loading/hle�
(18) Blaðsíða 12 (18) Blaðsíða 12
— 12 — velt er að sjá á uppdrættinum, livernig sporin snúa og einnig að mestu leyti ljós og skugga. Efnið, sem saumað er í, má vera svart, brúnt eða grátt. 134. Þessir tveir stafir eru saumaðir með flat- saum. 135. Eptir þessum uppdrætti má sauma í horn á sessu, og eru þá báðar randirnar, sem eru yzt á uppdrættinum, saumaðar allt í kring um sess- uua. Saumurinn er leggsaumur; sjá 109 mynd. Þrjár raðir eru saumaðar með svo nánum sporiun, að þær líta út eins og gild snúra, en yzt í horn- unum er einungis ein röð. Innan í blöðin eru saumaðir fræhnútar; sjá 111. mynd. Apturstings- sporum er einnig dreift innan í blöðin hjer og livar, eins og sjest á uppdrættinum. Litirnir eiga að vera 2 eða þrír og má sauma með silkitvinna eða „zephyrgarni“. 136. Þessi litla hrísla er saumuð með legg- saum, steypilykkju og flatsaum; sjá 109., 120. og 123. mynd. 137. Uppdráttur þessi er ætlaður í undirdekk, og má annaðhvort klippa blöðin og liöfuðið á dýr- inu úr klæði, leggja það á undirdekkið og sauma með kapmelluspori, eður að eins sauma það í und- irdekkið með kapmelluspori eptir uppdrættinum 101. mynd kennir kapmelluspor, og útskýring um það segir frá aðferðinni. Æðarnar innan i blöðin má sauma annaðhvort með leggsaum eða töfraspori; sýnishorn af báðum þessum sporum er á uppdrætt- iuum, og þau eru kennd á 109. og 112. mynd. Litirnir geta verið eptir geðþekkni hvers eins, en fegra er, að höfuðið sje öðruvísi litt en blöðin. 138. Uppdrátt þennan má skattera með „zephyr- garni“ í undirdekk; litirnir ættu helzt að vera græn- ir eða brúnir; þeir mega vera einn eða fleiri eptir livers eins geðþótta. Sjá fyrirsögn um skatteringu. 139. Eptir uppdrætti þessum má leggja borða á ýmislegt t. d. borðábreiður og undirdekk, og sauma því uæst ýms spor til prýðis. Sporin á upp- drættinum eru svo auðveld. að óþarfi virðist að lýsa þeim sjerstaklega, enda má sauma á annan liátt spor í borðann ; sjá 115. og 126. mynd. Snúr- ur má leggja eptir uppdrættinum, og einnig má sauma liann með leggsaum eða steypilykkju; sjá 109. og 116. mynd. 140. Uppdráttur þessi er einnig ætlaður í undir- dekk, og er hann lagður með suúrum eða saum- aður með steypilykkju. 141. og 143. Uppdráttur þessi er ætlaður í morg- unskó, sem annaðlivort eru skatteraðir eða saum- aðir með flatsaum. Sjá útskýringu á saumum þessum. 143. og 147. Uppdrætti þessa má skattera eða sauma með flatsaum í ýmislegt smávegis; blöðin eru græn, en berin rauð. Sjá útskýringu á flat- saum eða á skatteringu. 144. og 146. í uppdrætti þessum eru blöðin græn, en blómið gleym-mjer-ei er saumað með 2 ljósbláum litum og ljósgult í miðjunni; blómknapp- arnir eru bláir með grænum bikarblöðum. Upp- dráttin má skattera í ýmislegt. 145. Þessi uppdráttur er ætlaður í saumapoka, og má sauma hann með flatsaum eða leggsaum. Sjá útskýringu á saumum þessum. Uppdráttinn má sauma með einum lit eða fleirum rjett eptir vild. 148., 152. og 153. Staflr þessir eru saumaðir með ftatsaum; sjá útskýringu á honum. 149., 150., 151. og 155. Eptir öllum þessum upp- dráttum er saumað með flatsaum. Fangamark er saumað innan í suma þeirra, og er það sýnishorn af því, hvernig sauma má til prýðis kringum fanga- mörk. 154. Uppdráttur þessi er skatteraður með silki- tvinna eða klofnu „zephyrgarni14 í klæði, atlask eða annað efni; hann á að vera í saumapoka, og ætti helzt að sauma liann með grænum eða gul- brúnum litum. 156. og 157. Skóna á uppdrættinum má bæði skattera og sauma með flatsaum. Blöðin ætti að sauma með grænum litum, en blómin blá eða rauð og hvít í miðjunni; blómknapparnir mega vera grænir, lítið eitt ljósari en blöðin. 