loading/hleð
(25) Blaðsíða 19 (25) Blaðsíða 19
— 19 — búa l>að til. Ferhyruingur er sniðinn úr „piqué“ (hvítu ljerepti) og brotinn saman eins og myndin sýnir, svo hornin myndi lokið. Stærð hans á að vera nægileg til þess, að geymdir verði í honum vasaklútar, sem eru tvisvar sinnum brotnir sam- an (fjórfaldir); öll hornin eru prýdd útsaum eða snúrum, sem eru lagðar á þau eptir uppdráttum ; þær eru hvítar eða ýmislega litar. Einnig má sauma með hvítu eða ýmislegalitu bandi (t. d. eptir 283. uppdr.) steypilykkju eða önnur spor, sem kennd hafa verið. í veskinu má einnig vera „gren- adine“ eða „Java canevas“, og eru þá blómkerfi saumuð í hornin með ýmislega litum silkitvinna, og má t. d. sauma eptir 284. uppdrætti. Þá er lokið er við að skreyta hornin, er sniðinn úr ljós- leitum sjerting annar ferhyrningur, jafnstór hin- um fyrri; veskið er fóðrað með honum, og verð- ur fóðrið að vera eins litt og aðalliturinn á bandi því eða tvinna, sem hornin eru saumuð með; sje snúra lögð á hornin verður einnig liturinn á fóðr- inu að samsvara henni. Sami litur og er á fóðr- inu verður að vera á silkibandinu, sem fellt er í kringum veskið, og einnig á krossbandinu, sem hneppt er á hornin á miðju veskinu. Á sama hátt og hjer er frá skýrt má sníða veski til að geyma í njarðarvött (svamp). Innra borðið er ætíð vaxdúkur, en ytra borðið má vera hvítt eða ljósleitt „Java canevas“ eða „piqué“, og má þá sauma útsaum í miðjuna á veskinu og eins í hornin eða leggja snúrur á það. En sje vax- dúkur í báðum borðunum, er úthverfan á þeim lögð saman; bezt er að vaxdúkurinn, sem er að innanverðu, sje Ijósari og smágjörðari en hinn ytri. Bandið, sem fellt er utan um veskið, er brydd- ingarband eða raskborði. Tvær sams konar snúr- ur eru festar í kross í hornin á veskinu, og má hvor þeirra vera hjer um bil 3 kvartil eða 1 al- in á lengd. Veskið er þá hengt á nagla við þvott- borðið og njarðarvöttur látinn í það. 273. niynd. Brjefahirzla. Tvö spjöld jafnlöng eru sniðin úr pappa, og er hvort þeirra 6 þuml. á lengd. Annað spjaldið myndar framhlið á hirzlunni, og er 3 *-/a þuml. á hæð, en hitt myndar bakhlið og er hæð þess 6 þuml. Efri liluti bakspjaldsins er sniðskorinn á báðum hliðum þannig, að liæðin á hvorri lilið verði 4 þuml. Flauel, atlask eða klæði á að vera í framspjaldinu, og má sauma í það með „zephyr- garni“ eða silkitvinna eptir ýmsum uppdráttum t. d. eptir 280. eða 282. uppdr. Á efra hluta bak- spjaldsins er sama efni og í framspjaldinu, og skal einnig sauma í það útsaum, en neðri hlutinn er fóðraður með sjerting, sem á að ná svo skammt upp eptir, að ekki sjáist á hann að fram- an. Fóðrið er þá saumað við efni það, sem ætl- að er á efra hluta bakspjaldsins, lagt ásamt því yfir pappann og því næst brotið út á hann hinum megin og límt. Framspjaldið er fóðrað með sjert- ing, sem saumaður er með varpspori við brúnina á ytra borðinu, og verður pappinn þá inilli beggja borðanna, og því næst er límdur pappír á allt bakið. Spjöldin eru fest saman að neðanverðu og snúra er saumuð í brúnina allt í kringum fram- spjaldið. Þá eru stungin göt með „pren“ eða al á hliðarnar á báðum spjöldunum ; þau eru saum- uð með kapmelluspori eða varpspori, en bezt er að sauma þau með stórum tvinna. Silkireim er dregin í götin, og er fyrst reimað að ofanverðu og þá niður eptir, en lausast efst; reiminni er hnýtt að neðanverðu og skúfar festir á endana. Lítil hnezla