loading/hle�
(17) Blaðsíða 11 (17) Blaðsíða 11
spor, er sýnd eru á blaði þessu koma fyrir í upp- drættinum. Skattering. Áður eu skatterað er, verður að ná uppdrœtt- inum á saumefnið, og' er það gjört á þann hátt, er nú skal greina. Fyrst skal leggja uppdráttinn á sessu eða marg- brotinn voðfelldan dúk og stinga með nál eða títuprjón í öll strykin á honum þannig: ..... Því næst skal næla uppdráttinn lauslega á saum- efnið, og láta þá hliðina snúa upp, sem upp sneri þegar götin vóru stungin; ef skatterað er í klæði, verður að gæta þess, að uppdrátturinn snúi eptir lónni. Þá skal skafa krít yfir uppdráttinn og draga bursta vel og vandlega yfir, svo að krítin fari alstaðar gegn um götin. Þegar þetta hefir verið gjört, eru títuprjónarnir, sem nælt var með, teknir burt, en sje uppdrátturinn óljós á saum- efninu, er það ofurlítið hrist og verður hann þá glöggvari. Ef þetta tekst eigi í fýrsta skipti, má ná krítinni úr með bursta og gjöra aðra tilraun á sama hátt og fýr, og takist það enn ei, verður að halda áfram tilraununum, unz það tekst. Þá er skafinni krít og viðarkvoðu blandað saman, og er þessi blanda þynnt með vatni, svo að hún verði hæfilega þunn. Uppdrátturinn er þá dreginn upp með penna á þann hátt, að stryk eru dregin eptir | livítu punktunum og dyfið niður í krítblönduna, | sem er notuð eins og blek; en sje viðarkvoða eigi | fyrir hendi, má nota nýmjólk. Það verður að | draga upp með lagi, svo að krítröndin verði eins mjó og unnt er; þess verður og að gæta, að upp- ; drátturinn sje dreginn rjett upp, og að ekkert sje skilið eptir. Þegar uppdráttufinn hefir verið dreginn : upp á saumefnið, er fóður sniðið úr „sirzi“ jafn- stórt því og þrætt undir það, og því næst eru renningar úr striga eða öðru haldgóðu efni saum- aðir allt í kring um bæði borðin með aptursting. Saumefnið er síðan fest í saumgrindina, og eru optast báðir lengri renningarnir, sem saumaðir vóru utan um það, saumaðir við strigann á hlið- unum á henni, en hinir báðir renningarnir eru festir með seglgarni við endana á henni, og er mjög áríðandi, að saumefnið sje fest svo vel | í grindina, að eigi bili, og eins, að það sje vel strengt; opt losast um það meðan verið er að j sauma, cn þá verður ætíð að strengja það á ný, því annars kiprast það, þó það ekki sjáist fyr en tekið er úr grindinni, en það má ekki kiprast, því þá verður skatteringin mesta ómynd. Grindin verð- ur að vera sterk og á hverri hlið Svo að hver stúlka, sem víll, geti eignast ó- dýra saumgrind, má geta þess, að hana má smíða meðlagiþví, sem götmeðhjerumbil myndin sýnir. 1 "'“TT1 þuml. milli- bili, sem seglgarn- ið er dregið gegn- um, þegar saum- verður að bora efnið er fest í grindina. I grindum þessum má skattera ýmislegt, en ekki ætti að skattera í þeim samfellur ; þær er bezt að sauma í algengum grindum og fóðra áður með „sirzi“, þar sem sauma skal eins og allt annað, sem skatterað er í grind. Ekki skal sauma saman alla dúk- ana áður en samfellan er fest í grindina, heldur skal gjöra það jafnframt og skatterað er; samfelluna verður að vefja þannig saman, að ekki komi brot í hana, og festa við endana á grindinni meðan saumað er. Bilið frá uppdrættinum niður í brún samfellunnar verður að mæla með „cirkli“, en bezt er að pappírinn, sem uppdrátturinn er dreginn upp á, sje svo stór, að hann nemi við brún hennar, því þá má mæla þetta bil á honuin, og þarf þá aldrei að mæla það á samfellunni. Þaðermjög áríðandi, að uppdrætt- ir sjeu rjett mældir og settir á saumefnið, og skal því ætíð mæla nákvæmlega frá þeim blöðum eða blómum, sem lengst skaga fram á uppdráttunum og út í brún saumefnisins. Eigi skal draga upp í alla samfelluna áður en farið er að skattera, heldur skal einungis draga upp í eina grind í senn; en uppdráttinn verður að draga upp