158. Uppdrátt þennan má skattera eða sauma með flatsaum í ýmislegt t. d. í þilkistu eðablaða- fetil, og verður annaðhvort að sauma með silki- tvinna eða klofnu „zephyrgarni". Blöðin eru græn, dekkri og ljósari, eptir því sem skuggar segja til, og merkja feitari strykin dekkri litinn, en hin grennri ljósari litinn. Blómin eru hvít eða ljósblá. 159. Uppdráttur þessi er ætlaður í blaðafetil, og sjest ljós og skuggi á sama liátt og getið var um í síðasta uppdrætti. Uppdráttinn má skattera í klæði eður annað efnimeð klofnu „zephyrgarni“ eða silkitvinna. Blöðin eru saumuð með 2 græn- um litum, en blómin mega vera ljós-fjólulit, hvít, eða rauð, og gul í miðjunni; bikarblöðin eru saum- uð með grænum lit. 160. Jarðberjauppdráttur þessi er ætlaður í sessu, og verður að skattera hann eins og allt annað, sem vanda á, annaðhvort með klofnu „zephyrgarni“ eða silkitvinna. Snmar greinarnar má sauma fagurgrænar, en sumar gulgrænar, eins og þær væru farnar að fölna; liver grein má vera með fleirum grænum litum. Blómin eru hvít, en gul í miðjunni; bikarblöðin á berjnnum og hálf- útsprungu blómunum eru græn. Berin eru fagur- rauð, og má sauma þau með 2 rauðum litum; helm. ingurinn^ á hinurn minnstu þeirra má vera ljósgul- ur; þau eru öll með litlum gulum eða dökkrauðum dröfnum. Sjá að öðru leyti fyrirsögn um skatteringu. 161. Yínberjauppdráttur þessi er ætlaður í sessu. Blöðin og leggirnir eru gulgrænir, en berin rauð; þau má skattera með 2 litum, og merkir auðnin ! innan í þeim, að þar eigi að sauma ljósari litinn; má annað hvort sauma þau með beinum sporum eða með fræhnútum, eins og sams konar uppdrátt- | ur bendir á; sjá 164. mynd. Feitari strykin sýna, hvar sauma skal blöðin með dekkri lit, en grennri strykin, hvar sauma skal með hinum Ijósari. 163. Uppdrátt þennan má skattera í undirdekk og fl. með silkitvinna eða klofnu „zephyrgarni11; blöðin eru græn. Kornblómin á að sauma með 2 bláum litum; annað þeirra er hvítt í miðjunni, en ; bikarinn á hinu er saumaður með grænum lit. Sjá fyrirsögn um skatteringu. 163. Uppdrátt þennan má skattera í undirdekk ; hann er skatteraður með grænum eða gulbrúnum I litum, og benda strykin á ljós og skugga. Sjá að öðru leyti fyrirsögn um skatteringu. 164. Uppdráttur þessi er sams konar og 161. uppdráttur. 165. Þennan uppdrátt má sauma í horn á sessu, helzt með einlitum silkitvinna. Saumurinn er flat- saumur; fræhnútar eru saumaðir á einstöku stað, eins og sjest á uppdrættinum. 166. Uppdrátt þennan má skattera í undirdekk og með lítilli breytingu í sessu; hann ætti helzt að sauma með klofnu „zephyrgarni“. Greinarnar, sem tölustafirnir 1 og 4 standa við, á að sauma með 2 gulgrænum litum, ljósari og dekkri. Þar sem tölustafurinn 2 stendur, eiga blöðin að vera með einum lit, ljós-sægrænum, og með sama lit á að sauma sams konar blöð á efri greinunum, en leggirnir eiga að vera dekkri og einnig æðarnar. Stóru blöðin, sem eru rjett við tölustaf 3, á að sauma með 2 skrúðgrænum litum, Ijósari og dekkri. Á uppdrættinum sjest, hvar sauma skal með ljós- j ari og dekkri lit. 167. Uppdráttur þessi er lárviður; hann er skatteraður með klofnu „zephyrgarni“ eða silkitvinna ! og á að vera í sessu. Berin eru saumuð með 2 hárauðum litum, Ijósari og dekkri, en blöðin eru saumuð með grænum litbreytingum. Því ver hef- ur ljós og skuggi misprentazt á flestum blöðum , á uppdrætti þessum og spor í leggjum á 163. og 164. uppdrætti, en eins og vjer höfum áður tekið fram í fyrirsögn um skatteringu, verða menn cetíð að hugsa sjer, að ljósið komi frá sömu lilið, \ og haga ljósi og skugga eptir því; á þessum upp- drætti er bezt að haga Ijósinu á blöðunum eptir ljósinu á berjunum. Leggina ætti að sauma með 2 trjebrúnum litum, aðallegginn með dekkri lit en leggina í greinunum. Fyrstu greinina á leggnum ætti að sauma með 2 gulbrúnum litum, eins og hún væri lítið eitt farin að fólna, næstu 2 greinar með 2 gulgrænum litum, og má dekkri liturinn vera talsvert dekkri en ljósari liturinn. Ungu greinarnar hjá berjnnum ætti aðsaumameð ljósgrænni litum. 