er fest efst á mitt bakspjaldið, og því næst eru hnútlykkjur hnýttar á silkiborða og fest- ar yfir hnezluna. í brjefahirzlu þessari eru geymd sendibrjef og önnur lítil blöð. 274. mynd. Tóbakspoki. í tóbakspoka þessum eru 2 meginborð og er hvort þeirra 8 þuml. á lengd; þau mega vera úr klæði, atlaski eða öðru efni, og má sauma í þau eptir 281. uppdrætti; myndin sýnir lögun þeirra. Fóðrið er hvítt skinn, eins í lögun og ytra borð- ið. Tveir renningar úr flaueli eða saffíani, sem eru skáskornir eins og myndin sýnir, eru þá saum- aðir við meginborðin og snúra lögð yfir sauminn. Silkiborði er saumaður við pokann að ofanverðu, og því næst eru 2 göt stungin með „pren“ eða al á hvort meginborð og gegn um fóðrið. Snúra er dregin gegnnm götin og skúfar festir á end- ana; skúfur er einnig festur neðan við pokann. 275. mynd. Þerriblaðaspjald. Spjald þetta er sniðið úr pappa, og er hjer um bil þuml. á lengd, en 12 þuml. á breidd; ofan á pappann eru lögð (7—12) þerriblöð, sem öll eru jafnstór honum. Þvi næst eru sniðnir 4 jafnarmaðir þríhyrningar úr skinni, flaueli, atlaski eða klæði; jafnlöngu hliðarnar eru hjer um bil 5 þuml. hvor, og eru blómkerfi eða annar uppdrátt- ur saumaður með silkitvinna í hvern þríhyrning; má t. d. sauma eptir 283. og 284. uppdrætti. Þá er brotið inn af lengstu hlið þríhyrninganna, og brotið saumað, svo lítið á beri; þeir eru lagðir yfir hornin á þerribiöðunum og ná dálítið út fyrir pappann. En röndin, sem út fyrir nær, er brotin út á pappann hinum megin og límd, og er þá mis- litur pappír límdur þeim megin á liann. Þerri- blaðaspjöld liggja á skrifborðum, og eru rituð á þeim sendibrjef og fleira. 277. mynd. Setubekkur. Setubekkur þessi er smíðaður eins og fremur löng kista með sljettu loki, og á lokið að vera á hjörum, svo geyma megi íhonum ýmislegt. Þá erann- aðhvort dökkleitt efni neglt utan um hann, eða hann er málaður, en á lokið er negldur strigi, sem troð- inn er út með heyi eða marhálmi. Bakfjöl, jafn- löng lokinu, er þá troðin út á sama hátt og það, en hún má vera alveg laus við bekkinn; hann á að standa upp við vegg, og er bakfjölin þá reist upp við vegginn, og nemur neðri rönd hennar við lokið að ofanverðu, eins og greinil. sjest á mynd- inni. Því næst er ábreiða lögð yfir bekkinn; hún ætti helzt að vera úr samfestum renningum, en þeir eiga að vera sinn af hvorum lit, og mega vera úr vaðmáli eða klæði; yfir samskeytin má til prýðis leggja borða, og sauma ýms spor í þá með vel unnu bandi eða „zephyrgarni11; sjá 115. og 126. mynd. Einnig má skattera 2 eða 3 klæðis eða vað- málsrenninga, og má t. d. framlengja 158. og 159. uppdrátt og skattera eptir þeim. Renningarnir, sem eru á milli útsaumsrenninganna, og einnig yztu renningarnir eiga ætíð að vera samlitir og úr Útlistun orða. blaðafetill merkir avisbaand. blðmkeríi — bouquet. bugðuborði — slangelidse. demantsreim — diamantlidse. flatsaumur — fladsyning. geymistokkur merkir toiletæske. viðarkvoða. — gummi hnútlykkjur — slöjfe. litbreyting — sehattering. lykkjulauf — picot. setubekkur merkir puff. stuðull — pind. töfraspor — hexesting. tvistur — canevas. þerriblaðspjald — avisunderlag. Leiörjettingar. í 4. uppdrætti á að standa: „* 5 11“. á undan „1 tvíbr þref. st.