsíða 12
(19) Blaðsíða 13
(20) Blaðsíða 14
(21) Blaðsíða 15
(22) Blaðsíða 16
(23) Blaðsíða 17
(24) Blaðsíða 18
(25) Blaðsíða 19
(26) Blaðsíða 20
(27) Mynd
(28) Mynd
(29) Mynd
(30) Mynd
(31) Mynd
(32) Mynd
(33) Mynd
(34) Mynd
(35) Mynd
(36) Mynd
(37) Mynd
(38) Mynd
(39) Mynd
(40) Mynd
(41) Mynd
(42) Mynd
(43) Mynd
(44) Mynd
(45) Mynd
(46) Mynd
(47) Mynd
(48) Mynd
(49) Mynd
(50) Mynd
(51) Mynd
(52) Mynd
(53) Mynd
(54) Mynd
(55) Mynd
(56) Mynd
(57) Mynd
(58) Mynd
(59) Mynd
(60) Mynd
(61) Mynd
(62) Mynd
(63) Mynd
(64) Mynd
(65) Mynd
(66) Mynd
(67) Mynd
(68) Mynd
(69) Mynd
(70) Mynd
(71) Mynd
(72) Mynd
(73) Mynd
(74) Mynd
(75) Mynd
(76) Mynd
(77) Mynd
(78) Mynd
(79) Mynd
(80) Mynd
(81) Mynd
(82) Mynd
(83) Mynd
(84) Mynd
(85) Mynd
(86) Mynd
(87) Band
(88) Band
(89) Kjölur
(90) Framsnið
(91) Kvarði
(92) Litaspjald


Leiðarvísir til að nema ýmsar kvennlegar hannyrðir

Ár
1886
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
88