svo langt, að hægt verði að setja liann sarnan, þegar dregið er upp í næstu grind, og er því bezt, að dálítið meira én einn uppdráttur sje á pappírnum, sem notaður er til þessa. Skatteringarsporin eru ýmist bein spor eða ská- spor, og eru ávallt skáspor í leggjum og blöðum ; spor í blöðum snúa jafnan hvort á móti öðru; sjá 124. mynd. í öllum leggjum á sama uppdrætti eiga sporin að snúa til sömu hliðar; 'sjá t. a. m. 167. uppdrátt. Þar sem mikil bugða er á leggj- um eða blöðum og hætt við, að grisji í saum- efnið öðrum megin, en sporin verði of náin hin- um megin, skal endrum og sinnuin, eptir því sem bezt fellur, sauma hálf spor þeim megin, sem bugðan er meiri. en svo vel verður að sauma, að ekki beri á því; þar sem minni bugða er, þarf engin aukaspor að sauma, heldur skal að eins vera lengra milli sporanna, þar sem bugðan er, en styttra hinum megin. Þegar blað er að eins klofið eptir miðjunni, þarf enga æð að sauma, en sporunum er stungið svo jafnt niður, sem unnt er, og myndast þá röst eptir miðju blaðinu, sem tákn- ar æðina. Ef æðar eru í blöðum á uppdráttum, sem saum- að er eptir, eins og t. a. m. á blöðum þeim, sem tölustafurinn 2 stendur við á 166. uppdrætti, skal f'yrst sauma blöðin og siðan æðarnar, og er þá einnig saumuð æð eptir miðjum blöðunum. Ber eru optast saumuð með fræhnútum, og er fyrst skatteraður mjór hringur, og síðan eru frælmút- arnir saumaðir innan í hann; sjá ber ál67. mynd. í blómum eru ýmist skáspor eða bein spor; sjá 158. og 159. uppdrátt. Þar sem bein spor eru löng á uppdrætti, verður að sauma hálft spor, þar sem þess þykir við þurfa, svo lítið beri á. Innan í blóm eru opt saumaðir fræhnútar; sjá 125. mynd; einnig má sauma grindverk innan í blóm. Grind- verk má sauma á tvennan liátt og sjest það glöggl. á 103. mynd og 138. uppdrætti. Smáhríslur, sem opt eru á uppdráttum, má sauma með skattering- arspori. Þegar skatterað er með fleirum en ein- um lit, verður að aðgreina ljós og skugga á upp- drættinum, menn verða nefnil. að hugsa sjer, að ljósið komi að ofan og leggi skáhallt niður á upp- dráttinn annaðhvort frá vinstri eða liægri hlið; en á hverjum sjerstökum uppdrætti verða menn ávallt að hugsa sjer, að ljósið komi frá sömu hlið og haga litum eptir því. Sá hluti blaða og blóma, sem veit að ljósinu, er saumaður ljósari en hinn, sem fjær er, því allt, sem er í skugga, sýnist dekkra á lit. Opt ber skugga á uppdráttinn af blómnm eða blöðum, og verður þá vel að athuga, hvaðan skuggar eiga að koma 0g hvernig þeir eiga að falla, það er að segja, menn verða að hugsa sjer, að skuggar myndist samkvæmt því sem menn hugsa sjer, að ljósið leggi niður á uppdráttinn, en þegar skatterað er, verður aldrei svo eðlilega skipt litum, að uppdrátturinn verði eins og málverk, og gjöra skatteringarsporin það að verkum. Sams konar blöð og blóm á að sauma með sömu lit- breytingum og má t. a. m. aldrei sauma liálft blað með annari litbreytingu en hinn helmingur þess er saumaður með, og er því nauðsynlegt, að geta aðgreint vel hverja litbreytingu frá annari. Þess má geta, að samfellu-uppdrættir eru engir í bókinni sakir þess, að þess konar uppdrættir eru til eptir vorn alkunna málara Sigurð Guðmundsson, og hefir frú G-uðrún Gisladóttir þegar gefið út nokkra þeirra. 