“. í 7. uppdrætti vantar: „snú við“ á eptir „tak um 3 siðustu 11,“. í 34. uppdr. stendur: „en sje hún“ i staðinn fyrir „en sje hann“. sama efni, en annar litur á að vera á úfsaums- renningunum, og mega þeir einnig vera úr öðru efni en hinir renningarnir. Yilji menn að ábreið- an sje mjög skrautleg, má hafa renninga úr tvist, og sauma í þá krosssaum eða nunnusaum; má t. d. sauma eptir 67., 96., 97., eða 100. uppdrætti Flauel eða „plyds“ (nokkúrs konar flos) er þá í hinum renningunum. Þegar lokið er við að sauma ábreiðuna, er hún fest við bakfjölina að ofanverðu. En efnið í bakfjölinni má og vera sjer, og er það þá einnig fest neðan á hana og á liliðarnar, en sams konar ábreiða er lögð á setuna, og er hún látiu falla fram af henni niður að gólfi, og sjeu renningar saumaðir með útsaum, verða þeir, sem eru á bakfjölinni og þeir, sem eru á setunni að standast á. Efst á bekknum er annaðhvort „pól- eruð“ fjöl greypt inn í bakfjölina eða renningur úr striga er saumaður saman og troðinn út, og saumað utan um hann sama efni og er í ábreiðunni og fest við bakfjölina; tii prýðis má láta skúfa á endana. Yel til búinn setubekkur getur staðið í „sofa“ stað í gestastofu. Blaðafetill. Tvö spjöld jafnbreið og jafnlöng eru sniðin úr pappa, og mega þau vera hjer um bil 272 kvartil á lengd og 9 þuml. á breidd. Utan um annað þeirra er saumað hvítur, ljósleitur eða dökkleit- ur sjertingur; sama efni er öðrum megin á hinu spjaldinu, en klæði atlask eða einhver annar vefnaður er hinum megin á því, og er saumaður í það útsaumur; má t. d. sauma eptir 158. og 159. uppdrætti. Þegar lokið er við útsauminn, eru bæði borðin, sem ætluð vóru utan um spjaldið, saumuð saman með varpspori utan um brúnina á pappanum. Þá eru bæði pappspjöldin vörpuð sam- an eptir breiddinni og gild snúra saumuð kring um þau; snúra er og fest efst í hornin á báðum spjöldunum; lengd hennar má vera hjer um bil 3x/2 kvartil. Blaðafetillinn er þá liengdur á vegg á snúrunum, sem festar vóru í liornin, og er dag- blöðum þá smeygt á milli spjaldanna.
(1) Band
(2) Band
(3) Saurblað
(4) Saurblað
(5) Blaðsíða [1]
(6) Blaðsíða [2]
(7) Blaðsíða 1
(8) Blaðsíða 2
(9) Blaðsíða 3
(10) Blaðsíða 4
(11) Blaðsíða 5
(12) Blaðsíða 6
(13) Blaðsíða 7
(14) Blaðsíða 8
(15) Blaðsíða 9
(16) Blaðsíða 10
(17) Blaðsíða 11
(18) Blaðsíða 12
(19) Blaðsíða 13
(20) Blaðsíða 14
(21) Blaðsíða 15
(22) Blaðsíða 16
(23) Blaðsíða 17
(24) Blaðsíða 18
(25) Blaðsíða 19
(26) Blaðsíða 20
(27) Mynd
(28) Mynd
(29) Mynd
(30) Mynd
(31) Mynd
(32) Mynd
(33) Mynd
(34) Mynd
(35) Mynd
(36) Mynd
(37) Mynd
(38) Mynd
(39) Mynd
(40) Mynd
(41) Mynd
(42) Mynd
(43) Mynd
(44) Mynd
(45) Mynd
(46) Mynd
(47) Mynd
(48) Mynd
(49) Mynd
(50) Mynd
(51) Mynd
(52) Mynd
(53) Mynd
(54) Mynd
(55) Mynd
(56) Mynd
(57) Mynd
(58) Mynd
(59) Mynd
(60) Mynd
(61) Mynd
(62) Mynd
(63) Mynd
(64) Mynd
(65) Mynd
(66) Mynd
(67) Mynd
(68) Mynd
(69) Mynd
(70) Mynd
(71) Mynd
(72) Mynd
(73) Mynd
(74) Mynd
(75) Mynd
(76) Mynd
(77) Mynd
(78) Mynd
(79) Mynd
(80) Mynd
(81) Mynd
(82) Mynd
(83) Mynd
(84) Mynd
(85) Mynd
(86) Mynd
(87) Band
(88) Band
(89) Kjölur
(90) Framsnið
(91) Kvarði
(92) Litaspjald


Leiðarvísir til að nema ýmsar kvennlegar hannyrðir

Ár
1886
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
88


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Leiðarvísir til að nema ýmsar kvennlegar hannyrðir
http://baekur.is/bok/a550e2b6-16e8-41ba-96e3-2b3243b43933

Tengja á þessa síðu: (25) Blaðsíða 19
http://baekur.is/bok/a550e2b6-16e8-41ba-96e3-2b3243b43933/0/25

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.