378. Uppdráttur þessi lítur vel út, ef hann er saumaður með silkitvinna í Ijósgrátt klæði; hann má bæði skattera og sauma með flatsaum, ogskal sauma blöðin með grasgrænum lit, en æðarnar og leggina með dekkri lit. Litlu berin mega vera gulgræit eða hárauð rjett eptir því sem hver vill. Stafinn, sem höggormurinn vefur sig um, má skatt- era með gulum silkitvinna, en bezt er, að stafur- inn sje gylltur, og má sauma hann með mjög smáum gylltum perlum. Þegar saumað er, eru nokkrar perlur í senn dregnar upp á t.vinnann og nálinni stungið þannig, að perlurnar liggi á ská yfir stafinn, alveg eins og sporin liggja á upp- drættinum; hnúðurinn er einnig saumaður með gylltum perlum, og liggur þá eins í sporunum og sjest á uppdrættinum. Stafinn mætti og baldýra, og sauma hnúðinn með kantelium og paliettum í miðj- una. Höggorminn ætti að sauma dökkgrænan með annari litbreytingu en blöðin; augað ætti að vera rauð perla og tungan rauð. 379. Uppdrátturinn er saumaður með leggsaum eða steypilykkju, og er bezt að sauma með einlit- um eða reyrðum silkitvinna. 380. Þennan, uppdrátt á að sauma með silki- tvinna, og má sauma í atlask eða klæði. Blöðin á að sauma með .2 grænum litum og leggina lítið eitt dekkri. En blómin má sauma Ijósgul eða ljós- fjólulit með dökkum fræhnút í miðjunni og dökk- um duptberum. 381. Uppdrátt þennan má sauma á ýmsa vegu t. d. með flatsaum, en þar eð hann virðist svo að segja eintóm hugsmíð, væri bezt að sauma hann með einlitum eða reyrðum silkitvinna, en þó vilj- um vjer benda á, hvernig vjer höfum hugsað oss. að haga mætti litum í honum. Blómið sem er efst á uppdrættinum mætti vera með hvítum og ljós- gráum blöðum, og ætti að sauma blöðin, sem liggja ofan á hinum blöðunum hvít, en hin, sem eru undir, ljósgrá; þau ætti einnig að sauma fyr. Blómið, sem er neðst á uppdrættinum, mætti vera hárautt með 2 rauðum litum og hvítt í miðjunni- stóru berin utanvert á uppdrættinum mætti einni<>- vera liárauð; allir angarnir, leggirnir og blöðin gu!- brún, nema í miðjum uppdrættinum; þar erugræn, blöð kring um blásvört ber, en dálítinn aflangan depil með ljósari bláum lit ætti að sauma ofanvert í öll ber- in. Hin 3 stóru blöð hjá berjunum ásamt liinum 2 hálfu blöðum mætti sauma sægræn, með sama saum og 119. mynd kennir, en 3 randsljettu blöð- in, sem einnig eru hjá berjunum, gulgræn.
(1) Band
(2) Band
(3) Saurblað
(4) Saurblað
(5) Blaðsíða [1]
(6) Blaðsíða [2]
(7) Blaðsíða 1
(8) Blaðsíða 2
(9) Blaðsíða 3
(10) Blaðsíða 4
(11) Blaðsíða 5
(12) Blaðsíða 6
(13) Blaðsíða 7
(14) Blaðsíða 8
(15) Blaðsíða 9
(16) Blaðsíða 10
(17) Blaðsíða 11
(18) Blaðsíða 12
(19) Blaðsíða 13
(20) Blaðsíða 14
(21) Blaðsíða 15
(22) Blaðsíða 16
(23) Blaðsíða 17
(24) Blaðsíða 18
(25) Blaðsíða 19
(26) Blaðsíða 20
(27) Mynd
(28) Mynd
(29) Mynd
(30) Mynd
(31) Mynd
(32) Mynd
(33) Mynd
(34) Mynd
(35) Mynd
(36) Mynd
(37) Mynd
(38) Mynd
(39) Mynd
(40) Mynd
(41) Mynd
(42) Mynd
(43) Mynd
(44) Mynd
(45) Mynd
(46) Mynd
(47) Mynd
(48) Mynd
(49) Mynd
(50) Mynd
(51) Mynd
(52) Mynd
(53) Mynd
(54) Mynd
(55) Mynd
(56) Mynd
(57) Mynd
(58) Mynd
(59) Mynd
(60) Mynd
(61) Mynd
(62) Mynd
(63) Mynd
(64) Mynd
(65) Mynd
(66) Mynd
(67) Mynd
(68) Mynd
(69) Mynd
(70) Mynd
(71) Mynd
(72) Mynd
(73) Mynd
(74) Mynd
(75) Mynd
(76) Mynd
(77) Mynd
(78) Mynd
(79) Mynd
(80) Mynd
(81) Mynd
(82) Mynd
(83) Mynd
(84) Mynd
(85) Mynd
(86) Mynd
(87) Band
(88) Band
(89) Kjölur
(90) Framsnið
(91) Kvarði
(92) Litaspjald


Leiðarvísir til að nema ýmsar kvennlegar hannyrðir

Ár
1886
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
88