229. Uppdráttur þessi er einkar-fagur i sess- ur, og sjeu tekin burt 4 síðustu blöðin af honum, er hann vel lagaður til þess að vera fjórði hluti sessu; einnig má framlengja hann og sauma í kring um ýmsar ábreiður, t. a. m. borðábreiður. Bezt fer á því, að sauma fuglana á greinun- um með silkitvinna eða klofnu „zephyrgarni“, en greinarnar með stærri silkitvinna eða óklofnu „zephyrgarni“, og verður að haga litum eptir lit vefnaðarins, sem saumað er í. í svartan vefnað má sauma fuglana með ýmsum litum og leggina j og blöðin græn. Ef saumað er í dökkbrúnan dúk, j má sauma fuglana ljósgula eða gráa og blöðin og leggina með grænum litum, en sje dúkuriun há- rauður, er fegurst, að fuglarnir sjeu ljósgráir, en leggirnir og blöðin móbrún; litirnir í leggjunum og blöðunum eru 2, og er saumað með ljósari litn- um innan í blöðin og víða eptir miðjum leggjun- um, eins og sjest á uppdrættinum. Spor það, sem fuglarnir, leggirnir og rönd blaðanna er saumað með, er leggsaumur; sjá 109. mynd. Steypilykkju- sporin í vængjum fuglanna sjást greinil. á 120. mynd. Sporin innan í blöðunum eru ýmist fræ- hnútar, töfraspor eða flatsaumur ; sjá 111., 113. og 123. mynd. 130. Þetta fangamark má sauma með hvitu eða mislitu baðmullarbandi í ýmislegt. Sporið er leggsaumur og smá apturstingsspor; stafina má og sauma með silkitvinna. 131. Uppdráttur þessi er helzt ætlaður í boi'ð- ábreiðu, og er mjór borði öðruvísi litur en ábreið- an lagður á hana, og saumað eptir miðjum borð- anum með töfraspori; sjá 113. mynd. Tvísett röð af steypilykkjusporum er saumuð báðum megin við borðann með öðrum lit en töfrasporið var I saumað með, en litlu myndirnar innan í bekknum eru saumaðar með leggsaum ; sjá 109. mynd. Yzt er beinn borði lagður allt í kring um ábreið- una, og eru saumaðir í hann fræhnútar og smá- stjörnur; bezt er, að saumað sje með silkitvinna, og verður að haga litum eptir lit ábreiðunnar. 132. Uppdrátt þennan er fegurst að sauma í svart atlask, og er hann skatteraður eða saumað- ur með flatsaum ; sjá útskýringu á saumum þess- um. Bezt fer á því, að sauma með silkitvinna eða klofnu „zephyrgarni“, og skal sauma leggina og blöðin með grænum litum, en blómin, sem eru hvort við hliðina á öðru hjer um bil á miðjum uppdrættinum, skal sauma með 2 bleikrauðum lit- um, öðrum ljósari, en hinum dekkri og sýnir Ijós og skuggi á uppdrættinum, hvar saumað er með ljósari eða dekkri lit; blómin eru ljósgul í miðj- unni og fræhnútarnir einnig gulir, en lítið eitt dekkri; hin blómin eru hvít með grænum bik.sr blöðum; blómknapparnir eru ljósgrænir og litiu liríslurnar með öngunum gulbrúnar. 133. Uppdráttur þessi er einnig saumaður með flatsaum og með silkitvinna eður klofnu „zephyr- garni“. Leggirnir og blöðin eru græn. Blómið, | sem er efst á miðjum uppdrættinum, er kornblóm; | krónublöðin eru saumuð með 2 eða 3 bláum lit- i um, en bikarinn með 2 grænum litum, ljósari og dekkri. Hin blómin eru hárauð, tvílit með Ijós- guíum fræhnútum í miðjunni. Efst á uppdrættin- um er leggur með 9 öngum og er það korn.ix, sem saumað er ljósgult með 2 gulum litum; auð-
(1) Band
(2) Band
(3) Saurblað
(4) Saurblað
(5) Blaðsíða [1]
(6) Blaðsíða [2]
(7) Blaðsíða 1
(8) Blaðsíða 2
(9) Blaðsíða 3
(10) Blaðsíða 4
(11) Blaðsíða 5
(12) Blaðsíða 6
(13) Blaðsíða 7
(14) Blaðsíða 8
(15) Blaðsíða 9
(16) Blaðsíða 10
(17) Blaðsíða 11
(18) Blaðsíða 12
(19) Blaðsíða 13
(20) Blaðsíða 14
(21) Blaðsíða 15
(22) Blaðsíða 16
(23) Blaðsíða 17
(24) Blaðsíða 18
(25) Blaðsíða 19
(26) Blaðsíða 20
(27) Mynd
(28) Mynd
(29) Mynd
(30) Mynd
(31) Mynd
(32) Mynd
(33) Mynd
(34) Mynd
(35) Mynd
(36) Mynd
(37) Mynd
(38) Mynd
(39) Mynd
(40) Mynd
(41) Mynd
(42) Mynd
(43) Mynd
(44) Mynd
(45) Mynd
(46) Mynd
(47) Mynd
(48) Mynd
(49) Mynd
(50) Mynd
(51) Mynd
(52) Mynd
(53) Mynd
(54) Mynd
(55) Mynd
(56) Mynd
(57) Mynd
(58) Mynd
(59) Mynd
(60) Mynd
(61) Mynd
(62) Mynd
(63) Mynd
(64) Mynd
(65) Mynd
(66) Mynd
(67) Mynd
(68) Mynd
(69) Mynd
(70) Mynd
(71) Mynd
(72) Mynd
(73) Mynd
(74) Mynd
(75) Mynd
(76) Mynd
(77) Mynd
(78) Mynd
(79) Mynd
(80) Mynd
(81) Mynd
(82) Mynd
(83) Mynd
(84) Mynd
(85) Mynd
(86) Mynd
(87) Band
(88) Band
(89) Kjölur
(90) Framsnið
(91) Kvarði
(92) Litaspjald


Leiðarvísir til að nema ýmsar kvennlegar hannyrðir

Ár
1886
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
88